Byrjað er að skipta út tvískiptum ruslatunnum á Reyðarfirði. Gert er ráð fyrir að því verði lokið á morgun.
Eins og auglýst hefur verið þá mun tvískipt tunna, fyrir lífrænan- og blandaðan úrgang, koma í staðinn fyrir brúnu tunnuna. Einnig verða allar tunnur hjá heimilum merktar og er það merkingin sem gildir en ekki liturinn á tunnunni. Unnið er að merkja allar tunnur í kjölfarið á skiptunum.
Ef tunnur hafa ekki verið merktar þá er græna tunnan fyrir pappír/pappa og gráa tunnan fyrir plast.
Hægt verður svo að nálgast körfur undir bréfpoka á næstu dögum. Tilkynning þess efnis verður send út fljótlega.

Það skal tekið fram að einhver ruslatunnuskýli passa ekki fyrir þrjár 240L tunnur. Því munu þau heimili halda brúnu tunnunni fyrir plast og vera með eina 240L tunnu undir pappír/pappa og svo tvískiptu tunnuna fyrir lífrænan- og blandaðan úrgang.
Allar upplýsingar um breytingarnar.
