mobile navigation trigger mobile search trigger
30.01.2017

Álagning fasteignagjalda 2017

Álagningu fasteignagjalda í Fjarðabyggð fyrir árið 2017 er nú lokið. Álagningarseðlar hafa verið póstlagðir.

Álagning fasteignagjalda 2017

Gjalddagar fasteignagjalda eru 8 talsins, sá fyrsti er 1. febrúar og sá síðasti 1. september. Álagning  fasteignagjalda, sem eru samtals undir kr. 20.000, er með gjalddagann 1. febrúar 2017. Eindagi fasteignagjalda er síðast virki dagur gjalddagamánaðar.

Álagningarseðlar eru sendir út í bréfapósti en greiðsluseðlar einungis til þeirra sem þess óska. Álagningarseðla má einnig sjá á vefnum Ísland.is og undir Íbúagátt á heimasíðu Fjarðabyggðar.

Eldri borgarar og örorkulífeyrisþegar í Fjarðabyggð fá afslátt af fasteignaskatti í samræmi við reglur um afslátt af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega sem finna má á heimasíðu Fjarðabyggðar. Afslátturinn er reiknaður út við álagningu og þarf viðkomandi ekki að sækja um hann sérstaklega. Afslátturinn er tilgreindur á álagningarseðlinum eigi viðkomandi rétt á honum. Við álagningu miðast afslátturinn við tekjur ársins 2015 til bráðabrigða, en er síðan endurskoðaður í september þegar álagning á tekjur ársins 2016 liggja fyrir.

Nánari upplýsingar varðandi fasteignamat og matseiningar veitir Valur Sveinsson, skipulags- og byggingafulltrúi Fjarðabyggðar en upplýsingar um álagningu og reglur um afslætti veitir, Kristinn Þorsteinsson, gjaldkeri Fjarðabyggðar. Aðalsími Fjarðabyggðar er 470-9000 og netfang fjardabyggd@fjardabyggd.is.

Snorri Styrkársson

Fjármálastjóri Fjarðabyggðar

Frétta og viðburðayfirlit