mobile navigation trigger mobile search trigger

Bundið slitlag sett á Norðfjarðarflugvöll

22.08.2016 Bundið slitlag sett á Norðfjarðarflugvöll

Undirritaður var í dag á Norðfjarðarflugvelli samningur á milli Fjarðabyggðar og Innanríkisráðuneytisins um fjármögnun endurbóta á Norðfjarðarflugvelli, sem gera munu flugvellinum kleift að sinna áfram þýðingarmiklu öryggishlutverki sínu. Fjarðabyggð fjármagnar ásamt SÚN og Síldarvinnslunni í Neskaupstað um helming framkvæmdarinnar. Hér má sjá Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra og Pál Björgvin Guðmundsson, bæjarsstjóra, handsala samninginn að undirritun lokinni. 

Lesa meira

Lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli mótmælt harðlega

22.08.2016 Lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli mótmælt harðlega

Bæjarráð Fjarðabyggðar undrast að á sama tíma og leitað er allra leiða til að tryggja aðstöðu fyrir sjúkraflug í Neskaupstað, skuli sveitarfélagið Reykjavíkurborg kjósa að loka mikilvægri öryggisflugbraut fyrir sjúkraflug á Reykjavíkurflugvelli. Í bókun sem bæjarráðið samþykkti á fundinum sínum í morgun er lokun brautarinnar jafnframt mótmælt harðlega og vonbrigðum lýst með aðgerðarleysi stjórnvalda. 

Lesa meira

Bæjarstjórn fundar á Stöðvarfirði

19.08.2016 Bæjarstjórn fundar á Stöðvarfirði

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar brá undir sig betri fætinum í vikunni og hélt bæjarstjórnarfund á Stöðvarfirði. Hér eru bæjarfulltrúar ásamt bæjarstjóra með fagran Stöðvarfjörðinn í baksýn.

Lesa meira