Framkvæmdir við Hólmaháls

21.5.2015

Upplýsingaskilti um sögu, náttúru og lífríki svæðisins hefur verið sett um við áningarstaðinn að Hólmahálsi. Einnig hefur verið unnið við stígagerð.

Lesa meira

Ægistjörn hlaut flest atkvæði

13.5.2015

Sjötti bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar afhenti Jens Garðari Helgasyni, formanni bæjarráðs, úrslit í nafnasamkeppni sem bekkurinn efndi til um nafn á litlu tjörninni næst Andapollinum.

Lesa meira

Fyrsta samflotið á Austurlandi

11.5.2015

Fyrsta „samflotið“ á Austurlandi fór fram í Sundlaug Norðfjarðar í gær. Var þessi áhugaverða slökunaraðferð kynnt í tengslum við styrktargöngu Göngum saman.

Lesa meira

179. fundur bæjarstjórnar

21.5.2015

Bæjarstjórn - 179. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, fimmtudaginn 21. maí 2015

og hófst hann kl. 16:00

 Fundinn sátu  Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar, Eiður Ragnarsson, Pálína Margeirsdóttir, Elvar Jónsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Einar Már Sigurðarson, Kristín Gestsdóttir, Valdimar O Hermannsson, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Gunnar Jónsson, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Gunnar Jónsson. 

Dagskrá:

1.

1505002F - Bæjarráð - 427

 

Fundargerðir bæjarráðs, nr. 427 og nr. 428, teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Valdimar O Hermannsson, Einar Már Sigurðarson, Elvar Jónsson.
Fundargerð bæjarráðs frá 11. maí samþykkt með 9 atkvæðum.

 

1.1.

1505060 - Augnlæknaþjónusta í Fjarðabyggð

 

1.2.

1411156 - Umsókn um stöðuleyfi - Strandgata 8; 740

 

1.3.

1505050 - Styrkumsókn í formi niðurfellrar húsaleigu

 

1.4.

1504184 - Fjölgun veitingastaða í Fjarðabyggð

 

1.5.

1505001 - Fólk fyrir fólk, megi breytingar blómstra

 

1.6.

1503195 - Grjótvarnir í Fjarðabyggð

 

1.7.

1411143 - Leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES

 

1.8.

1504192 - Lög íbúasamtaka Reyðarfjarðar

 

1.9.

1505047 - Ársskýrsla HAUST 2014

 

1.10.

1505052 - Ársfundur Austurbrúar ses. 2015 - 19.maí

 

1.11.

1505045 - Ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu - 1. útgáfa

 

1.12.

1504163 - 689. mál, til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026,

 

1.13.

1504170 - Umsögn til Alþingis um frumvarp um breytingar á lögum um vexti og verðtgryggingu, 561.mál

 

1.14.

1504169 - 629. mál til umsagnar frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð, 629. mál.

 

1.15.

1505011 - 696. mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða leigjanda og leigusala),

 

1.16.

1505012 - 703. mál til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta

 

1.17.

1503202 - Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2014

 

1.18.

1503121 - Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015

 

1.19.

1501235 - Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2015

 

1.20.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar

 

1.21.

1504015F - Fræðslunefnd - 15

 

1.22.

1501132 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2015

 

 

 

2.

1505007F - Bæjarráð - 428

 

Fundargerðir bæjarráðs, nr. 427 og nr. 428, teknar til afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 18. maí samþykkt með 9 atkvæðum.

 

2.1.

1412001 - Drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald

 

2.2.

1302116 - Mat á leigusamningum við Reiti II

 

2.3.

1505092 - Kaup á endurskoðunarþjónustu Fjarðabyggðar

 

2.4.

1505094 - Bréf frá nemendum 6.bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar

 

2.5.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar

 

2.6.

- Vangreidd laun til hlutastarfandi sjúkraflutningamanna

 

2.7.

1505004F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 118

 

2.8.

1503191 - Umsóknum afnota af landi til að efla æðarvarp í landi Fjarðabyggðar

 

2.9.

1505006F - Menningar- og safnanefnd - 14

 

2.10.

1505058 - Ósk um heimild til breytingar á gjaldskrá safna

 

2.11.

1505003F - Hafnarstjórn - 150

 

 

 

3.

1505004F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 118

 

Til máls tók Eiður Ragnarsson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 11.maí 2015 samþykkt með 9 atkvæðum.

 

3.1.

1505043 - 715 Selhella(Mjóafjarðarvegur)- Byggingarleyfi - Breyta sjóhúsum í sumarhús og sólpallar

 

3.2.

1504194 - 730 Hraun 4 - byggingarleyfi - breyting á glugga

 

3.3.

1504162 - Endurnýjaður lóðarleigusamningur

 

3.4.

1411072 - Stækkun plans á Strandgötu 62 740 Neskaupstað

 

3.5.

1505063 - 740 Melagata 10 Byggingarleyfi - dyraskýli

 

3.6.

1505004 - 750 Skólavegur 16 - Byggingarleyfi - skipt um glugga og hurð

 

3.7.

1504123 - 755 Borgargerði 16 - Byggingarleyfi - bílskúr

 

3.8.

1504143 - Beiðni um umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags

 

3.9.

1502071 - Beiðni um upplýsingar og gögn vegna tveggja kærumála - Fjörður 1 í Mjóafirði

 

3.10.

1504197 - Umsókn um bogfimiæfingarsvæði við Leirubakka 9 og 11

 

3.11.

1503188 - Nordic Built Cities Challenge - Norræn skipulagssamkeppni.

 

3.12.

1504164 - Hrossabeit í landi Kollaleiru

 

3.13.

1504163 - 689. mál, til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2016,

 

3.14.

1505011 - 696. mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða leigjanda og leigusala),

 

3.15.

1505012 - 703. mál til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta

 

3.16.

1406056 - 735 Ofanflóðvarnir í Hlíðarendaá

 

3.17.

1504177 - Aukið fjármagn til viðhalds búnaðar og húsnæðis félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð

 

3.18.

1412001 - Drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald

 

3.19.

1504053 - Dúfur á Reyðarfirði

 

3.20.

1503029 - Vorbæklingur 2015

 

3.21.

1502096 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands árið 2015

 

3.22.

1504180 - Kynding og einangrun í Fjarðabyggðarhöllina

 

3.23.

1504182 - Líf í tómu húsin

 

3.24.

1501284 - Tjaldsvæði Fjarðabyggð 2015

 

3.25.

1505005F - Afgreiðslur byggingafulltrúa - 67

 

3.26.

1505055 - 755 Bankastræti 1 - Umsókn um stöðuleyfi - skrifstofugámur

 

3.27.

1504151 - Fjarðabraut 40b - Umsókn um stöðuleyfi- gámur

 

3.28.

1505001F - Landbúnaðarnefnd - 13

 

3.29.

1502072 - Kortlagning beitarsvæða í Fjarðabyggð

 

3.30.

1503191 - Umsóknum afnota af landi til að efla æðarvarp í landi Fjarðabyggðar

 

 

 

4.

1505003F - Hafnarstjórn - 150

 

Til máls tóku: Valdimar O Hermannsson, Páll Björgvin Guðmundsson.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 12. maí samþykkt með 9 atkvæðum.

 

4.1.

1505078 - Fyrirhuguð bygging frystigeymslu á Fáskrúðsfirði

 

4.2.

1501066 - Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2015

 

4.3.

1411091 - Umsókn um stöðuleyfi

 

4.4.

1504117 - Arctic Service Hub - Málþing 2.júní

 

4.5.

1309030 - Hafnarmál á Norðfirði - Dýpkun fiskihafnar

 

4.6.

1504134 - Hugmyndir íbúasamtaka Reyðarfjarðar um notkun Strandgötu 7 ; 730

 

4.7.

1504147 - Kvikmyndatökur Pegasus og notkun bygginga í Fjarðabyggð

 

4.8.

1503131 - Norðfjörður - Fylling og stálþil á þróunarsvæði

 

4.9.

1504173 - Ósk um lengingu á stálþili við Egersund á Eskifirði

 

4.10.

1505077 - Umsókn um afnot af landi

 

4.11.

1503148 - Aðstöðuhús við smábátahafnir

 

 

 

5.

1504015F - Fræðslunefnd - 15

 

Til máls tók Pálína Margeirsdóttir.
Fundargerð fræðsluefndar frá 28. apríl 2015 samþykkt með 9 atkvæðum.

 

5.1.

1504165 - Skóladgatöl 2015-2016

 

5.2.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar

 

5.3.

1411001 - Fjölskyldustefna Fjarðabyggðar

 

5.4.

1504167 - Börn án íslenskrar kennitölu og leikskólaþjónusta

 

5.5.

1504195 - Ósk um launalaust leyfi

 

 

 

6.

1505006F - Menningar- og safnanefnd - 14

 

Enginn tók til máls.
Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 13. maí samþykkt með 9 atkvæðum.

 

6.1.

1306017 - Menningarstefna

 

6.2.

1311012 - Bæjarhátíðir 2015

 

6.3.

1505058 - Ósk um heimild til breytingar á gjaldskrá safna

 

6.4.

1504181 - Endurvakning á 1. maí bíó í félagsheimilunum

 

 

 

7.

1501132 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2015

 

Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Valdimar O Hermannsson.
Fundargerðir félagsmálanefndar, nr. 69 frá 27. apríl samþykkt með 9 atkvæðum.

 

 

 

8.

1412001 - Drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald

 

Forseti bæjarstjórnar fylgdi samþykktunum úr hlaði sem eru teknar til fyrri umræðu.
Lögð fram drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald sem eigna-, skipulags- og umhvefisnefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa samþykktunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

 

 

 

9.

1505092 - Kaup á endurskoðunarþjónustu Fjarðabyggðar

 

Forseti bæjarstjórnar fylgdi samþykkt bæjarráðs um verðfyrirspurn um kaup á endurskoðendaþjónustu úr hlaði.
Framlagt minnisblað fjármálastjóra um tilhögun kaupa á endurskoðunarþjónustu Fjarðabyggðar og stofnana.
Bæjarráð hefur samþykkt að viðhafa verðfyrirspurn um kaup á endurskoðendaþjónustu og ráðningu löggilts endurskoðanda vegna rekstrarársins 2015 og til og með rekstrarársins 2019. Verðfyrirspurnin verði bundin við þau fyrirtæki sem hafa skrifstofu á endurskoðunarsviði starfandi innan Fjarðabyggðar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum samþykkt bæjarráðs um verðfyrirspurn.

 

 

 

10.

1505106 - Kosningaréttur kvenna - Tillaga Fjarðalistans á fundi bæjarstjórnar nr.179

 

Eydís Ásbjörnsdóttir fylgdi tillögu Fjarðalistans úr hlaði.
"Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna þann 19. júní 2015, leggja bæjarfulltrúar Fjarðalistans fram tillögu að eingöngu kvennbæjarfulltrúar og kvennvarabæjarfulltrúar sitji einn bæjarstjórnarfund Fjarðabyggðar á næstunni."
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu Fjarðalistans með 9 atkvæðum.
Forseti bæjarstjórnar leggur til að bæjarráði verði falið að vinna að undirbúningi fundarins.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 9 atkvæðum.

 

 

  

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00

Lesa meira

16. fundur fræðslunefndar

21.5.2015

haldinn í Molanum fundarherbergi 1 og 2, miðvikudaginn 20. maí 2015

og hófst hann kl. 15:30

 

Fundinn sátu:

Pálína Margeirsdóttir, Lísa Lotta Björnsdóttir, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, Elvar Jónsson, Aðalheiður Vilbergsdóttir.

 

Áheyrnarfulltrúar: Gerður Ósk Oddsdóttir og Hilmar Smári Sigurjónsson

Starfsmaður sem jafnframt ritaði fundargerð: Þóroddur Helgason, fræðslustjóri

 

Dagskrá:

 

1.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar

Fyrir liggur tillaga bæjarráðs um fyrirkomulag stjórnunar í leik- og grunnskólum á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði og ósk um umsögn fræðslunefndar. Enn fremur óskar bæjarráð eftir umræðu fræðslunefndar um hugmynd úr skýrslu Skólastofunnar ehf. um aukna samkennslu í tónlistarskólum Fjarðabyggðar. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við tillögur bæjarráðs aðrar en þær að bæta u.þ.b. framan við 0,3 stöðugildi. Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að framkvæmdin verði með þeim hætti að skólahald eflist hvað varðar innra starf skólanna á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Rædd var aukin samkennsla í tónlistarskólum Fjarðabyggðar út frá skýrslu Skólastofunnar. Fræðslunefnd er sammála því að leitað verði samráðs við tónlistarskólana um aukna samkennslu.

 

2.

1505010 - Komdu þínu á Framfæri - Ráðstefna Æskulýðsvettvangsins

Lögð var fram til kynningar skýrsla sem unnin var af Æskulýðsvettvangnum fyrir m.a. Fjarðabyggð. Í skýrslunni má finna helstu óskir og áherslur ungs fólks í sveitarfélaginu þegar kemur að tómstunda-, æskulýðs- og fræðslumálum. Sérstaklega var farið yfir hugmyndir unga fólksins sem snéru að fræðslumálum. Unga fólkið var í stórum dráttum ánægt með framboð á menntun í heimabyggð, m.a. fjölbreyttu vali og verklegri kennslu, en þau komu einnig með ábendingar um það sem betur mætti fara. Ábendingarnar snéru að auknu framboði á tungumálanámi, leiklist og dansi, fjármálalæsi, menningarferðum í tengslum við skóla, gerð skólamáltíða, bættri aðstöðu fyrir hljómsveitir o.fl. Fræðslunefnd þakkar fyrr skýrsluna og þá vinnu sem ungmenni lögðu á sig í tengslum við gerð hennar. Fræðslunefnd vísar ábendingum sem fram koma í skýrslunni til vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2016.

 

3.

1505062 - Fyrirspurn vegna atviks í leikskóla

Trúnaðarmál: Fyrir liggur bréf til fræðslustjóra og fræðslunefndar vegna atviks í leikskóla í Fjarðabyggð. Fræðslustjóri greindi nefndinni frá því hvernig unnið hefði verið í málinu. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra að fylgja málinu eftir.

 

4.

1504178 - Aukið nemendalýðræði varðandi val á mat sem boðið er upp á í grunnskólunum

Vísað er til fræðslunefndar tillögu frá ungmennaráði Fjarðabyggðar um aukið nemendalýðræði við val á mat í mötuneytum grunnskóla. Ungmennaráð Fjarðabyggðar lagði til við bæjarstjórn að nemendalýðræði varðandi val á mat í grunnskólum yrði aukið. Í greinargerð ungmennaráðsins segir að slíkar lýðræðisumbætur megi útfæra á margan hátt og erfitt sé að segja að ein rétt leið sé fær í þessum efnum. Til dæmis megi skipa sérstakan hóp nemenda í hverjum skóla sem fengi það hlutverk að vera ráðgefandi þegar kemur að því að semja matseðil fyrir vikuna, mánuðinn eða önnina. Þá má einnig hafa einn dag í viku þar sem nemendurnir sjálfir velja hvað er í matinn með kosningu á milli t.d. 5 valmöguleika. Það er mat ungmennaráðs að aukið nemendalýðræði þurfi hvorki að kosta meira fé né koma niður á hollustu eða gæðum matarins. Grunnskólanemendur í Fjarðabyggð séu flestir mjög meðvitaðir um hollt mataræði og vilji ekki ruslfæði þó þeir hafi vissulega ákveðin smekk og kjósi fremur að næra sig á hollum mat sem þeim finnst bragðgóður. Ungmennaráð tók einnig fram að þetta megi ekki túlka sem gagnrýni á þann mat sem hefur verið á boðstólum því yfirleitt hefur hann verið mjög fínn. Málið snýst um að auka lífsgæði og val nemenda þannig að þeir fái að velja það besta sem efni og kostir leyfa. Fræðslunefnd tekur vel í hugmyndina og felur fræðslustjóra að vinna að framgangi málsins með skólastjórum grunnskóla og framleiðendum skólamáltíða í grunnskólum Fjarðabyggðar.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:27

 

Lesa meira

428. fundur bæjarráðs

19.5.2015

Bæjarráð - 428. fundur 
haldinn í Molanum fundarherbergi 3, mánudaginn 18. maí 2015
og hófst hann kl. 22:00

Fundinn sátu Jens Garðar Helgason formaður, Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson, Gunnar Jónsson bæjarritari og  Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Gunnar Jónsson.

Dagskrá:

1.  1412001 - Drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald
 Lögð fram drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald. Eigna-, skipulags- og umhvefisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, samþykktirnar og vísað þeim til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð vísar samþykktunum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.
  
2.  1302116 - Mat á leigusamningum við Reiti II
 Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Lagt fram minnisblað frá fjármálastjóra um möguleg kaup á Fjarðabyggðarhöllinni ásamt fjármögnun kaupanna sbr. afgreiðslu bæjarráðs 15. desember 2014.
Bæjarráð samþykkir að kaupréttur verði nýttur sbr. ákvæði leigusamnings um fasteignina og felur fjármálastjóra og bæjarstjóra að óska formlega eftir kaupum á eigninni og samningur verði lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar. Þá samþykkir bæjarráð að leitað verði eftir fjármögnun og fjármögnunarsamningur lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar. Í framhaldi verður lagður fyrir viðauki við fjárhagsáætlun 2015 vegna breytinganna.
  
3.  1505092 - Kaup á endurskoðunarþjónustu Fjarðabyggðar
 Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlagt minnisblað fjármálastjóra um tilhögun kaupa á endurskoðunarþjónustu Fjarðabyggðar og stofnana.
Bæjarráð samþykkir að viðhafa verðfyrirspurn um kaup á endurskoðendaþjónustu og ráðningu löggilts endurskoðanda vegna rekstrarársins 2015 og til og með rekstrarárinu 2019. Verðfyrirspurnin verði bundin við þau fyrirtæki sem hafa skrifstofu á endurskoðunarsviði starfandi innan Fjarðabyggðar.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórn.
  
4.  1505094 - Bréf frá nemendum 6.bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar
 Tillaga frá 6.bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar um nafn á tjörn, við hlið Andapolls, sem liggur nær sjónum.
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur framkvæmdasviði að koma nafngiftinni á og kynna í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
  
5.  1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar
Þennan lið dagskrár sátu fjármálastjóri og fræðslustjóri.
Í tengslum við verkefnið Fjarðabyggð til framtíðar leggur bæjarráð Fjarðabyggðar fram eftirfarandi tillögu vegna fræðslumála. Bæjarráð samþykkir að sameina skólahald á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði í Skólamiðstöð Suðurfjarða með starfsstöðvar á báðum stöðum frá og með komandi hausti 2015. Í tengslum við sameininguna skal ráða tvo skólastjóra við grunn- og leikskólahlutann á Fáskrúðsfirði nú í sumar þar sem báðar þær stöður eru lausar en óbreytt verður með skólastjórnun á Stöðvarfirði. Þá er gert ráð fyrir minni viðbótarstjórnun sem nemur 0,3 stöðugildum. Nánari útfærsla verði í höndum skólastjóra í samráði við fræðslustjóra. Skulu skólastjórarnir þrír vinna náið saman sem faglegt teymi innan Skólamiðstöðvar Suðurfjarða þvert á skólastigin. Þá er þeim falið ásamt fræðslustjóra að vinna að útfærslu á samstarfi við Breiðdalshrepp á sviði skólamála með áherslu á kennslu í Stöðvarfjarðarskóla.

Þá óskar bæjarráð eftir umsögn fræðslunefndar, fræðslu- og skólaráða viðkomandi skóla skv. 8.gr grunnskólalaga um tillöguna og greinagerð frá bæjarstjóra um nánari útfærslu á starfsemi Skólamiðstöð Suðurfjarða.

Einnig vísar bæjarráð til fræðslunefndar umræðu um aukna samkennslu í tónskólum Fjarðabyggðar með það að markmiði að ná fram hagræðingu. Vísast þar til skýrslu Skólastofunnar. Þá verði stefnt að fundi með stjórnendum og starfsmönnum tónskólanna til að ræða samkennslu.
   
6.  1503101 - Vangreidd laun til hlutastarfandi sjúkraflutningamanna
 TRÚNAÐARMÁL.
Umræður um kjaramál hlutastarfandi sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar.
Bæjarráð felur bæjarritara að halda áfram að vinna að lausn á málinu
   
7.  1505004F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 118
 Fundargerð Eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 118 frá 11.maí 2015, lögð fram til kynningar.
 7.1. 1503191 - Umsóknum afnota af landi til að efla æðarvarp í landi Fjarðabyggðar
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara yfir málið og fylgja því eftir.

  
8.  1505006F - Menningar- og safnanefnd - 14
 Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 14 frá 13.maí 2015, lögð fram til kynningar.
 8.1. 1505058 - Ósk um heimild til breytingar á gjaldskrá safna
  Minnisblað forstöðumanns Safnastofnunar vegna óska um breytingu á afsláttarhluta gjaldskrá safna. Menningar-og safnanefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að veittur verði 20% afsláttur þegar fleiri en eitt safn eru heimsótt.
Bæjarráð staðfestir breytingu á gjaldskrá en árangurinn verði metinn við fjárhagsáætlunargerð 2016.
 
  
9.  1505003F - Hafnarstjórn - 150
 Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 150 frá 12.maí 2015, lögð fram til kynningar.
  
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 23:45.

Lesa meira

14. fundur menningar- og safnanefndar

15.5.2015

Menningar- og safnanefnd - 14. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, miðvikudaginn 13. maí 2015 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu Björn Hafþór Guðmundsson varaformaður, Pálína Margeirsdóttir, Elías Jónsson, Björgvin V Guðmundsson, Kristinn Þór Jónasson, Gunnlaugur Sverrisson og Pétur Þór Sörensson.

Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson. 

Dagskrá:

1.

1306017 - Menningarstefna

Forstöðumaður safnastofnunar fór yfir vinnu við gerð menningarstefnu. Fimm tveggja til þriggja manna vinnuhópar voru skipaðir á síðasta fundi starfshópsins en fjórum fundum í starfshópnum er lokið. Verklok eru áætluð í haust.

 

2.

1311012 - Bæjarhátíðir 2015

Drög að samningum við bæjarhátíðirnar 17.júní, Franska Daga, Hernámsdaginn og Neistaflug, lögð fram og rædd. Menningar- og safnanefnd gerir ekki athugasemdir við framkomin drög.

 

3.

1505058 - Ósk um heimild til breytingar á gjaldskrá safna

Minnisblað forstöðumanns Safnastofnunar vegna óska um breytingu á afsláttarhluta gjaldskrá safna. Menningar- og safnanefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að veittur verði 20% afsláttur þegar fleiri en eitt safn eru heimsótt.

 

4.

1504181 - Endurvakning á 1. maí bíó í félagsheimilunum

Ungmennaráð Fjarðabyggðar hefur lagt til við bæjarstjórn að hún beiti sér með einhverjum hætti fyrir því að 1. maí bíó verði endurvakið í Fjarðabyggð og félagsheimilin á hverjum stað nýtt til þess. Margir ungmennaráðsmeðlimir eiga góðar æskuminningar frá þeirri tíð þegar 1. maí bíó tíðkaðist og vilja að ungmenni og börn framtíðarinnar fari ekki á mis við þessa skemmtilegu hefð. Menningar- og safnanefnd fagnar áhuga ungmennaráðs og felur forstöðumanni að kanna möguleika á viðburðum í tengslum við 1.maí.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45.

 

 

 

Lesa meira

118. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

12.5.2015

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 118. fundur 
haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, laugardaginn 9. maí 2015 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu Eiður Ragnarsson formaður, Svanhvít Yngvadóttir, Einar Már Sigurðarson, Kristjana Guðmundsdóttir, Dýrunn Pála Skaftadóttir sem var í síma og Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri er jafnframt ritaði fundargerð.

Valur Sveinsson sat fundinn undir liðum 1 - 11 og 25

Dagskrá:

1.  1505043 - 715 Selhella(Mjóafjarðarvegur)- Byggingarleyfi - Breyta sjóhúsum í sumarhús og sólpallar
 Lögð fram byggingarleyfisumsókn Sólveigar Berg Emilsdóttur,dagsett 5. maí 2015, þar sem óskað er eftir leyfi til að endurbyggja og breyta sjóhúsi/íbúðarhúsi og bátahúsi við Selhellu í Mjóafirði í sumarhús með tilheyrandi pöllum.  Teikningar eru frá Yrki Arkitektum ehf, aðalhönnuður er Sólveig Berg Emilsdóttir.  Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
   
2.  1504194 - 730 Hraun 4 - byggingarleyfi - breyting á glugga
 Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jóns Ólafs Eiðssonar hjá Trévangi fh. Eimskip Ísland ehf, dagsett 27. apríl 2015, þar sem óskað er eftir leyfi til að bæta við fjórum opnanlegum fögum á framhlið húss félagsins að Hrauni 4 á Mjóeyri í Reyðarfirði. Teikningar eru frá Trévangi ehf.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
   
3.  1504162 - Endurnýjaður lóðarleigusamningur
 Lagður fram tölvupóstur Árdísar Guðborgar Aðalsteinsdóttur og Guðmundar Karls Bóassonar, dagsettur 22. apríl 2015,þar sem óskað er eftir endurnýjun á lóðarleigusamningu um lóð þeirra að Austurvegi 7 á Reyðarfirði.  Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að nýr lóðarleigusamningur í verði gerður fyrir Austurveg 7 í samræmi við deiliskipulag á svæðinu.
   
4.  1411072 - Stækkun plans á Strandgötu 62 740 Neskaupstað
 Lagðir fram tölvupóstar Hjörleifs Gunnlaugssonar, dagsettir 6. nóvember 2014 og 27. apríl 2015,þar sem óskað er eftir stækkun lóðar Strandgötu 62 á Norðfirði. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 4. maí 2015 vegna skipulagsmála svæðisins.  Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hafnar beiðni um stækkun lóðar þar sem áform bréfritara stangast á við skipulag svæðisins. Jafnframt er bréfritara gert að fjarlægja gáma og búnað sem stendur utan lóðarmarka hússins
   
5.  1505063 - 740 Melagata 10 Byggingarleyfi - dyraskýli
 Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jolantu Malgorzata Idzikowska, dagsett 26. apríl 2015, þar sem sótt er um leyfi til að klæða hús hennar, að Melagötu 10 á Norðfirði, að utan ásamt uppsetningu á dyraskýli.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
   
6.  1505004 - 750 Skólavegur 16 - Byggingarleyfi - skipt um glugga og hurð
 Lögð fram byggingarleyfisumsókn Þorgríms Sverrissonar, dagsett 28. apríl 2015, þar sem sótt er um leyfi til að skipta um glugga og hurð á húsi hans að Skólavegi 16 á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
   
7.  1504123 - 755 Borgargerði 16 - Byggingarleyfi - bílskúr
 Lagt fram ódagsett bréf Arnar Ingólfssonar, Borgargerði 16 á Stöðvarfirði, þar óskað er eftir afstöðu nefndarinnar til stækkunar á bílskúr við hús hans. Erindinu var áður frestað á 117. fundi nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að hægt sé að gera ráð fyrir stækkun bílskúrs við Borgargerði 16 á Stöðvarfirði miðað við fyrirliggjandi gögn.
   
8.  1504143 - Beiðni um umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags
 Lagt fram erindi frá Fljótsdashéraði, dagsett 17. apríl 2015, þar sem óskað er umsagnar á skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 og gerð deiliskipulags fyrir íbúðabyggð í landi Uppsala, norðan Egilsstaða.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindinu.
   
9.  1502071 - Beiðni um upplýsingar og gögn vegna tveggja kærumála - Fjörður 1 í Mjóafirði
 Samkvæmt úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála hefur byggingarleyfi vegna rafstöðarhúss við Fjörð 1 í Mjóafirði verið ógilt.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að rita framkvæmdaðila bréf, þar sem honum er veittur hæfilegur frestur til að andmæla vegna mögulegrar ákvörðunar um niðurrif byggingarinnar og beitingu viðeigandi þvingunarúrræða, sbr. 55. gr. mannvirkjalaga, nr. 160/2010.
   
10.  1504197 - Umsókn um bogfimiæfingarsvæði við Leirubakka 9 og 11
 Lagður fram tölvupóstur Helga Rafnssonar, f.h. bogfimideildar Skotíþróttafélagsins Dreka, dagsettur 28. apríl 2015 þar sem óskað eftir heimild til að vera með bogfimiæfingar á lóðunum við Leirukrók 9 og 11 á Eskifirði frá 1. júní 2015 til 1. september 2015 líkt og síðastliðið ár.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið.
   
11.  1503188 - Nordic Built Cities Challenge - Norræn skipulagssamkeppni.
 Framlagt bréf Skipulagsstofnunar um samkeppni sem er hluti áætlunar sem Norræni nýsköpunarsjóðurinn vinnur að á árabilinu 2015-2018 um sjálfbærni og nýsköpun í skipulagi norrænna bæja og borga. Markmið samkeppninnar er að styðja nýsköpun og þverfaglegar lausnir í norrænni skipulagsgerð og stuðla að sjálfbæru bæjarskipulagi. Sveitarfélögum og öðrum forsvarsaðilum svæða, svo sem fasteigna- og þróunarfélögum, gefst nú kostur á að tilnefna svæði til þátttöku í norrænni skipulagssamkeppni, Nordic Built Cities Challenge.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tilnefnir ekki svæði til þátttöku í samkeppninni að þessu sinni.
   
12.  1504164 - Hrossabeit í landi Kollaleiru
 Lagt fram bréf Sigurjóns Baldurssonar, dagsett 23. apríl 2015, varðandi hrossabeit í landi Kollaleiru.
Nefndin felur mannvirkjastjóra að ræða við viðkomandi hrossaeigendur og forsvarsmenn golfklúbbsins um lausn á málinu.
   
13.  1504163 - 689. mál, til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2016,
 Lögð fram, til umsagnar þingsályktunartillaga um landsskipulagsstefnu.
Nefndin nýtir sér ekki umsagnarréttinn.

 
14.  1505011 - 696. mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða leigjanda og leigusala),
 Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða leigjanda og leigusala), 696. mál.
Nefndin nýtir sér ekki umsagnarréttinn.
   
15.  1505012 - 703. mál til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta
 Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.
Nefndin nýtir sér ekki umsagnarréttinn.
   
16.  1406056 - 735 Ofanflóðvarnir í Hlíðarendaá
 Lagður fram tölvupóstur frá Framkvæmdasýslu ríkisins, dagsettur 22. apríl 2015, varðandi tilboð sem bárust í framkvæmdir við Hlíðarendaá og útgáfu framkvæmdaleyfis.
Nefndin leggur til að lægsta tilboði, sem er frá Héraðsverki, verði tekið og felur mannvirkjastjóra að senda svar til Framvkæmdasýslu ríkisins. Einnig felur nefndin skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
   
17.  1412001 - Drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald
 Lögð fram drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti samþykktirnar og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.
   
18.  1504053 - Dúfur á Reyðarfirði
 Framlagður undirskriftarlisti forsvarsmanna fyrirtækja á Reyðarfirði þar sem óskað er eftir að gripið verði til ráðstafana til að stemma stigu við vaxandi fjölda dúfna. Málinu var vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar og að óskað yrði eftir umsögn frá NA og HAUST. Umsögn hefur borist frá NA en málinu er frestað þar til umsögn hefur borist frá HAUST.
   
19.  1503029 - Vorbæklingur 2015
 Lögð fram til kynningar tillaga af efni vorbæklings framkvæmdarsviðs 2015.

20.  1502096 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands árið 2015
 Lögð fram til kynningar fundargerð frá 122. fundi Heilbrigðiseftirlits Austurlands.
   
21.  1501284 - Tjaldsvæði Fjarðabyggð 2015
 Lagt fram bréf Jóhannesar Elíassonar, dagsett 4. maí 2015, þar sem gerð er athugasemd við úthlutun reksturs tjaldsvæða í Fjarðabyggð.
Nefndin felur mannvirkjastjóra að svara bréfritara.
   
22.  1504177 - Aukið fjármagn til viðhalds búnaðar og húsnæðis félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð
 Mál sem vísað var frá fundi bæjarstjórnar með ungmennaráði.
Nefndin felur sviðsstjóra að gera minnisblað um málið fyrir næsta fund.
   
23.  1504180 - Kynding og einangrun í Fjarðabyggðarhöllina
 Mál sem vísað var frá fundi bæjarstjórnar með ungmennaráði.
Nefndin felur sviðsstjóra að gera minnisblað um málið fyrir næsta fund.
   
24.  1504182 - Líf í tómu húsin
 Mál sem vísað var frá fundi bæjarstjórnar með ungmennaráði.
Nefndin felur sviðsstjóra að gera minnisblað um málið fyrir næsta fund.
   
25.  1505005F - Afgreiðslur byggingafulltrúa - 67
 Samþykkt
 25.1. 1505055 - 755 Bankastræti 1 - Umsókn um stöðuleyfi - skrifstofugámur
  Samþykkt
 
 25.2. 1504151 - Fjarðabraut 40b - Umsókn um stöðuleyfi- gámur
  Samþykkt

26.  1505001F - Landbúnaðarnefnd - 13
 Samþykkt
 26.1. 1502072 - Kortlagning beitarsvæða í Fjarðabyggð
  Samþykkt
 
 26.2. 1503191 - Umsóknum afnota af landi til að efla æðarvarp í landi Fjarðabyggðar
  Samþykkt
 
  
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10.

Lesa meira

427. fundur bæjarráðs

11.5.2015

Bæjarráð - 427. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, mánudaginn 11. maí 2015

og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jens Garðar Helgason formaður, Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson og Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson, forstöðumaður stjórnsýslu. 

Dagskrá:

 

1.

1505060 - Augnlæknaþjónusta í Fjarðabyggð

Bréf Sigurborgar Einarsdóttur er varðar augnlæknaþjónustu í Fjarðabyggð. Bæjarráð tekur heilshugar undir áhyggjur bréfritara og ítrekar enn og aftur áskorun sína til Heilbrigðisstofnunar Austurlands, að tryggja augnlæknaþjónustu við íbúa Fjarðabyggðar. Núverandi ástand er algjörlega óviðunandi.

 

2.

1411156 - Umsókn um stöðuleyfi - Strandgata 8; 740

Bréf Magna Björns Sveinssonar er varðar stöðuleyfi fyrir bát í Neskaupstað. Bæjarstjóra falið að fara yfir efni bréfsins með bréfritara.

 

3.

1505050 - Styrkumsókn í formi niðurfellrar húsaleigu

Beiðni Slysavarnardeildarinnar Hafdísar um styrk vegna húsaleigu í tengslum við Kvennaþing Landsbjargar sem haldið verður í Skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði 9. - 11.september 2016. Bæjarráð samþykkir að veita styrk á móti húsleigu sem tekin verði af fjárheimild ársins 2016.

 

4.

1504184 - Fjölgun veitingastaða í Fjarðabyggð

Tillögu vísað frá fundi ungmennaráðs með bæjarstjórn. Ungmennaráð Fjarðabyggðar vill leggja til við bæjarstjórn að hún beiti sér með einhverjum hætti fyrir því að fá hingað í sveitarfélagið fleiri veitingastaði. Ungmennaráð nefndi í þessu sambandi sérstaklega tilteknar keðjur veitingastaða sem eru vinsælar á meðal ungs fólks. Ungmennaráðsmeðlimir gera sér grein fyrir því að það er ekki í verkahring bæjaryfirvalda að opna eða reka slíka staði en ráðið myndi þó gjarna vilja sjá fleiri slíka staði í Fjarðabyggð og vill því að sveitarfélagið geri það sem í valdi þess er, til að liðka fyrir opnun slíkra staða. Bæjarráð fagnar áhuga ungmennaráðs á samfélagsmálum og mun hér eftir, sem hingað til, beita sér fyrir að þjónusta í sveitarfélaginu verði sem fjölbreytilegust.

 

5.

1505001 - Fólk fyrir fólk, megi breytingar blómstra

Framlagt erindi frá tíu ungmennum af Austurlandi, sem munu taka þátt í ungmennaskiptum í Póllandi í ágúst. Yfirskrift verkefnisins er Fólk fyrir fólk, megi breytingar blómstra (People4People, Let the Change Grow ) og er samstarfsverkefni ÆSKA - Æskulýðssambands kirkjunnar á Austurlandi, EJR í Þýskalandi og lúthersku kirkjunnar í Póllandi. Alls eru 30 ungmenni þátttakendur og 6 fararstjórar frá þessum þremur löndum. Óskað er eftir styrkveitingu og að gerðar verði athugasemdir við styrki Evrópusambandsins sem breyttust um síðustu áramót. Vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til afgreiðslu.

 

6.

1503195 - Grjótvarnir í Fjarðabyggð

Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna og formaður hafnarstjórnar sátu þennan lið fundarins. Farið yfir verkefni hafnarstjórnar og stöðu framkvæmda.

 

7.

1411143 - Leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES

Á fundi stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 21. apríl sl. var fjallað um kynningu Póst- og fjarskiptastofnunar á leiðbeiningum á uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES. Þá var til umfjöllunar tillaga um að SSA leiði vinnu við að undirbúa fyrirhugaða uppbyggingu ljósleiðaravæðingar á Austurlandi öllu en sveitarfélögin greiði kostnaðinn. Verkefnisstjóra sveitarstjórnarmála var falið að senda tillöguna til umsagnar hjá sveitarfélögunum með hliðsjón af leiðbeiningum Póst- og fjarskiptastofnunar. Óskað er eftir að umsagnir berist fyrir 11. maí nk. Bæjarráð tekur jákvætt í að SSA leiði vinnu við ljósleiðaravæðingu á Austurlandi en lögð verði fram áætlun um hvernig vinnu verði hagað.

 

8.

1504192 - Lög íbúasamtaka Reyðarfjarðar

Framlögð til kynningar lög Íbúasamtaka Reyðarfjarðar.

 

9.

1505047 - Ársskýrsla HAUST 2014

Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir árið 2014, lögð fram til kynningar.

 

10.

1505052 - Ársfundur Austurbrúar ses. 2015 - 19.maí

Ársfundur Austurbrúar verður haldinn þriðjudaginn 19. maí kl. 16:00, í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Eskifirði. Bæjarstjóri mun sækja fundinn og fara með umboð bæjarins.

 

11.

1505045 - Ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu - 1. útgáfa

Minnisblað Sambandsins, frá 28.apríl, er varðar ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt á mannvirki tengd ferðaþjónustu, lagt fram til kynningar. Vísað til kynnningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.

 

12.

1504163 - 689. mál, til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026,

Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um landsskipulagsstefnu. Vísað til kynnningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.

 

13.

1504170 - Umsögn til Alþingis um frumvarp um breytingar á lögum um vexti og verðtgryggingu, 561.mál

Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp um breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu, 561. mál.

 

14.

1504169 - 629. mál til umsagnar frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð, 629. mál.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins frá 22. maí 2013 er getið þeirrar fyrirætlunar að setja lög um sérstök verndarsvæði í byggð með það markmið að vernda sögulega byggð. Til að hrinda í framkvæmd þessari stefnu stjórnvalda var á haustdögum 2013 hafin vinna við frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð. Frumvarpið var samið í forsætisráðuneytinu. Bæjarráð lýsir ánægju með frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð og vonar að vel takist til.

 

15.

1505011 - 696. mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða leigjanda og leigusala),

Lagt fram til kynningar. Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og félagsmálanefnd.

 

16.

1505012 - 703. mál til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta

Lagt fram til kynningar.

 

17.

1503202 - Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2014

Ársreikningar Hitaveitu Fjarðabyggðar, Rafveitu Reyðarfjarðar og Eignarhaldsfélagsins Hrauns, lagðir fram til kynningar.

 

18.

1503121 - Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015

Ákvörðun um staðsetningar og fyrirkomulag viðtalstíma bæjarfulltrúa næstu mánuði. Næsti fundur verður á bókasafninu í Neskaupstað þriðjudaginn 26. maí kl. 17:00. Fimmtudaginn 25. júní verður viðtalstími á bókasafninu á Stöðvarfirði.

 

19.

1501235 - Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2015

Fundargerðir Náttúrustofu frá 6. og 24. apríl 2015, lagðar fram til kynningar.

 

20.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar

Þennan lið fundarins sátu fjármálastjóri og fræðslustjóri. Áframhaldandi vinna við tillögur KPMG og Skólastofunnar ehf.

 

21.

1504015F - Fræðslunefnd - 15

Fundargerð fræðslunefndar, nr. 15 frá 28.apríl 2015, lögð fram til kynningar.

 

22.

1501132 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2015

Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 69 frá 27. apríl 2015, lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira

179. fundur bæjarstjórnar

21.5.2015

Bæjarstjórn - 179. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, fimmtudaginn 21. maí 2015

og hófst hann kl. 16:00

 Fundinn sátu  Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar, Eiður Ragnarsson, Pálína Margeirsdóttir, Elvar Jónsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Einar Már Sigurðarson, Kristín Gestsdóttir, Valdimar O Hermannsson, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Gunnar Jónsson, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Gunnar Jónsson. 

Dagskrá:

1.

1505002F - Bæjarráð - 427

 

Fundargerðir bæjarráðs, nr. 427 og nr. 428, teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Valdimar O Hermannsson, Einar Már Sigurðarson, Elvar Jónsson.
Fundargerð bæjarráðs frá 11. maí samþykkt með 9 atkvæðum.

 

1.1.

1505060 - Augnlæknaþjónusta í Fjarðabyggð

 

1.2.

1411156 - Umsókn um stöðuleyfi - Strandgata 8; 740

 

1.3.

1505050 - Styrkumsókn í formi niðurfellrar húsaleigu

 

1.4.

1504184 - Fjölgun veitingastaða í Fjarðabyggð

 

1.5.

1505001 - Fólk fyrir fólk, megi breytingar blómstra

 

1.6.

1503195 - Grjótvarnir í Fjarðabyggð

 

1.7.

1411143 - Leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES

 

1.8.

1504192 - Lög íbúasamtaka Reyðarfjarðar

 

1.9.

1505047 - Ársskýrsla HAUST 2014

 

1.10.

1505052 - Ársfundur Austurbrúar ses. 2015 - 19.maí

 

1.11.

1505045 - Ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu - 1. útgáfa

 

1.12.

1504163 - 689. mál, til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026,

 

1.13.

1504170 - Umsögn til Alþingis um frumvarp um breytingar á lögum um vexti og verðtgryggingu, 561.mál

 

1.14.

1504169 - 629. mál til umsagnar frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð, 629. mál.

 

1.15.

1505011 - 696. mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða leigjanda og leigusala),

 

1.16.

1505012 - 703. mál til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta

 

1.17.

1503202 - Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2014

 

1.18.

1503121 - Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015

 

1.19.

1501235 - Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2015

 

1.20.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar

 

1.21.

1504015F - Fræðslunefnd - 15

 

1.22.

1501132 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2015

 

 

 

2.

1505007F - Bæjarráð - 428

 

Fundargerðir bæjarráðs, nr. 427 og nr. 428, teknar til afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 18. maí samþykkt með 9 atkvæðum.

 

2.1.

1412001 - Drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald

 

2.2.

1302116 - Mat á leigusamningum við Reiti II

 

2.3.

1505092 - Kaup á endurskoðunarþjónustu Fjarðabyggðar

 

2.4.

1505094 - Bréf frá nemendum 6.bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar

 

2.5.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar

 

2.6.

- Vangreidd laun til hlutastarfandi sjúkraflutningamanna

 

2.7.

1505004F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 118

 

2.8.

1503191 - Umsóknum afnota af landi til að efla æðarvarp í landi Fjarðabyggðar

 

2.9.

1505006F - Menningar- og safnanefnd - 14

 

2.10.

1505058 - Ósk um heimild til breytingar á gjaldskrá safna

 

2.11.

1505003F - Hafnarstjórn - 150

 

 

 

3.

1505004F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 118

 

Til máls tók Eiður Ragnarsson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 11.maí 2015 samþykkt með 9 atkvæðum.

 

3.1.

1505043 - 715 Selhella(Mjóafjarðarvegur)- Byggingarleyfi - Breyta sjóhúsum í sumarhús og sólpallar

 

3.2.

1504194 - 730 Hraun 4 - byggingarleyfi - breyting á glugga

 

3.3.

1504162 - Endurnýjaður lóðarleigusamningur

 

3.4.

1411072 - Stækkun plans á Strandgötu 62 740 Neskaupstað

 

3.5.

1505063 - 740 Melagata 10 Byggingarleyfi - dyraskýli

 

3.6.

1505004 - 750 Skólavegur 16 - Byggingarleyfi - skipt um glugga og hurð

 

3.7.

1504123 - 755 Borgargerði 16 - Byggingarleyfi - bílskúr

 

3.8.

1504143 - Beiðni um umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags

 

3.9.

1502071 - Beiðni um upplýsingar og gögn vegna tveggja kærumála - Fjörður 1 í Mjóafirði

 

3.10.

1504197 - Umsókn um bogfimiæfingarsvæði við Leirubakka 9 og 11

 

3.11.

1503188 - Nordic Built Cities Challenge - Norræn skipulagssamkeppni.

 

3.12.

1504164 - Hrossabeit í landi Kollaleiru

 

3.13.

1504163 - 689. mál, til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2016,

 

3.14.

1505011 - 696. mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða leigjanda og leigusala),

 

3.15.

1505012 - 703. mál til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta

 

3.16.

1406056 - 735 Ofanflóðvarnir í Hlíðarendaá

 

3.17.

1504177 - Aukið fjármagn til viðhalds búnaðar og húsnæðis félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð

 

3.18.

1412001 - Drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald

 

3.19.

1504053 - Dúfur á Reyðarfirði

 

3.20.

1503029 - Vorbæklingur 2015

 

3.21.

1502096 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands árið 2015

 

3.22.

1504180 - Kynding og einangrun í Fjarðabyggðarhöllina

 

3.23.

1504182 - Líf í tómu húsin

 

3.24.

1501284 - Tjaldsvæði Fjarðabyggð 2015

 

3.25.

1505005F - Afgreiðslur byggingafulltrúa - 67

 

3.26.

1505055 - 755 Bankastræti 1 - Umsókn um stöðuleyfi - skrifstofugámur

 

3.27.

1504151 - Fjarðabraut 40b - Umsókn um stöðuleyfi- gámur

 

3.28.

1505001F - Landbúnaðarnefnd - 13

 

3.29.

1502072 - Kortlagning beitarsvæða í Fjarðabyggð

 

3.30.

1503191 - Umsóknum afnota af landi til að efla æðarvarp í landi Fjarðabyggðar

 

 

 

4.

1505003F - Hafnarstjórn - 150

 

Til máls tóku: Valdimar O Hermannsson, Páll Björgvin Guðmundsson.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 12. maí samþykkt með 9 atkvæðum.

 

4.1.

1505078 - Fyrirhuguð bygging frystigeymslu á Fáskrúðsfirði

 

4.2.

1501066 - Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2015

 

4.3.

1411091 - Umsókn um stöðuleyfi

 

4.4.

1504117 - Arctic Service Hub - Málþing 2.júní

 

4.5.

1309030 - Hafnarmál á Norðfirði - Dýpkun fiskihafnar

 

4.6.

1504134 - Hugmyndir íbúasamtaka Reyðarfjarðar um notkun Strandgötu 7 ; 730

 

4.7.

1504147 - Kvikmyndatökur Pegasus og notkun bygginga í Fjarðabyggð

 

4.8.

1503131 - Norðfjörður - Fylling og stálþil á þróunarsvæði

 

4.9.

1504173 - Ósk um lengingu á stálþili við Egersund á Eskifirði

 

4.10.

1505077 - Umsókn um afnot af landi

 

4.11.

1503148 - Aðstöðuhús við smábátahafnir

 

 

 

5.

1504015F - Fræðslunefnd - 15

 

Til máls tók Pálína Margeirsdóttir.
Fundargerð fræðsluefndar frá 28. apríl 2015 samþykkt með 9 atkvæðum.

 

5.1.

1504165 - Skóladgatöl 2015-2016

 

5.2.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar

 

5.3.

1411001 - Fjölskyldustefna Fjarðabyggðar

 

5.4.

1504167 - Börn án íslenskrar kennitölu og leikskólaþjónusta

 

5.5.

1504195 - Ósk um launalaust leyfi

 

 

 

6.

1505006F - Menningar- og safnanefnd - 14

 

Enginn tók til máls.
Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 13. maí samþykkt með 9 atkvæðum.

 

6.1.

1306017 - Menningarstefna

 

6.2.

1311012 - Bæjarhátíðir 2015

 

6.3.

1505058 - Ósk um heimild til breytingar á gjaldskrá safna

 

6.4.

1504181 - Endurvakning á 1. maí bíó í félagsheimilunum

 

 

 

7.

1501132 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2015

 

Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Valdimar O Hermannsson.
Fundargerðir félagsmálanefndar, nr. 69 frá 27. apríl samþykkt með 9 atkvæðum.

 

 

 

8.

1412001 - Drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald

 

Forseti bæjarstjórnar fylgdi samþykktunum úr hlaði sem eru teknar til fyrri umræðu.
Lögð fram drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald sem eigna-, skipulags- og umhvefisnefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa samþykktunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

 

 

 

9.

1505092 - Kaup á endurskoðunarþjónustu Fjarðabyggðar

 

Forseti bæjarstjórnar fylgdi samþykkt bæjarráðs um verðfyrirspurn um kaup á endurskoðendaþjónustu úr hlaði.
Framlagt minnisblað fjármálastjóra um tilhögun kaupa á endurskoðunarþjónustu Fjarðabyggðar og stofnana.
Bæjarráð hefur samþykkt að viðhafa verðfyrirspurn um kaup á endurskoðendaþjónustu og ráðningu löggilts endurskoðanda vegna rekstrarársins 2015 og til og með rekstrarársins 2019. Verðfyrirspurnin verði bundin við þau fyrirtæki sem hafa skrifstofu á endurskoðunarsviði starfandi innan Fjarðabyggðar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum samþykkt bæjarráðs um verðfyrirspurn.

 

 

 

10.

1505106 - Kosningaréttur kvenna - Tillaga Fjarðalistans á fundi bæjarstjórnar nr.179

 

Eydís Ásbjörnsdóttir fylgdi tillögu Fjarðalistans úr hlaði.
"Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna þann 19. júní 2015, leggja bæjarfulltrúar Fjarðalistans fram tillögu að eingöngu kvennbæjarfulltrúar og kvennvarabæjarfulltrúar sitji einn bæjarstjórnarfund Fjarðabyggðar á næstunni."
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu Fjarðalistans með 9 atkvæðum.
Forseti bæjarstjórnar leggur til að bæjarráði verði falið að vinna að undirbúningi fundarins.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 9 atkvæðum.

 

 

  

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00

Lesa meira

178. fundur bæjarstjórnar

30.4.2015

Bæjarstjórn - 178. fundur

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,
fimmtudaginn 30. apríl 2015 
og hófst hann kl. 16:00

 Fundinn sátu:
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar, Eiður Ragnarsson, Pálína Margeirsdóttir, Elvar Jónsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir, Valdimar O Hermannsson, Ragnar Sigurðsson, Sævar Guðjónsson, Gunnar Jónsson, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson.

Dagskrá:

1.

1504010F - Bæjarráð - 425

Fundargerðir bæjarráðs nr. 425 og nr. 426 teknar til afgreiðslu saman. Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Valdimar O Hermannsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Sævar Guðjónsson, Elvar Jónsson. Fundargerð bæjarráðs frá 20.apríl 2015, staðfest með 9 atkvæðum.

1.1.

1503049 - Rekstur málaflokka 2015 - TRÚNAÐARMÁL

1.2.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar

1.3.

1501284 - Tjaldsvæði Fjarðabyggð 2015

1.4.

1504130 - Valhöll Eskifirði - notkun á félagsheimilinu

1.5.

1504109 - Framkvæmdir við Strandgötu 73 Eskifirði

1.6.

1504134 - Hugmyndir íbúasamtaka Reyðarfjarðar um notkun Strandgötu 7 ; 730

1.7.

1504133 - Fjarskiptamál - Póstfang 730 Fjarðbyggð

1.8.

1502158 - Vinnuskóli 2015

1.9.

1406124 - Nefndaskipan Sjálfstæðisflokks 2014 - 2018

1.10.

1501235 - Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2015

1.11.

1504003F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 116

1.12.

1503191 - Umsóknum afnota af landi til að efla æðarvarp í landi Fjarðabyggðar

1.13.

1504009F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 11

 

2.

1504016F - Bæjarráð - 426

Fundargerðir bæjarráðs nr. 425 og nr. 426 teknar til afgreiðslu saman. Fundargerð bæjarráðs frá 27.apríl 2015 staðfest með 9 atkvæðum.

2.1.

1402073 - Nýr vefur Fjarðabyggðar opnaður

2.2.

1503202 - Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2014

2.3.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar

2.4.

1504161 - Álagður tekjuskattur við álagningu opinberra gjalda gjaldaárið 2014

2.5.

1504149 - 691. mál. Til umsagnar frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl (tímabundnar aflaheimildir)

2.6.

1504148 - 692. mál.Til umsagnar frumvarp til laga um veiðigjöld (veiðigjald 2015-2018),

2.7.

1408022 - 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015

2.8.

1504164 - Hrossabeit í landi Kollaleiru

2.9.

1504147 - Kvikmyndatökur Pegasus og notkun bygginga í Fjarðabyggð

2.10.

1504128 - Nýting forkaupsréttar á Strandgötu 1a, Eskifirði

2.11.

1406060 - Samningur um endurgjald vegna nýtingar jarðhita og mannvirkja

2.12.

1504143 - Beiðni um umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags

2.13.

1504117 - Arctic Service Hub - Málþing 2.júní

2.14.

1504075 - Ársfundarboð Norðurslóðanets Íslands 15. apríl 2015

2.15.

1502135 - Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2015

2.16.

1504012F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 117

2.17.

1504011F - Hafnarstjórn - 149

2.18.

1504013F - Menningar- og safnanefnd - 13

 

3.

1504003F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 116

Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 116 og nr. 117 teknar til afgreiðslu saman. Til máls tóku: Eiður Ragnarsson, Sævar Guðjónsson. Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 13. apríl 2015 staðfest með 9 atkvæðum.

3.1.

1504058 - 730 Heiðarvegur 37 - Byggingarleyfi - Spítalakampur

3.2.

1410010 - 740 Bakkabakki - umsókn um lóð utanum smáhýsi

3.3.

1410011 - Þinglýsing á eignarheimildum vegna fasteignar á Engihjalla 750

3.4.

1503214 - 740 Egilsbraut 23 - endurnýjun lóðarleigusamnings

3.5.

1504004 - 740 Skólavegur 12 - Byggingarleyfi - skilti

3.6.

1503196 - 750 Skólavegur 67 - byggingarleyfi - klæðning húss

3.7.

1503188 - Nordic Built Cities Challenge - Norræn skipulagssamkeppni.

3.8.

1502119 - Frágangur á efni úr Norðfjarðargöngum

3.9.

1306026 - 740 - Deiliskipulag Kirkjuból, hesthúsa og búfjársvæði

3.10.

1406056 - 735 Ofanflóðvarnir í Hlíðarendaá

3.11.

1501145 - Fundaskipulag ESU 2015

3.12.

1503141 - Innkaupareglur 2015 - endurskoðun

3.13.

1503191 - Umsóknum afnota af landi til að efla æðarvarp í landi Fjarðabyggðar

3.14.

1502158 - Vinnuskóli 2015

3.15.

1501284 - Tjaldsvæði Fjarðabyggð 2015

3.16.

1504002 - Úrskurður vegna gjaldskrár vegna sorphirðu og förgunar

3.17.

1504070 - Mat á trjágróðri sem fer forgörðum eða er fluttur til

3.18.

1504001 - Verkefni í umhverfismálum og veitum 2015

3.19.

1504006F - Afgreiðslur byggingafulltrúa - 65

3.20.

1503163 - 730 Búðareyri 21 - umsókn um stöðuleyfi

3.21.

1411091 - Umsókn um stöðuleyfi

3.22.

1503162 - Umsókn um stöðuleyfi á skipulögðu gámasvæði

 

4.

1504012F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 117

Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 116 og nr. 117 teknar til afgreiðslu saman. Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 20. apríl 2015 staðfest með 9 atkvæðum.

4.1.

1502041 - 735 - Deiliskipulag miðbæjar Eskifjarðar

4.2.

1405005 - 735 Eskifjarðasel - byggingarleyfi - Hesthús

4.3.

1504111 - 740 Hrafnmýri 4 - Byggingarleyfi - bílskúrsþak

4.4.

1504139 - 740 Strandgata 79 - Byggingarleyfi

4.5.

1402075 - 750 Búðavegur 35 - Byggingarleyfi - breyting á skrifsstofu- og verslunarhúsnæði í íbúð

4.6.

1504123 - 755 Borgargerði 16 - Byggingarleyfi - bílskúr

4.7.

1504109 - Framkvæmdir við Strandgötu 73 Eskifirði

4.8.

1504132 - Ósk Sesam um leyfi til að setja upp merkingar

4.9.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar

4.10.

1503141 - Innkaupareglur 2015 - endurskoðun

4.11.

1504128 - Nýting forkaupsréttar á Strandgötu 1a, Eskifirði

4.12.

1406060 - Samningur um endurgjald vegna nýtingar jarðhita og mannvirkja

4.13.

1407020 - Skipulag og staðsetning gáma til bráðabirgða á lóð Launafls

4.14.

1504142 - Verkefni eignasjóðs og Hrauns árið 2015

4.15.

1504001 - Verkefni í umhverfismálum og veitum 2015

4.16.

1504014F - Afgreiðslur byggingafulltrúa - 66

4.17.

1504116 - 730 Nesbraut 9 - Umsókn um stöðuleyfi

4.18.

1504140 - 735 Strandgata 32 - umsókn um stöðuleyfi

 

5.

1504011F - Hafnarstjórn - 149

Enginn tók til máls. Fundargerð hafnarstjórnar frá 21. apríl 2015 staðfest með 9 atkvæðum.

5.1.

1504137 - Aðalfundur Cruise Iceland haldinn í Reykjavík 8. maí 2015

5.2.

1403067 - Útboð - Safnahúsið í Neskaupstað

5.3.

1504069 - Skýrsla um "Skemmtiferðaskip við Ísland - úttekt á áhrifum"

5.4.

1411079 - Seatrade Miami 16-19 mars 2015

5.5.

1503141 - Innkaupareglur 2015 - endurskoðun

5.6.

1501221 - Umsókn um stöðuleyfi - starfsmannaaðstaða Eimskips

5.7.

1503165 - Norðfjörður - Fyrirspurn vegna foktjóns 14. mars 2015

5.8.

1503076 - Landtenging Mjóeyrarhöfn

5.9.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar

 

6.

1504013F - Menningar- og safnanefnd - 13

Enginn tók til máls. Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 22. apríl 2015 staðfest með 9 atkvæðum.

6.1.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar

6.2.

1503141 - Innkaupareglur 2015 - endurskoðun

6.3.

1504130 - Valhöll Eskifirði - notkun á félagsheimilinu

6.4.

1501070 - Menningarstyrkir menningar- og safnanefndar 2015

6.5.

1504160 - Beiðni um ársleyfi frá störfum

 

7.

1504009F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 11

Enginn tók til máls. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 16. apríl 2015 staðfest með 9 atkvæðum.

7.1.

1503141 - Innkaupareglur 2015 - endurskoðun

7.2.

1503147 - Breyttur opnunartími í íþróttamiðstöð Reyðarfjarðar á laugardögum

7.3.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar

7.4.

1504106 - Fréttir af málaflokknum

 

8.

1503202 - Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2014

Síðari umræða um ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana. Forseti bæjarstjórnar fylgdi ársreikningnum úr hlaði til síðari umræðu. Til máls tók: Valdimar O Hermannsson. Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2014 og áritar ársreikninginn.

 

9.

1504149 - 691. mál. Til umsagnar frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl (tímabundnar aflaheimildir)

Forseti bæjarstjórnar fylgdi málinu úr hlaði. Til umsagnar frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl. Lög þessi gilda um stjórn veiða íslenskra fiskiskipa á Norðaustur-Atlantshafsmakrílstofninum hvort sem veiðarnar eru stundaðar innan eða utan íslenskrar fiskveiðilandhelgi. Bæjarstjóri gerði grein fyrir drögum að umsögn. Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum umsögnina sem er sameiginleg fyrir dagskrárliði 9 og 10. Fjarðabyggð vísar til fyrri umsagna um frumvörp til laga um veiðigjöld. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur miklar áhyggjur af því að fyrirhuguð veiðigjöld muni hafa veruleg áhrif á fjárfestingar og framkvæmdir á vegum greinarinnar í sveitarfélaginu, ásamt tilflutningi á störfum milli landsvæða. Í frumvarpinu er sérstaklega bent á þetta sem ókost frumvarpsins þ.e. að ”veiðigjöld geti takmarkað olbogarými til fjárfestinga og framkvæmda sem getur haft nokkur neikvæð áhrif til lengri tíma litið”. Þá tekur sveitarfélagið undir kröfu samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og ákveðin vonbrigði að ekki er gert ráð fyrir hlutdeild sveitarfélaga í þeim tekjum sem koma til ríkisins vegna þessa sérstaka gjalds. Mikilvægt er að sveitarfélagið hafi aukin framlög af innheimtu veiðigjalda m.a. til mótvægisaðgerða til að minnka áhrif lagabreytinga og hagræðingarkrafna í sjávarútvegi á búsetu í sjávarbyggðum m.a. vegna álagningar veiðigjaldsins. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hvetur núverandi stjórnvöld til aukins samráðs við sveitarfélög og fyrirtæki áður en frumvarp sem þetta er lagt fram. Varðandi mál 691, frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl (tímabundnar aflaheimildir) hvetur sveitarfélagið til þess að við gerð frumvarpsins séu höfð til hliðsjónar þau sjónarmið um að sem mest verðmæti verði til í greininni.

 

10.

1504148 - 692. mál.Til umsagnar frumvarp til laga um veiðigjöld (veiðigjald 2015-2018)

Forseti bæjarstjórnar fylgdi málinu úr hlaði. Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjöld, nr. 74/2012 (veiðigjald 2015 - 2018). Bæjarstjóri gerði grein fyrir drögum að umsögn. Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum umsögnina sem er sameiginleg fyrir dagskrárliði 9 og 10. Fjarðabyggð vísar til fyrri umsagna um frumvörp til laga um veiðigjöld. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur miklar áhyggjur af því að fyrirhuguð veiðigjöld muni hafa veruleg áhrif á fjárfestingar og framkvæmdir á vegum greinarinnar í sveitarfélaginu, ásamt tilflutningi á störfum milli landsvæða. Í frumvarpinu er sérstaklega bent á þetta sem ókost frumvarpsins þ.e. að ”veiðigjöld geti takmarkað olbogarými til fjárfestinga og framkvæmda sem getur haft nokkur neikvæð áhrif til lengri tíma litið”. Þá tekur sveitarfélagið undir kröfu samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og ákveðin vonbrigði að ekki er gert ráð fyrir hlutdeild sveitarfélaga í þeim tekjum sem koma til ríkisins vegna þessa sérstaka gjalds. Mikilvægt er að sveitarfélagið hafi aukin framlög af innheimtu veiðigjalda m.a. til mótvægisaðgerða til að minnka áhrif lagabreytinga og hagræðingarkrafna í sjávarútvegi á búsetu í sjávarbyggðum m.a. vegna álagningar veiðigjaldsins. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hvetur núverandi stjórnvöld til aukins samráðs við sveitarfélög og fyrirtæki áður en frumvarp sem þetta er lagt fram. Varðandi mál 691, frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl (tímabundnar aflaheimildir) hvetur sveitarfélagið til þess að við gerð frumvarpsins séu höfð til hliðsjónar þau sjónarmið um að sem mest verðmæti verði til í greininni.

Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu um breytingu á fundadagskrá bæjarstjórnar.

Bæjarstjórnarfundur 7. maí fellur niður, fundur bæjarstjórnar 21. maí haldi sér og boðað yrði til aukafundar þann 28. maí n.k.

Bæjarstjórn samþykkti tillöguna samhljóða.

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25

Lesa meira

177. fundur bæjarstjórnar

15.4.2015

Bæjarstjórn - 177. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, miðvikudaginn 15. apríl 2015 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar, Eiður Ragnarsson, Pálína Margeirsdóttir, Eydís Ásbjörnsdóttir, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir, Einar Már Sigurðarson, Valdimar O Hermannsson, Sævar Guðjónsson, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Gunnar Jónsson, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Gunnar Jónsson.

Forseti bæjarstjórnar leitaði afbrigða frá boðaðri dagskrá að teknar yrðu á dagskrá fundar fundargerðir fræðslunefndar frá 14. apríl s.l. og bæjarráðs frá 15. apríl s.l.

Samþykkti fundurinn það samhljóða

Þá kynnti forseti bæjarstjórnar að í lok fundar bæjarstjórnar yrði opnaður nýr vefur fyrir ferðamenn, "visitfjardabyggd.is"

Dagskrá:

1.

1503202 - Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2014

Fyrri umræða um ársreikning fyrir Fjarðabyggð og stofnanir. Þennan dagskrárlið sátu jafnframt fjármálastjóri og Sigurjón Arnarson endurskoðandi sveitarfélagsins. Bæjarstjóri fylgdi ársreikningi úr hlaði með greinargerð og skýringum. Til máls tóku: Valdimar O Hermannsson, Jón Björn Hákonarson. Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa ársreikningi Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2014 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

 

2.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar

Skýrslur vegna verkefnisins Fjarðabyggð til framtíðar, lagðar fram til umfjöllunar. Bæjarstjóri fylgdi skýrslunum úr hlaði. Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Einar Már Sigurðarson, Valdimar O Hermannsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sævar Guðjónsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Eiður Ragnarsson, Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa skýrslunum til umfjöllunar nefnda sveitarfélagsins og felur bæjarráði að vinni að útfærslu á endanlegum tillögum sem lagðar verði fyrir bæjarstjórn í maí og júní nk.

 

3.

1504004F - Bæjarráð - 423

Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman. Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Einar Már Sigurðarson. Fundargerð bæjarráðs frá 13. apríl staðfest með 9 atkvæðum.

3.1.

1503202 - Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2014

Staðfest af bæjarstjórn

 

3.2.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar

Staðfest af bæjarstjórn

 

3.3.

1503185 - Samningar um fjármögnunarleigu búnaðar 2015

Staðfest af bæjarstjórn

 

3.4.

1504003 - Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands - mánudaginn 20. apríl kl. 14

Staðfest af bæjarstjórn

 

3.5.

1504053 - Dúfur á Reyðarfirði

Staðfest af bæjarstjórn

 

3.6.

1504062 - Umhirðar nýrrar lóðar Hulduhlíðar

Staðfest af bæjarstjórn

 

3.7.

1504054 - Könnun á svæðasamvinnu sveitarfélaga - athugasemdir sveitarfélaga á Austurlandi

Staðfest af bæjarstjórn

 

3.8.

1210150 - Reglur Fjarðabyggðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

Staðfest af bæjarstjórn

 

3.9.

1504063 - 60 ára afmæli Björgvunarsveitarinnar

Staðfest af bæjarstjórn

 

3.10.

1504017 - Sumarstörf námsmanna - samstarf við Vinnumálastofnun 2015

Staðfest af bæjarstjórn

 

3.11.

1407020 - Skipulag og staðsetning gáma til bráðabirgða á lóð Launafls

Staðfest af bæjarstjórn

 

3.12.

1504057 - Brautskráning frá VA - afnot af íþróttarhúsi

Staðfest af bæjarstjórn

 

3.13.

1504056 - Styrkumsókn vegna uppsetningar Hljóðkerfaleigunnar á Jólafrið 2015

Staðfest af bæjarstjórn

 

3.14.

1504055 - Styrkumsókn vegna uppsetningar Hljóðkerfaleigunnar á Rokkveislu 2015

Staðfest af bæjarstjórn

 

3.15.

1503200 - Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs 29.apríl 2015

Staðfest af bæjarstjórn

 

3.16.

1502001 - Stjórnarfundir StarfA 2015

Staðfest af bæjarstjórn

 

3.17.

1504075 - Ársfundarboð Norðurslóðanets Íslands 15. apríl 2015

Staðfest af bæjarstjórn

 

3.18.

1412061 - Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð

Staðfest af bæjarstjórn

 

3.19.

1501132 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2015

Staðfest af bæjarstjórn

 

3.20.

1503016F - Hafnarstjórn - 148

Staðfest af bæjarstjórn

 

 

4.

1504008F - Bæjarráð - 424

Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman. Fundargerð bæjarráðs frá 15. apríl staðfest með 9 atkvæðum.

4.1.

1503202 - Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2014

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

5.

1503016F - Hafnarstjórn - 148

Enginn tók til máls. Fundargerð hafnarstjórnar frá 31. mars staðfest með 9 atkvæðum.

5.1.

1501066 - Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2015

Staðfest af bæjarstjórn.

 

5.2.

1503148 - Aðstöðuhús við smábátahafnir

Staðfest af bæjarstjórn.

 

5.3.

1503176 - Beiðni um leyfi ti að fá að setja skilti um friðlýsingu vegna æðarvarps við smábátahafnir á Reyðarfirði og Eskifirði.

Staðfest af bæjarstjórn.

 

5.4.

1503129 - Grjótvarnir við Nesgötu 4 Norðfirði

Staðfest af bæjarstjórn.

 

5.5.

1503141 - Innkaupareglur 2015 - endurskoðun

Staðfest af bæjarstjórn.

 

5.6.

1503158 - Lóa og lagfæring á upptökustað

Staðfest af bæjarstjórn.

 

5.7.

1503131 - Norðfjörður - Fylling og stálþil á þróunarsvæði

Staðfest af bæjarstjórn.

 

5.8.

1503165 - Norðfjörður - Fyrirspurn vegna foktjóns 14. mars 2015

Staðfest af bæjarstjórn.

 

5.9.

1503183 - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Naust 1 og umhverfisskýrsla send umsagnaraðilum til umsagnar fyrir auglýsingu

Staðfest af bæjarstjórn.

 

5.10.

1503173 - Frágangur vegna fisk- og kræklingaeldis

Staðfest af bæjarstjórn.

 

5.11.

1412034 - Norðfjörður - umhverfisfrágangur við smábátahöfn

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

6.

1501132 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2015

Fundargerð félagsmálanefndar frá 7. apríl til afgreiðslu. Enginn tók til máls. Fundargerð staðfest með 9 atkvæðum af bæjarstjórn.

 

7.

1504005F - Fræðslunefnd - 14

Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Pálína Margeirsdóttir, Eydís Ásbjörnsdóttir. Fundargerð fræðslunefndar frá 14. apríl s.l. staðfest með 9 atkvæðum af bæjarstjórn.

7.1.

1503141 - Innkaupareglur 2015 - endurskoðun

Staðfest af bæjarstjórn.

 

7.2.

1503066 - Sundkennsla í Grunnskóla Eskifjarðar

Staðfest af bæjarstjórn.

 

7.3.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar

Staðfest af bæjarstjórn.

 

7.4.

1504064 - Kennslutímamagn grunnskóla 2015-2016

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

8.

1210150 - Reglur Fjarðabyggðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

Forseti bæjarstjórnar fylgdi reglunum úr hlaði. Endurnýjaðar reglur um verkfæra- og tækjakaup fatlaðs fólks til umræðu og staðfestingar í bæjarstjórn. Félagsmálanefnd samþykkti framlagðar breytingar á fundi þann 7. apríl sl. Enginn tók til máls. Bæjarstjórn staðfestir reglurnar með 9 atkvæðum.

 

9.

1412061 - Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð

Forseti fylgdi málinu úr hlaði. Félagsmálanefnd hefur óskað eftir við bæjarstjórn, að farið verði í formlegar viðræður við Velferðarráðuneytið um málefni heimahjúkrunar og hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð. Enginn tók til máls. Bæjarstjórn samþykkir tillögur félagsmálanefndar með 9 atkvæðum.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.

Lesa meira

176. fundur bæjarstjórnar

9.4.2015

Bæjarstjórn - 176. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, fimmtudaginn 9. apríl 2015 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:

Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar, Eiður Ragnarsson, Pálína Margeirsdóttir, Elvar Jónsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Einar Már Sigurðarson, Jens Garðar Helgason, Valdimar O Hermannsson, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Gunnar Jónsson, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Gunnar Jónsson.

Dagskrá: 

1.

1503010F - Bæjarráð - 421

 

Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jens Garðar Helgason, Páll Björgvin Guðmundsson, Valdimar O Hermannsson, Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 23. mars samþykkt með 9 atkvæðum.

 

1.1.

1503141 - Innkaupareglur 2015 - endurskoðun

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

1.2.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

1.3.

1502088 - Samningur við björgunarsveitirnar í Fjarðabyggð 2015

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

1.4.

1503037 - 740 Naustahvammur 54 - Forkaupsréttur

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

1.5.

1502167 - 735 Strandgata 92 - Forkaupsréttur

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

1.6.

1503157 - Staða Tónlistarmiðstövar Austurlands

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

1.7.

1503121 - Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

1.8.

1503070 - Handverk og hönnun - vinnustofa 2015

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

1.9.

1503100 - Frakkar á Íslandsmiðum

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

1.10.

1501271 - Fundargerðir stjórnar SSA 2015

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

1.11.

1503166 - Samningur um sjúkraflutninga 2015

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

1.12.

1503159 - Tilnefningar vegna stjórnarkjörs hjá Austurbrú ses.

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

   

2.

1503015F - Bæjarráð - 422

 

Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 31. mars staðfest með 9 atkvæðum.

 

2.1.

1503202 - Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2014 TRÚNAÐARMÁL

   

Staðfest af bæjarstjórn

 

 

2.2.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar

   

Staðfest af bæjarstjórn

 

 

2.3.

1503187 - Málefni aldraðra í Neskaupstað

   

Staðfest af bæjarstjórn

 

 

2.4.

1407020 - Skipulag og staðsetning gáma til bráðabirgða á lóð Launafls

   

Staðfest af bæjarstjórn

 

 

2.5.

1111011 - Steinhleðsla utan um ytri kirkjugarð Reyðarfjarðar

   

Staðfest af bæjarstjórn

 

 

2.6.

1503193 - Styrktarbeiðni vegna landsliðsferðar til Ítalíu

   

Staðfest af bæjarstjórn

 

 

2.7.

1503191 - Umsóknum afnota af landi til að efla æðarvarp í landi Fjarðabyggðar

   

Staðfest af bæjarstjórn

 

 

2.8.

1503108 - Beiðni um lækkun fasteignagjalda - Tunguholt;750

   

Staðfest af bæjarstjórn

 

 

2.9.

1503188 - Nordic Built Cities Challenge - Norræn skipulagssamkeppni.

   

Staðfest af bæjarstjórn

 

 

2.10.

1503208 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2015

   

Staðfest af bæjarstjórn

 

 

2.11.

1503211 - Aðalfundarboð Sparisjóðs Norðfjarðar 14.apríl 2015

   

Staðfest af bæjarstjórn

 

 

2.12.

1501273 - Fundargerðir barnaverndarnefndar 2015

   

Staðfest af bæjarstjórn

 

 

2.13.

1503011F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 114

   

Staðfest af bæjarstjórn

 

 

2.14.

1503013F - Menningar- og safnanefnd - 12

   

Staðfest af bæjarstjórn

 

 

2.15.

1503014F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 115

   

Staðfest af bæjarstjórn

 

 

   

3.

1503011F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 114

 

Fundargerðir eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Eiður Ragnarsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Jens Garðar Helgason.
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 23. mars staðfest með 9 atkvæðum.

 

3.1.

1412009 - Girðing á athafnasvæð Samskipa við Hafnargötu 5, Reyðarfirði.

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

3.2.

1503167 - 740 Hafnarbraut 15 - stækkun á lóð

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

3.3.

1412067 - 740 Blómsturvellir 1a - umsókn um nýjan lóðaleigusamning

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

3.4.

1503095 - 740 Bómsturvellir 1 - Ósk um endurnýjun á lóðaleigusamningi

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

3.5.

1503055 - Íþróttavöllurinn í Neskaupstað og aðstaða

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

3.6.

1412001 - Drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

3.7.

1503046 - Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar 2015

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

3.8.

1503133 - 166.mál til umsagnar tillaga til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

3.9.

1111011 - Steinhleðsla utan um ytri kirkjugarð Reyðarfjarðar

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

3.10.

1304095 - Almenningssamgöngur - samningar 2014

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

   

4.

1503014F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 115

 

Fundargerðir eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 27. mars staðfest með 9 atkvæðum.

 

4.1.

1411134 - 740 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027, breyting á þéttbýlisuppdrætti fyrir Norðfjörð vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

4.2.

1502131 - 740 Breyting á deiliskipulagi Naust 1 vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

   

5.

1503013F - Menningar- og safnanefnd - 12

 

Enginn tók til máls.
Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 26. mars staðfest með 9 atkvæðum.

 

5.1.

1401236 - Norðurljósasetur

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

5.2.

1411150 - Málefni menningarmiðstöðva 2014

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

5.3.

1503001 - Fundargerð frá fundi menningarmiðstöðva og Austurbrúar

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

5.4.

1503157 - Staða Tónlistarmiðstövar Austurlands

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

5.5.

1408126 - Fransmenn á Íslandi - hugmyndasamkeppni

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

5.6.

1503100 - Frakkar á Íslandsmiðum

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

5.7.

1503078 - Frönsk-íslensk menningarhátíð

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

5.8.

1501244 - Aðalfundur Sjóminjasafns Austurlands

   

Staðfest af bæjarstjórn.

 

 

   

6.

1501273 - Fundargerðir barnaverndarnefndar 2015

 

Fundargerð barnaverndarnefndar frá 24. mars s.l. tekin til afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerð barnaverndarnefndar staðfest með 9 atkvæðum.

 

   

7.

1411134 - 740 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027, breyting á þéttbýlisuppdrætti fyrir Norðfjörð vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn

 

Forseti bæjarstjórnar fylgdi aðalskipulagstillögunni úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, þéttbýlisuppdráttur fyrir Norðfjörð, vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn. Tillagan er sett fram á uppdrætti, greinargerð og umhverfisskýrslu dags. 23. febrúar 2015. Tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga.

 

   

8.

1502131 - 740 Breyting á deiliskipulagi Naust 1 vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn

 

Forseti bæjarstjórnar fylgdi deiliskipulagstillögunni úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naust 1, Norðfjarðarhöfn og nágrenni. Tillagan er sett fram á uppdrætti, greinargerð og umhverfisskýrslu, dags. 23. febrúar 2015 og felur meðal annars í sér landfyllingu með nýjum lóðum fyrir hafnsækna starfsemi. Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.

 

   

Aukafundur bæjarstjórnar.

Tillaga forseta bæjarstjórnar um að aukafundur bæjarstjórnar verði haldinn miðvikudaginn 15.apríl n.k. sbr. tillögu bæjarráðs frá 422. fundi.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að aukafundur verði haldinn í bæjarstjórn 15. apríl n.k. þar sem ársreikningur fyrir Fjarðabyggð og stofnanir verður tekinn til fyrri umræðu.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu forseta með 9 atkvæðum.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45

Lesa meira

175. fundur bæjarstjórnar

20.3.2015

Bæjarstjórn - 175. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, fimmtudaginn 19. mars 2015 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar, Eiður Ragnarsson, Pálína Margeirsdóttir, Elvar Jónsson, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir, Einar Már Sigurðarson, Valdimar O Hermannsson, Ragnar Sigurðsson, Dýrunn Pála Skaftadóttir og Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson.

Dagskrá:

 

1.

1503006F - Bæjarráð - 419

 

Fundargerðir bæjarráðs nr. 419 og 420 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Páll Björgvin Guðmundsson, Valdimar O. Hermannsson, Elvar Jónsson og Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 419 frá 9.mars 2015, samþykkt með 9 atkvæðum.

 

1.1.

1503049 - Rekstur málaflokka 2015 - TRÚNAÐARMÁL

 

1.2.

1503051 - Ferðasýning í Fjarðabyggðarhöllinn

 

1.3.

1411133 - Verkefnahópur um málefni Stöðvarfjarðar

 

1.4.

1503037 - 740 Naustahvammur 54 - Forkaupsréttur

 

1.5.

1503034 - Færeyskt trúboðaskip í Fjarðabyggð 6. - 10.maí

 

1.6.

1503033 - Sjóvarnir við Eyrargötu 9-11 í Neskaupstað

 

1.7.

1503038 - Styrkbeiðni - Legó hönnunarkeppni í St. Louis Missouri

 

1.8.

1503055 - Íþróttavöllurinn í Neskaupstað og aðstaða

 

1.9.

1503053 - Ársfundur Menningarráðs Austurlands 2015

 

1.10.

1409120 - Umferðaröryggi

 

1.11.

1501235 - Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2015

 

1.12.

1502053 - Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2015

 

1.13.

1501271 - Fundargerðir stjórnar SSA 2015

 

1.14.

1503054 - 338. mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar

 

1.15.

1502018F - Menningar- og safnanefnd - 11

 

   

2.

1503008F - Bæjarráð - 420

 

Fundargerðir bæjarráðs nr. 419 og 420 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Páll Björgvin Guðmundsson, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, Valdimar O. Hermannsson, Elvar Jónsson, Einar Már Sigurðarson og Ragnar Sigurðsson.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 420 frá 16.mars 2015, samþykkt með 9 atkvæðum.

 

2.1.

1101028 - Endurgreiðsla á VSK fyrir Hitaveitu Fjarðabyggðar

 

2.2.

1412029 - Meistarabréf og mat á persónustigum

 

2.3.

1212016 - Ferðaþjónustuklasi

 

2.4.

1411133 - Verkefnahópur um málefni Stöðvarfjarðar

 

2.5.

1210103 - Þjónusta við olíuleit á Drekasvæði - kynningarmál

 

2.6.

1503067 - Netnotkun nemanda í grunnskólum

 

2.7.

1503038 - Styrkbeiðni - Legó hönnunarkeppni í St. Louis Missouri

 

2.8.

1502138 - Beiðni frá Sóma, starfsmannafélagi Alcoa, um afslætti í sund og rækt

 

2.9.

1503082 - Samkomulag um eignatilfærslu leikskólans í Neskaupstað

 

2.10.

1503080 - Kaupvangur - beiðni um styrk 2015 vegna endurgerðar hússins

 

2.11.

1503043 - Umsókn um styrk til greiðslu á fasteignaskatti

 

2.12.

1502167 - 735 Strandgata 92 - Forkaupsréttur

 

2.13.

1503046 - Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar 2015

 

2.14.

1501209 - Refa- og minkaveiði fyrirkomulag 2015

 

2.15.

1405101 - Fráveita á Norðfirði - Stofnlögn og útrás

 

2.16.

1402081 - Bygging leikskóla á Neseyri

 

2.17.

1501175 - Almenningssamgöngur 2015

 

2.18.

1401224 - Starfsmannamál

 

2.19.

1501264 - Landsþing sambandsins 17. apríl

 

2.20.

1502005 - Leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar

 

2.21.

1311034 - Niðurstöður úr Skólavoginni

 

2.22.

1501132 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2015

 

2.23.

1503005F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 113

 

2.24.

1503002F - Fræðslunefnd - 13

 

2.25.

1503003F - Hafnarstjórn - 147

 

2.26.

1503007F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 10

 

   

3.

1503005F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 113

 

Til máls tóku Eiður Ragnarsson, Jón Björn Hákonarson og Páll Björgvin Guðmundsson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 113 frá 9.mars 2015, samþykkt með 9 atkvæðum.

 

3.1.

1503014 - 730 Fagradalsbraut 2-4, umsókn um stækkun lóðar

 

3.2.

1502136 - Umsókn um lóð undir frístundarhús

 

3.3.

1502155 - 730 Hafnargata 2 - Byggingarleyfi - Flóttastigi

 

3.4.

1503027 - 730 Hæðargerði 1d - byggingarleyfi

 

3.5.

1502167 - 735 Strandgata 92 - Forkaupsréttur

 

3.6.

1503050 - 740 Hafnarbraut 15 - Byggingarleyfi - byggja við og breyta húsnæði

 

3.7.

1502133 - Ósk um að forkaupsréttur á Mýrargötu 2 verði ekki nýttur

 

3.8.

1503002 - 740 Mýrargata 2 - endurnýjaður leigusamningur

 

3.9.

1503008 - 740 Þiljuvellir 21 - byggingarleyfi - varmadæla

 

3.10.

1501267 - 750 Búðavegur 60 - Byggingarleyfi, endurnýjun olíutanka

 

3.11.

1211164 - 755 - Deiliskipulag Óseyrar, Stöðvarfirði

 

3.12.

1502119 - Frágangur á efni úr Norðfjarðargöngum

 

3.13.

1503036 - Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 - endurskoðun

 

3.14.

1409029 - Ályktun Sambands ungra bænda um varðveislu landbúnaðarlands

 

3.15.

1501175 - Almenningssamgöngur 2015

 

3.16.

1503046 - Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar 2015

 

3.17.

1503004 - 503.mál til umsagnar frumvarp til laga um farmflutninga á landi (aukið eftirlit, starfsleyfi o.fl., EES-reglur)

 

3.18.

1503005 - 504.mál til umsagnar frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni (heildarlög, EES-reglur)

 

3.19.

1501209 - Refa- og minkaveiði fyrirkomulag 2015

 

3.20.

1502145 - Samgönguáætlun 2015-2026

 

3.21.

1501213 - Aðalfundur Samorku 20.febrúar 2015

 

3.22.

1503045 - Viðbragðsáætlun fyrir Fáskrúðsfjaðargöng

 

3.23.

1503007 - Vöktun Náttúrustofu Austurlands 2014 og tillag um veiðikvóta og ágangssvæði 2015

 

3.24.

1502011F - Landbúnaðarnefnd - 12

 

3.25.

1409029 - Ályktun Sambands ungra bænda um varðveislu landbúnaðarlands

 

3.26.

1502072 - Kortlagning beitarsvæða í Fjarðabyggð

 

3.27.

1501209 - Refa- og minkaveiði fyrirkomulag 2015

 

3.28.

1410109 - Skil á skýrslum um refa- og minkaveiðar á veiðiárinu 2013/2014

 

3.29.

1409167 - Ósk um beitiland við Hvalnes

 

3.30.

1502122 - Ósk um beitiland í Fáskrúðsfirði

 

3.31.

1502099 - Ósk um svæði til haustbeitar búfénaðar og túns til sláttar í Reyðarfirði

 

3.32.

1503052 - Áfangastaðurinn Austurland - kynning

 

3.33.

1402081 - Bygging leikskóla á Neseyri

 

   

4.

1503003F - Hafnarstjórn - 147

 

Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 147 frá 10.mars 2015, samþykkt með 9 atkvæðum.

 

4.1.

1005131 - Undirbúningsvinna vegna komu skemmtiferðaskipa

 

4.2.

1405045 - Björgunarvesti - styrkbeiðni

 

4.3.

1502168 - Umsókn um undanþágur frá lóðsskyldu

 

4.4.

1503033 - Sjóvarnir við Eyrargötu 9-11 í Neskaupstað

 

4.5.

1502149 - Fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018 - Umsóknir vegna verkefna í hafnargerð og sjóvörnum.

 

   

5.

1503002F - Fræðslunefnd - 13

 

Til máls tók Pálína Margeirsdóttir.
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 13 frá 10.mars 2015, samþykkt með 9 atkvæðum.

 

5.1.

1502120 - Auka aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 6.mars 2015

 

5.2.

1502116 - Styrktarsjóður EBÍ 2015

 

5.3.

1502082 - Beiðni um styrk - nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda - 2015

 

5.4.

1311034 - Niðurstöður úr Skólavoginni

 

   

6.

1502018F - Menningar- og safnanefnd - 11

 

Til máls tók Dýrunn Pála Skaftadóttir.
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 11 frá 3.mars 2015, samþykkt með 9 atkvæðum.

 

6.1.

1501070 - Menningarstyrkir menningar- og safnanefndar 2015

 

   

7.

1503007F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 10

 

Enginn tók til máls.  Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 10 frá 12.mars 2015, samþykkt með 9 atkvæðum.

 

7.1.

1502012 - Úthlutun íþróttastyrkja 2015

 

7.2.

1502138 - Beiðni frá Sóma, starfsmannafélagi Alcoa, um afslætti í sund og rækt

 

7.3.

1503055 - Íþróttavöllurinn í Neskaupstað og aðstaða

 

   

8.

1501132 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2015

 

Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 67 frá 9.mars 2015, samþykkt með 9 atkvæðum.

 

   

9.

1211164 - 755 - Deiliskipulag Óseyrar, Stöðvarfirði

 

Forseti bæjarstjórnar fylgdi deiliskipulaginu úr hlaði.
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, deiliskipulag Óseyrar í Stöðvarfirði, skipulagsuppdráttur með greinargerð, dags. 15. október 2013 br. 15. apríl 2015.
Bæjarstjórn telur að deiliskipulagið samræmist kafla 5.4, landbúnaður, í aðalskipulagi.
Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulag Óseyrar á Stöðvarfirði með 9 atkvæðum.

 

   

10.

1503036 - Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 - endurskoðun

 

Forseti bæjarstjórnar fylgdi málinu úr hlaði. "Þegar að loknum sveitarstjórnarkosningum metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Skal sú ákvörðun m.a. taka mið af því hvort landsskipulagsstefna kalli á endurskoðun aðalskipulagsins. Um málsmeðferð á endurskoðaðri áætlun fer sem um gerð nýs aðalskipulags sé að ræða. Ef niðurstaða sveitarstjórnar er að aðalskipulagið þarfnist ekki endurskoðunar heldur það gildi sínu. Skal ákvörðun sveitarstjórnar að jafnaði liggja fyrir innan tólf mánaða frá sveitarstjórnarkosningum og skal niðurstaðan tilkynnt Skipulagsstofnun jafnskjótt og hún liggur fyrir.
Úr 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 - Endurskoðun aðalskipulags.
Á fundi eigna- skipulags- og umhverfisnefndarar 9.mars 2015 samþykkti nefndin að ekki væri þörf á endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007 til 2027.
Til máls tók Einar Már Sigurðarson.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að ekki sé þörf á heildar endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar á þessu kjörtímabili.

 

   

11.

1411133 - Verkefnahópur um málefni Stöðvarfjarðar

 

Forseti bæjarstjórnar fylgdi skýrslu verkefnahóps um þróunarverkefni á Stöðvarfirði úr hlaði. Umfjöllun um þróunarverkefni í atvinnumálum á Stöðvarfirði og skýrslu verkefnahóps. Framlögð tillaga bæjarstjóra og verkefnastjóra atvinnumála um framhald verkefnisins og fjármagn til þess. Bæjarráð hefur rætt málið og samþykkt að veita til verkefnisins 5,5 milljónum kr. aukalega. Stöðvarfjörður þjóni sem anddyri sveitarfélagsins í suðri og verkefni taki meðal annars mið af því. Stofnað verði til 3ja mánaða verkefnis upplýsingamála í 50 % starfshlutfalli og bætt verði upplýsingaskilti fyrir sveitarfélagið allt. Sköpunarmiðstöðin fær sérstakan styrk til atvinnusköpunar ásamt fleiri verkefnum. Í áætlun hafnarsjóðs er gert ráð fyrir 15 millj. kr. til aðstöðusköpunar fyrir sæfarendur.
Heildarframlag til verkefnisins frá sveitarfélagi og ríki nemur því alls um 26 millj. kr. Til máls tóku Elvar Jónsson og Valdimar O. Hermannsson.
Bæjarstjórn samþykkir skýrslu verkefnahóps og tillögur með 9 atkvæðum.

 

   

12.

1503123 - Fjárhagsáætlun 2015 - viðauki 2

 

Bæjarstjóri fylgdi úr hlaði viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2015. Um er að ræða viðauka vegna þriggja mála; 1. rekstrarkostnaður almenningssamgangna 3,3 m. - sjá fundargerð bæjarráð nr. 418, mál 1403143, 2. þróunarverkefni í atvinnumálum á Stöðvarfirði 5,5 m. - sjá fundargerð bæjarráðs nr. 420, mál 1411133 og 3. refa- og minkaveiðar 2015 1,5 m. - sjá fundargerð bæjarráðs nr. 420, mál 1501209. Alls er um að ræða lækkun á handbæru fé aðalsjóðs um kr. 10.300.000 og verður það því kr. 410.087.000 í árslok 2015.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 2 með 9 atkvæðum.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:01.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira

Páll Björgvin Guðmundsson lrBæjarstjóri Fjarðabyggðar

Páll Björgvin Guðmundsson er bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Skiptiborð sér um bókanir á viðtalstímum og eru þeir sem óska eftir fundi með bæjarstjóra beðnir um að hafa samband í síma 470 9000. Einnig má senda tölvupóst á fjardabyggd@fjardabygg.is.

Bæjarstjórnarfundur 28. maí 2015

25.5.2015

Bæjarstjórnarfundur verður haldinn fimmtudaginn 28. maí 2015 á bæjarskrifstofunni Reyðarfirði. Fundurinn hefst kl. 16:00. Nánari upplýsingar um dagskrá fundar eru í síma 470 - 9000.

Lesa meira

List án Landamæra í Fjarðabyggð

13.5.2015

Opnunarhátíð Listar án Landamæra í Fjarðabyggð, verður fimmtudaginn 14. maí kl. 14:00, í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Eskifirði.

Samsýning leik - og grunnskóla í Fjarðabyggð.

Tónlistaratriði.

Uppistand með Bergvini Oddssyni (Begga blinda)

Kaffisala til styrktar Lego-keppendum í 8. bekk Grunnskólans á Reyðarfirði.

Kynnir er Davíð Þór Jónsson - Sjáumst!

Lesa meira

Viðtalstími bæjarfulltrúa í Neskaupstað 26. maí

12.5.2015

Bæjarfulltrúar verða með viðtalstíma á bókasafninu í Neskaupstað þriðjudaginn 26. maí kl. 17:00 - 18:00.  Einnig verður hægt að hringja í síma.

Viðtalstími í júní verður á bókasafninu á Stöðvarfirði fimmtudaginn 26.júni.

Stefnt er á þessum ári að reglubundnum viðtalstímum bæjarfulltrúa í einum af bæjarkjörnum Fjarðabyggðar í lok hvers mánaðar, eða 26. maí, 25. júní, 30. júli, 27. ágúst, 24. september, 29.október, 26. nóvember og 31. desember. Viðtalstími verður því að jöfnu 5. til 6. hvern mánuð í hverjum bæjarkjarna.

Lesa meira

Komur skemmtiferðaskipa 2015

8.5.2015

Árlegur kynningar- og umræðufundur með hagaðilum vegna skemmtiferðaskipa verður í Valhöll Eskifirði, mánudaginn 11. maí kl. 17:30.
Fjallað verður m.a. um móttöku ferðamanna við höfnina, Handverksmarkað Fjarðabyggðar og kynningarefni sveitarfélagsins. Umræður og fyrirspurnir verða að kynningum loknum. 

Lesa meira

Komur skemmtiferðaskipa 2015

8.5.2015

Árlegur kynningar- og umræðufundur með hagaðilum vegna skemmtiferðaskipa verður í Valhöll Eskifirði, mánudaginn 11. maí kl. 17:30.
Fjallað verður m.a. um móttöku ferðamanna við höfnina, Handverksmarkað Fjarðabyggðar og kynningarefni sveitarfélagsins. Umræður og fyrirspurnir verða að kynningum loknum. 

Lesa meira

Færeyingar heimsækja Fjarðabyggð 6.-10. maí

30.4.2015

Færeyski kútterinn Jóhanna TG326 verður á ferð um Austfirði fyrri hlutann í maí.

Lagt verður að bryggju í öllum bæjarkjörnum Fjarðabyggðar dagana 8.-10. maí. Er heimamönnum boðið bæði um borð í skipið og til samveru um kvöldið, söngs og tónlistarflutnings í kirkjum hvers bæjarkjarna.

Eru allir velkomnir bæði um borð í Jóhönnu TG 326 við komu skipsins og einnig á samkomu sama kvöld.

Stöðvarfjörður, 6. maí, móttaka um borð  í skipinu kl. 13:00, samkoma í safnaðarheimilinu kl. 20:00.

Fáskrúðsfjörður, 7. maí, móttaka um borð í skipinu kl. 13:00, samkoma í Fáskrúðsfjarðarkirku kl. 20:00.

Reyðarfjörður, 8. maí, móttaka um borð í skipinu kl. 13:00, samkoma í Reyðarfjarðarkirkju kl. 20:00.

Eskifjörður, 9. maí, móttaka um borð í skipinu kl. 13:00, samkoma í Reyðarfjarðarkirkju kl. 20:00.

Neskaupstaður, 10. maí, móttaka um boðr í skipinu kl. 13:00, samkoma í Norðfjarðarkirkju kl. 20:00.

Heimsóknin til Fjarðabyggðar er á vegum kristilegra samtaka í Færeyjum og er heimsókn þeirra til Fjarðabyggðar liður í skipulagðri ferð um Austufirði. Áður hafa Grænland, Hjaltland og Orkneyjar verið sótt heim.

Austfjarðaheimsókn Jóhanna TG326 2015-6.pdf

Lesa meira

List án Landamæra í Fjarðabyggð

13.5.2015

Opnunarhátíð Listar án Landamæra í Fjarðabyggð, verður fimmtudaginn 14. maí kl. 14:00, í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Eskifirði.

Samsýning leik - og grunnskóla í Fjarðabyggð.

Tónlistaratriði.

Uppistand með Bergvini Oddssyni (Begga blinda)

Kaffisala til styrktar Lego-keppendum í 8. bekk Grunnskólans á Reyðarfirði.

Kynnir er Davíð Þór Jónsson - Sjáumst!

Lesa meira

Minningartónleikar um Ágúst Ármann Þorláksson

29.4.2015

Minningartónleikar um Ágúst Ármann Þorláksson verða haldnir í Neskaupstað 13.júní 2015.

Tvennir tónleikar verða í Egilsbúð kl. 16:00 og kl. 20:00.

Tónleikarnir eru jafnframt útgáfutónleikar á plötu með lögum Ágústar.

Forsala aðgöngumiða verður auglýst síðar.

Lesa meira

Aðstoðarleikskólastjóri óskast tímabundið við Sólvelli í Neskaupstað

20.5.2015

Leikskólinn Sólvellir Neskaupstað auglýsir lausa stöðu aðstoðarleikskólastjóra tímabundið til eins árs frá águst 2015 til águst 2016.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun.
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. 
 • Jákvæðni og sveiganleiki í samskiptum.
 • Metnaðarfullur í starfi, hæfni og áhugi til að vinna í hóp.
 • Góð íslenskukunnátta áskilin.
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
 • Ábyrgð og stundvísi.

  Umsóknarfrestur er til 12. júní nk. 

  Umsækjandi þarf að geta hafið störf 4. ágúst 2015 eða eftir samkomulagi. 

  Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og FSL. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri Halla Höskuldsdóttir, 477 1485, solvellir@skolar.fjardabyggd.is.
  Umsókn og ferilsskrá skal senda rafrænt á vef leikskólans, leikskolinn.is/solvellir

  Sólvellir er fimm deilda leikskóli sem starfar í anda hugmynda John Dewy og Howards Gardners. Á Sólvöllum starfa 109 börn á aldrinum eins árs til sex ára. Allir skólar í Fjarðabyggð vinna eftir uppeldi til ábyrgðar og ART. Læsi og stærðfræði eru áherslur okkar í vetur. 
Lesa meira

Leikskólinn Lyngholt auglýsir störf deildarstjóra og leikskólakennara

28.4.2015

Okkur í Leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði vantar deildarstjóra og leikskólakennara í 100% stöður frá og með 23. júlí 2015. Lyngholt er fimm deilda leikskóli sem starfar í anda hugmynda Howards Gardners. Í Lyngholti starfa 107 börn á aldrinum eins til sex ára. Allir skólar í Fjarðabyggð vinna eftir uppeldi til ábyrgðar og ART. Læsi og stærðfræði eru áherslur okkar í vetur. ,,Allir geta eitthvað, enginn getur allt" eru einkunnarorð skólans og leiðarljós okkar í öllu starfi þannig að hver og einn fái notið sinna styrkleika en þannig byggjum við upp sterka sjálfsmynd. 

 • Leikskólakennaramenntun.
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
 • Jákvæðni og sveiganleiki í samskiptum.
 • Metnaðarfullur í starfi, hæfni og áhugi til að vinna í hóp.
 • Góð íslenskukunnátta áskilin.
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
 • Ábyrgð og stundvísi.

Umsóknarfrestur er til 1. júní 2015.

Umsækjandur þurfa að geta hafið störf 23. júlí 2015.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og FL.

Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri Sigr. Harpa Gunnarsdóttir S: 474-1257 eða á sigridurhg@skolar.fjardabyggd.is

og aðstoðarleikskólastjóri Elín Guðmundsdóttir S: 474-1257 eða á elin@skolar.fjardabyggd.is

Umsókn og ferilsskrá skal senda rafrænt á www.leikskolinn.is/lyngholt/

Lesa meira

Yfirboðsmerkingar gatna í Fjarðabyggð

7.5.2015

Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar óskar eftir tilboðum í verkið „yfirborðsmerkingar gatna í Fjarðabyggð“.

Verkið er boðið út skv. fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og starfsáætlun framkvæmdasviðs fyrir árið 2015 og var það auglýst í Dagskránni, 19. tbl. 2015.

Verktími er frá 1. júní til 31. júlí 2015.

Tilboð verða opnuð á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar 18. maí nk. kl. 11:00.
Skilafrestur er fram að opnum tilboða.

Yfirborðsmerkingar gatna ÚTBOÐSGÖGN

Yfirboðsmerkingar gatna VERKSAMNINGUR

Lesa meira

Yfirlit yfir helstu framkvæmdir

9.3.2015
 • Framkvæmdum við snjóflóðavarnir undir Tröllagili er að ljúka og verður unnið að yfirborðsfrágangi í sumar.
 • Bygging nýs leikskóla á Neseyri í Neskaupstað er hafin.
 • Fráveitulögn frá Bakkahverfi að Neseyri er í útboði og verða tilboð opnuð í viku 11.
 • Hönnun er í gangi á síðustu áföngum snjóflóðavarna í Neskaupstað
  (við Urðabotna og Bakkagil )
 • Unnið er að ofanflóðavörnum við Bleiksá á Eskifirði.
 • Ofanflóðavarnir við Hlíðarendaá á Eskifirði verða boðnar út fljótlega.
Lesa meira