mobile navigation trigger mobile search trigger

Ýmsar upplýsingar

Hafnarsjóður Fjarðabyggðar rekur sex hafnir í öllum byggðakjörnunum en það eru hafnirnar á Mjóafirði, Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Fjarðabyggðarhafnir eru í flokki öflugustu hafna landsins. Óvíða er meiri fiskafla landað hér á landi auk þess sem hafnirnar eru ein stæðsta vöruflutninga höfn landsins.

Hér má nálgast ýmsar upplýsingar, lýsandi fyrir starfsemi Fjarðabyggðarhafna ásamt gagnlegum tenglum. Má þar nefna yfirlit yfir landaðan afla og inn- og útflutning um hafnirnar. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna, Steinþór Pétursson, steinthor.petursson@fjardabyggd.is470 9000.