mobile navigation trigger mobile search trigger

Fjölmiðlatorg

Á fjölmiðlatorgi Fjarðabyggðar má nálgast á einum stað fréttir af vef sveitarfélagsins og tilkynningar, merki þess, myndefni og annað sem gagnast kann störfum fjölmiðla. Stefna Fjarðabyggðar í upplýsinga- og kynningarmálum er að veita góðar og gagnsæjar upplýsingar um nærsamfélagsþjónustu sveitarfélagsins og réttindi íbúa. Áhersla er lögð á góð samskipti við fjölmiðla og stuðning við samfélagslegt hlutverk þeirra. Lögum samkvæmt ber sveitarfélagið einnig ríka upplýsingaskyldu gagvart íbúum um málefni þess og ákvarðanir, bæði hvað þjónustu varðar, fjárhag og umhverfi og þau markmið sem að er stefnt.

Upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar

Birgir Jónsson
Netfang: birgir.jonsson@fjardabyggd.is
Beinn sími: 470 9093
Farsími: 892 8151

Fréttir

Lúpínuátak í Fjarðabyggð

27.06.2017 Lúpínuátak í Fjarðabyggð

Viltu láta til þín taka og jafnvel fóstra svæði í þínu nærumhverfi? Næstkomandi fimmtudag, þann 29. júní, hefjum við lúpínuátakið með slætti.

Lesa meira

Tilkynningar

Kynning á skipulags- og matslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027

26.06.2017

Kynning á skipulags- og matslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 Dreifbýlisuppdráttur, grjótnáma í landi Kappeyrar

Skipulags- og matslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 1 verður til sýnis á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð og í þjónustugátt í bókasöfnunum á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði og Norðfirði og á heimasíðu Fjarðabyggðar, fjardabyggd.is, svo þeir sem þess óska geti kynnt sér lýsinguna og komið með ábendingar vegna hennar. Kynningartími er til 13. júlí næstkomandi. Skila skal ábendingum til skipulags- og byggingarfulltrúa á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð eða á netfangið skipulagsfulltrui@fjardabyggd.is

Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Fjarðabyggð

Skipulags- og matslýsing - Grjótnáma í landi Kappeyrar (PDF)

Lesa meira