mobile navigation trigger mobile search trigger

Fjölmiðlatorg

Á fjölmiðlatorgi Fjarðabyggðar má nálgast á einum stað fréttir af vef sveitarfélagsins og tilkynningar, merki þess, myndefni og annað sem gagnast kann störfum fjölmiðla. Stefna Fjarðabyggðar í upplýsinga- og kynningarmálum er að veita góðar og gagnsæjar upplýsingar um nærsamfélagsþjónustu sveitarfélagsins og réttindi íbúa. Áhersla er lögð á góð samskipti við fjölmiðla og stuðning við samfélagslegt hlutverk þeirra. Lögum samkvæmt ber sveitarfélagið einnig ríka upplýsingaskyldu gagvart íbúum um málefni þess og ákvarðanir, bæði hvað þjónustu varðar, fjárhag og umhverfi og þau markmið sem að er stefnt.

Upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar

Birgir Jónsson
Netfang: birgir.jonsson@fjardabyggd.is
Beinn sími: 470 9093
Farsími: 892 8151

Fréttir

Tilkynningar

Tillaga að deiliskipulagi Söxu

24.05.2017

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Söxu við Stöðvarfjörð, samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan felur meðal annar í sér að gert er ráð fyrir áningarstöðum, bílastæðum og göngustígum til að auka aðgengi og öryggi við sjávarhverinn Söxu.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð og í þjónustugátt bókasafnsins á Stöðvarfirði frá og með 25. maí 2017 til og með 6. júlí 2017. Athugasemdarfrestur er til sama tíma.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð.

Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.

Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Fjarðabyggð

 

Lesa meira