mobile navigation trigger mobile search trigger

Fjölmiðlatorg

Á fjölmiðlatorgi Fjarðabyggðar má nálgast á einum stað fréttir af vef sveitarfélagsins og tilkynningar, merki þess, myndefni og annað sem gagnast kann störfum fjölmiðla. Stefna Fjarðabyggðar í upplýsinga- og kynningarmálum er að veita góðar og gagnsæjar upplýsingar um nærsamfélagsþjónustu sveitarfélagsins og réttindi íbúa. Áhersla er lögð á góð samskipti við fjölmiðla og stuðning við samfélagslegt hlutverk þeirra. Lögum samkvæmt ber sveitarfélagið einnig ríka upplýsingaskyldu gagvart íbúum um málefni þess og ákvarðanir, bæði hvað þjónustu varðar, fjárhag og umhverfi og þau markmið sem að er stefnt.

Upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar

Birgir Jónsson
Netfang: birgir.jonsson@fjardabyggd.is
Beinn sími: 470 9093
Farsími: 892 8151

Fréttir

Tilkynningar

Sumarstarfsmenn þjónustumiðstöðvar og flokkstjórar Vinnuskóla Fjarðabyggðar, sumar 2017

29.03.2017

Sumarstarfsmenn Þjónustumiðstöðva Fjarðabyggðar, auglýst er eftir starfsfólki, 16 ára og eldri til ýmissa umhverfisverkefna hjá sveitarfélaginu. Verkefnin flokkast í tvennt: Grófari vinna er t.d. vélavinna eins og sláttur og orfun, undirbúningur fyrir malbikun, hellulögn ofl. Fín vinna er t.d. undirbúningur og viðhald blóma- og runnabeða, plöntun blóma og trjáa, tína rusl o.m.fl.

Flokkstjórar Vinnuskóli Fjarðabyggðar, aldur + 20 ára, Vinnuskólinn er fyrir unglinga í 8. og 9. bekk grunnskóla. Störf þeirra eru létt garðyrkjustörf s.s. hirðing blómabeða, almenn fegrun bæjarins, plöntun blóma og trjáa, sláttur og rakstur á minni svæðum íbúabyggðar o.m.fl.

Einungis verður hægt að sækja um sumarstörf og flokkstjórarstöður á rafrænuformi í gegnum íbúagátt á vef Fjarðabyggðar.

Opnað verður fyrir rafrænar umsóknir fimmtudaginn 6. apríl nk.

*Nánar um launaflokk starfanna sem og annað fyrirkomulag mun verða kynnt nánar um leið og opnað er fyrir rafrænar umsóknir á vefnum.

Lesa meira