mobile navigation trigger mobile search trigger

NEFNDIR OG RÁÐ

Bæjarráð Fjarðabyggðar fer ásamt bæjarstjóra með framkvæmdastjórn og fjármálastjórn sveitarfélagsins að því leyti sem þessi mál eru ekki öðrum falin. Bæjarráð hefur eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélagsins og fjármálastjórn þess, semur drög að fjárhagsáætlun og viðaukum við hana og leggur þau fyrir sveitarstjórn. Þá sér bæjarráð um að ársreikningar sveitarfélagsins séu gerðir og lagðir fyrir bæjarstjórn til meðferðar og afgreiðslu.

Aðalmenn og varamenn í bæjarráði eru kjörnir úr hópi aðalmanna í bæjarstjórn, sem jafnframt kýs formann og varaformann bæjarráðsins. Þá kýs bæjarstjórn fulltrúa í fastanefndir eftir því sem fyrir er mælt í lögum og samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar. Kjörtímabil fastanefnda er hið sama og bæjarstjórnar, nema annað leiði af lögum eða samþykktum um stjórn sveitarfélagsins.

Fastanefndir eru samkvæmt samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar sjö talsins og sinna faglegu starfi hver á sínu málefnasviði. Þær eru barnaverndarnefnd, eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd, félagsmálanefnd, fræðslunefnd, hafnarstjórn, íþrótta- og tómstundanefnd og menningar- og nýsköpunarnefnd.

Bæjarstjórn ákveður valdsvið nefnda, ráða og stjórna sem hún kýs nema slíkt sé ákveðið í lögum. Fjallað er um störf bæjarráðs og fastanefnda í samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar.

TILNEFNINGAR OG KOSNINGAR

Fulltrúar á ársþing og ársfundi stofnana sem bæjarfélagið á aðild að. Kosning fer fram á 1. fundi bæjarstjórnar og svo árlega eftir því sem við á. 

 • Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
 • Aðalfundur Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi
 • Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands

TILNEFNINGAR STAÐFESTAR AF BÆJARSTJÓRN

 • Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands.
 • Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga.
 • Stjórn Sjóminjasafns Austurlands.
 • Stjórn Smiðju- og sjóminjasafn Jósafats Hinrikssonar.
 • Heilbrigðiseftirlit Austurlands.
 • Austurbrú

STJÓRNIR OG SAMSTARFSNEFNDIR

Fulltrúar í stjórnum stofnana með sjálfstæðan fjárhag og tilnefningar í samstarfsráð sem hafa endanlegt ákvörðunarvald í málefnum sínum. Kjörtímabil þeirra er sama og bæjarstjórnar nema kveðið sé á um annað í lögum. 

 • Almannavarnarnefnd
 • Stjórn Náttúrustofu Austurlands
 • Stjórn Tónlistarmiðstöðvar Austurlands
 • Öldungaráð

UNDIRNEFNDIR KOSNAR AF FASTANEFNDUM OG BÆJARRÁÐI

 • Framkvæmdaráð hjúkrunarheimila.
 • Landbúnaðarnefnd.
 • Safnanefnd.
 • Upplýsingaöryggisnefnd.

KJÖRSTJÓRNIR

 • Yfirkjörstjórn
 • Undirkjörstjórn á Breiðdalsvík
 • Undirkjörstjórn á Eskifirði
 • Undirkjörstjórn á Fáskrúðsfirði
 • Undirkjörstjórn á Mjóafirði
 • Undirkjörstjórn í Neskaupstað
 • Undirkjörstjórn á Reyðarfirði
 • Undirkjörstjórn á Stöðvarfirði

Embættismenn

Kosnir embættismenn samkvæmt lögum og reglugerðum eru.

 • Fjallskilastjóri

VERKEFNABUNDNAR NEFNDIR

Bæjarstjórn getur skipað nefndir til að vinna að einstökum afmörkuðum verkefnum. Umboð slíkra nefnda fellur niður sjálfkrafa við lok kjörtímabils, eða fyrr eftir því sem verkefni þeirra gefa tilefni til eða umboð eða erindisbréf veitir þeim.