mobile navigation trigger mobile search trigger
23.04.2019

Enn gerum við gagn - Áheitaganga Jaspis félags eldri borgara á Stöðvarfirði

Jaspis - félag eldri borgara á Stöðvarfirði - beitir sér fyrir áheitagöngu til styrktar Krabbameinsfélagi Austfjarða. Náðst hefur samstaða um verkefnið meðal annarra félaga eldri borgara í Fjarðabyggð. Hið sama gildir um Djúpavogshrepp. Endanlegar gönguleiðir hafa verið ákveðnar í samráði við forsvarsmenn félaganna á svæðunum. Ef vel tekst til verða gengnir ríflega 350 km. Verkefnið er nefnt  „Enn gerum við gagn“.

Enn gerum við gagn - Áheitaganga Jaspis félags eldri borgara á Stöðvarfirði

Gengið verður eftir þjóðvegum innan svæðisins. Um er að ræða svæðið frá Þvottárskriðum í suðri, að Dalatanga í norðri. Í Fjarðabyggð verður gengið eftir Þjóðvegi nr. 1 og öðrum vegum að og frá byggðarlögum sem og eftir eldri vegum (Oddsskarð, Vattarnesskriður og frá Breiðdalsheiði). Hið sama gildir um vegi í Djúpavogshreppi og frá Öxi. Til að tryggja öryggi göngumanna verður, þar sem þörf er á, bifreið með blikkandi ljós fyrir aftan göngumenn. Unnir er að því að merkja fylgdarbíla og allir göngumenn verða í merktum „smalavestum“ eða sambærilegu.

 Markmið verkefnisins „Enn gerum við gagn“ eru þessi:

A    …. stuðla að heilsueflingu og útiveru.

B    …. sýna að eldra fólk getur verið öflugur þátttakandi í því „að vera til“.

C    …. safna áheitum til stuðnings Krabbameinsfélagi Austfjarðaa

Safnað verður áheitum hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Lágmarksfjárhæð í Fjarðabyggð er kr. 20 á genginn km. (Hér að neðan er reiknað með 250 km). Einnig valkostur að greiða kr. 40 / 80 / 100 / 200  / 400, eða að eigin vali.

Kílómetrar

250

250

250

250

250

250

Krónur

20

40

80

100

200

400

Samtals

5.000

10.000

20.000

25.000

50.000

100.000

Í Djúpavogshreppi verða einingaverð önnur og lágmarksfjárhæð 50 kr. á genginn km. (Þar er reiknað með 100 km). Einnig kr. 100 / 200 / 250 / 500  / 1.000, eða að eigin vali. 

Kílómetrar

100

100

100

100

100

100

Krónur

50

100

200

250

500

1.000

Samtals

5.000

10.000

20.000

25.000

50.000

100.000

Stofnaður hefur verið bankareikningur í Landsb. til að auðvelda fólki að leggja inn áheitafé. Bankanúmer er sem hér greinir: 0167-05-200001, kt. 610213-0810 (eigandi Jaspis, félag eldri borgara á Stöðvarfirði)

Frekari upplýsingar verða veittar í síma 845-1104 (Hlíf) / netfang bibbasin@simnet.is

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér: Enn gerum við gagn_nánari upplýsingar.pdf

Frétta og viðburðayfirlit