mobile navigation trigger mobile search trigger
22.04.2015

Kynningarfundir vegna Fjarðabyggðar til framtíðar

Kynningarfundir vegna Fjarðabyggðar til framtíðar verða í Neskaupstað og á Reyðarfirði 22. apríl.

Kynningarfundir vegna Fjarðabyggðar til framtíðar

Skýrslur KPMG og Skólastofunna vegna Fjarðabyggðar til framtíðar verða kynntar á fundum sem fram fara 22. apríl í Neskaupstað annars vegar og á Reyðarfirði hins vegar.

Í Neskaupstað verður fundurinn í Nesskóla kl. 17:30. Fundurinn á Reyðarfirði verður í grunnskólanum og hefst hann kl. 20:30.

Á fundunum kynnir Sævar Kristinsson skýrslu KPMG ráðgjafar og Ingvar Sigurgeirsson mun síðan fjalla um greinargerð Skólastofunnar. Fundarstjóri er Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri.

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar ákvað í nóvember á síðasta ári að hrinda af stað umfangsmikilli greiningu á rekstri sveitarfélagsins. Verkefnið hlaut heitið Fjarðabyggð til framtíðar með vísun til þýðingar þess fyrir stöðugleika í rekstri sveitarfélagsins til framtíðar litið.

Ákvörðunin var tekin samhliða fjárhagsáætlanagerð sveitarfélagsins fyrir árið 2015. Auk þess sem samráð skyldi haft við íbúa um framtíðarskipan í rekstrarmálum, ákvað bæjarstjórn að leita eftir áliti ráðgjafasviðs KPMG. Einnig var ákveðið, í ljósi þess að rúmur helmingur útgjalda sveitarfélagsins vegna grunnþjónustunnar rennur til fræðslumála, að leita til Skólastofunnar ehf. sem sérhæfir sig í faglegri ráðgjöf á því sviði.

KPMG ráðgjöf tillögur.pdf

Skólastofan tillögur.pdf

Frétta og viðburðayfirlit