mobile navigation trigger mobile search trigger
15.03.2018

Aðstoðarskólastjóri við Grunnskólann á Eskifirði

Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann á Eskifirði skólaárið 2018-2019. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í að stjórna og leiða faglegt starf í skólanum. Skólinn er skipaður góðu fagfólki og þar ríkir jákvæðni og góður starfsandi. Við Grunnskólann á Eskifirði stunda um 150 nemendur nám. Skólinn er staðsettur í glæsilegu húsnæði þar sem einnig er til húsa bókasafn, tónlistarskóli og elsta deild leikskólans.

Menntun og hæfniskröfur:
• Umsækjandi skal hafa starfsheitið grunnskólakennari
• Viðbótarmenntun og stjórnunarreynsla er skilyrði
• Færni í mannlegum samskiptum, metnaður og frumkvæði
Frekari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu hans; www.grunnesk.is. Nánari upplýsingar veitir Birgir Jónsson, skólastjóri, í síma 476 1355 eða á netfangið birgir@skolar.fjardabyggd.is

Umsóknir og umsóknarfrestur
Staða aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann á Eskifirði er laus frá 1. ágúst 2018. Launakjör eru samkvæmt samningi LN og KÍ.
Umsóknarfrestur er framlengdur til 4. apríl 2018.

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi

Sótt er um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar - starf.fjardabyggd.is