mobile navigation trigger mobile search trigger
25.07.2016

Allabadderí fransí

Franskir dagar fóru vel fram um helgina á Fáskrúðsfirði. Þátttaka var góð á Frönskum dögum og þrátt fyrir rigningarspá þá hélst hann þurr.

Allabadderí fransí
Þátttaka var góð á Frönskum dögum og þrátt fyrir rigningarspá þá hélst hann þurr. (Ljósm. JGÓ)

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, setti hátíðina sl. föstudagskvöld við varðeld og brekkusöng. Lauk opnunarhátíðinni með veglegri flugeldasýningu, sem naut sín ótrúlega vel þó að sumarnóttin væri enn björt.

Franskir dagar eru fjölskylduvæn sumarhátíð með frönsku ívafi, en með hátíðinni er aldagamalla tengsla fjarðarins minnst við frönsku skútusjómennina, sem höfðu bækistöðvar sínar á Fáskrúðsfirði langt fram á 20. öld.

Auk frönsku menningartengslanna, sameinar hátíðin á sinn einstaka hátt almenna skemmtun, kappleik og dansleik með skemmtidagskrá á útisviði, Íslansmeistaramóti í Pétanque, Fáskrúðsfjarðarhlaupi, Tour de Fáskrúðsfjörður, dorgveiðikeppni og ekta dansleik eins og þeir gerast bestir að kveldi dags. 

Boðið var upp á skemmtidagskrá á útisviði á laugardeginum. Dagskrána skreyttu helstu stjörnur Sirkus Íslands og Latabæjargengið fór á kostum svo að dæmi séu nefnd.

Þá skipaði tónlist að vanda veigamkinn sess. Bergur Pálsson og Diddu sungu sig í hug og hjörtu tónleikagesta við undirleik Kjartans Valdemarssonar, píanóleikara í Fáskrúðsfjarðarkirku. Í Skrúði voru síðan á föstudagskvöldinu stórskemmtilegir tónleikar með Jóni Hilmari Kárasyni, Hröfnu Hönnu og Bjarna Frey og á laugardagskvöldinu ætlaði allt um koll að keyra á dansleik með Rokkabillíbandinu ásamt Eyþóri Inga. 

Athyglisverðasti tónlistarviðburðinn var þó, að öðrum ólöstuðum, BLIND tónleikar Jóns Hilmars Kárasonar, en þar njóta áheyrundur þess að hlusta á hljóðmyndir með bundið fyrir augu. Myndunum bregður Jón Hilmar upp í samstarfi við Berglindi Ósk Agnarsdóttur og Guðjón Birgi Jóhannsson.

Hátíðin fór í alla staði einstaklega vel fram í mildu veðri. Engin ofbeldisbrot til kasta lögreglu vegnar hátíðarinnar og voru gestir hátíðarinnar til mikilla fyrirmyndar um helgina, að því er fram kemur á fasbókarsíðu lögreglunnar á Austurlandi.

Frönsku dagarnir í ár var þeir 21. í röðinni og er þetta jafnframt sú síðasta sem Albert Eiríksson kemur að. Er Alberti þakkað ómetanlegt framlag undanfarinna ára til þessara einstöku hátíðar.

Franskir dagar úrslit í kappleikjum (pdf)

Fleiri myndir:
Allabadderí fransí
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, á opnunarhátíð Franskra daga.. (Ljósm. JGÓ)
Allabadderí fransí
BLIND tónleikarnir vöktu verðskuldaða athygli. F.v. Jón Hilmar, Berglind Ósk og Guðjón Birgir.
Allabadderí fransí
Diddú og Bergur sungu sig í hug og hjörtu hátíðargesta.
Allabadderí fransí
Bertrand Ringot, bæjarstjóri Gravelinesborgar, flutti á opnunarhátíð Franskra daga kveðju frá þessum vinabæ Fjarðabyggðar á norðurströnd Frakklands.
Allabadderí fransí
Dorgveiðikeppnin er ekki bara skemmtileg heldur einnig spennandi. (Ljósm. JGÓ)
Allabadderí fransí
Frá hátíðardagskránni á laugardeginum. (Ljósm. JGÓ)
Allabadderí fransí
Trúðarnir frá Sirkus Íslands voru bara flottir.
Allabadderí fransí
Latibær er alltaf jafn vinsæll. (Ljósm. JGÓ)
Allabadderí fransí
Brennan á opnunarhátíð Franskra daga var tilkomumikil að vanda. (Ljósm. JGÓ)