mobile navigation trigger mobile search trigger
26.07.2017

Ljósnet komið á alla þéttbýlisstaði

Míla hefur nú lokið uppsetningu á ljósneti til þeirra heimila í Neskaupstað sem enn voru ótengd. Þar með er kominn fullur aðgangur að háhraðatenginum við ljósnetið á öllum þéttbýlisstöðum í Fjarðabyggð.

Ljósnet komið á alla þéttbýlisstaði
Uppsetningu ljósnets er nú lokið í þéttbýlisstöðum Fjarðabyggðar.

Ljósnet er einfaldasta og fljótlegasta leiðin til að koma háhraðanetstengingum til sem flestra og er það orðið aðgengilegt yfir 90% heimila á Íslandi.

Í tilkynningu frá Mílu segir, að með lagningu Ljósnetsins sé að auki kominn ljósleiðari í nágrenni við öll heimili og auðveldar það framkvæmd á næsta skrefi í þróuninni sem verður að bjóða notendum ljósleiðara alla leið.

Ljósnet er tenging sem byggir á svokallaðri VDSL-tækni. Ljósleiðari er tengdur í götuskáp eða símstöð í næsta nágrenni heimilisins, en þar er búnaður sem tryggir hraða um koparendann, sem notaður er síðasta spölinn inn til notanda.

Í tilkynningunni segir að hraðinn, sem fæst með ljósneti í Neskaupsstað, nægi auðveldlega fyrir 2-3 háskerpusjónvörp, til að vafra, spila tölvuleiki, hlusta á tónlist og horfa á sjónvarpsveitur - allt á sama tíma á netinu og án truflana.