mobile navigation trigger mobile search trigger
30.06.2017

Atvinnu- og þróunarstjóri

Laus er til umsóknar staða atvinnu- og þróunarstjóra Fjarðabyggðar.

Starfssvið:

 • Stýring atvinnu- og viðskiptaþróunarverkefna með áherslu á hafnsækna starfsemi sveitarfélagsins.
 • Stefnumótun vegna atvinnuþróunartækifæra.
 • Markaðs-, kynningar- og gæðamál er tengjast hafnsækinni starfsemi.
 • Greining, úttektir og tillögugerð varðandi innviði samfélagsins.
 • Samskipti við fyrirtæki, félagasamtök, íbúa og aðra hagaðila vegna atvinnumála.
 • Aðkoma að skipulagsmálum sem lýtur að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu.

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla og þekking á atvinnu- og viðskiptaþróunarverkefnum er kostur.
 • Þekking á stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana er kostur.
 • Reynsla og þekking á málefnum sveitarfélaga er kostur.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Framúrskarandi hæfni í bæði mannlegum samskiptum og miðlun upplýsinga í töluðu og rituðu máli.

Umsóknarfrestur er til og með 19. júlí nk.

Launakjör taka mið af launakerfi sviðsstjóra hjá sveitarfélaginu.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til þess að sækja um stöðuna.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, í síma 470-9000. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið.

Sótt er um starfið í Íbúagátt Fjarðabyggðar eða umsókn send bréfleiðis á Fjarðabyggð, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð, merkt „Atvinnu- og þróunarstjóri“ og póststimpluð 19. júlí í síðasta lagi.