mobile navigation trigger mobile search trigger
24.03.2017

Bætt líðan í húsbyggingum

Stjórnendur leik- og grunnskóla ásamt nefndarmönnum úr Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd sátu málþing í vikunni um áhrif hönnunar á heilnæmi bygginga.

Bætt líðan í húsbyggingum

Málþingið var á vegum EFLU verkfræðistofu og er hluti af málþingum sem nefnd eru EFLU-þing. Markmið þeirra er að fræða og skapa grundvöll fyrir umræðu um samfélagsleg málefni.

Fyrirlesararnir voru fjórir talsins úr röðum starfsmanna EFLU. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir fjallaði um innivist og heilsu, þá sérstaklega um rakaskemmdir og skaðleg áhrif þeirra á heilsu. Óli Þór Jónsson fjallaði um mikilvægi loftræsingar. Böðvar Bjarnason fjallaði um reglulegt viðhald mannvirkja og hvernig það gæti spornað við skemmdum. Í lokin fjallaði Ólafur Daníelsson um hljóðvist og áhrif hennar á líðan.

Málþingið var afar áhugavert og þarft innlegg í umræðuna um hvernig er hægt að bæta líðan þeirra sem starfa í húsbyggingum sveitarfélagsins.