mobile navigation trigger mobile search trigger
20.10.2016

Besta hlið Íslands

Greinarhöfundur breska dagsblaðsins Sunday Times sótti nýlega Austurland heim. Úr varð stórskemmtileg grein sem lofar þennan eftirsóknarverða áfangastað í hástert undir fyrirsögninni Icelands's really wild side

Besta hlið Íslands

Ferðin var að sönnu sögu ríkari, en á meðal þess sem heillaði mest grenarhöfundinn Francescu Angelini, var óspillt náttúrufegurðin. Minnti umhverfið hana einna helst á Miðgarð í Hringadróttinssögu Tolkiens.

Þá heillaði ekki síður kajaksigling sem var engri lík í Norðfirði og útsýnið yfir hafið úr heita hraðbátspottinum á Mjóeyri í Eskifirði. Einnig komu hestar við sögu, álfar, fossar, íslenskt brennivín og ágætis spjall við mann á förnum vegi sem reyndist bæjarstjórinn í Djúpavogi þegar betur var að gáð.

Upp úr heimsókninni virðast þó eftirminnilegust þau „ósviknu“ kynni sem greinarhöfundur hafði af einstöku náttúrufari og mannlífi Austurlands og rakin eru til þess að nútíminn hafi enn ekki náð að spilla þessum fjarlæga landshluta. 

Hvort hér sé átt við markaðsvæðingu samtímans skal ósagt látið, en greinin er hvað sem því líður skemmtileg aflestrar og vann auk þess til verðlauna hjá bresku AITO-samtökunum (Association for Independent Tour Operators).

Sjá greinina (endurbirta á VisitEastIceland)