mobile navigation trigger mobile search trigger
30.06.2016

Bryggjuhátíðin

Bryggjuhátíðin er haldin á Reyðafirði Laugardaginn 2. júlí í boði íbúasamtöka Reyðarfjarðar. Þetta er frábær fjölskylduskemmtun sem enginn vill missa af.  Kynntu þér dagskrá hátíðarinnar nánar og gerðu þér glaðan dag á Reyðarfirði.

Bryggjuhátíðin
Þetta er frábær fjölskylduskemmtun sem enginn vill missa af. Hátíðin byrjar klukkan 12 með handverksmarkaði og myndlistarsýningyu á Kaffi Kósý en fyrir utan verður skottamarkaður. Á sama tíma verður boðið upp á kajak á andapollinu, endurgjaldslaust. Klukkan 12 hefst síðan glæsileg skemmtidagskrá á túninu fyrir neðan N1 en þar koma meðal annas fram Meistarar Dauðans ásamt 6 söngdívum, Hrafna og Jón Hilmar og margt, margt fleira. 
Íbúasamtökin hvetja íbúa til að taka þátt í hverfagrilli og má hér til hliðar nálagst hverfaskiptinguna. Hverfin eru nefnd eftir gömlum bryggjuheitum á Reyðarfirði.