mobile navigation trigger mobile search trigger
30.09.2017

Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna

Fjarðabyggð leitar að öflugum aðila í starf framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna. Framkvæmdastjórinn hefur yfirumsjón með stjórnun rekstri Fjarðabyggðarhafna. Næsti yfirmaður er bæjarstjóri.

Starfssvið

 • Ábyrgð á stjórnun og rekstri Fjarðabyggðarhafna.
 • Áætlanir, samningagerð og eftirlit með framkvæmdum og viðhaldi hafna.
 • Gæða og öryggismál.
 • Áætlanagerð og eftirfylgni.
 • Stefnumótun og samningagerð.
 • Undirbúningur og eftirfylgni funda.
 • Samskipti við samstarfsaðila, ráðuneyti, opinberar stofnanir og hagsmunaaðila.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af stjórnun og rekstri.
 • Þekking á stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrar- og fárhagsáætlana.
 • Þekking og/eða reynsla af gæða- og öryggismálum er kostur.
 • Reynsla af verklegum framkvæmdum hafna er kostur.
 • Þekking og reynsla af samningagerð er kostur.
 • Þekking og reynsla af starfsumhverf opinberrar stjórnsýslu og/eða hafnarmála er kostur.
 • Forystu-, skipulags- og samskiptahæfleikar.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.

Nánari starfslýsingu má lesa hér: Starfslýsing - framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna 

Launakjör taka mið af launakerfi sviðsstjóra hjá sveitarfélaginu.

Ath. lengdur umsóknarfrestur: Til og með 23. október nk.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til þess að sækja um stöðuna.

Sótt er um starfið á vef Capacent 

Auglýsing - Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna