mobile navigation trigger mobile search trigger
18.09.2016

Gospel í Tónlistarmiðstöð Austurlands

Lokaæfing fyrir kvöldið. Gospelnámskeiði Tónlistarmiðstöðvar Austurlands, sem staðið hefur yfir um helgina, lýkur með glæsilegum tónleikum í dag. Tæplega 60 manna kór kemur fram ásamt stórsöngvaranum Páli Rósinkranz. Einstaklega kraftmikið söngfólk og söngmenning er á Austurlandi, að sögn Óskars Einarssonar, námskeiðsstjórnanda.

Gospel í Tónlistarmiðstöð Austurlands
Óskar, Hrönn og Fanný ásamt gospelkór námskeiðsins á æfingu í dag.

Námskeiðið er það 12. sem Óskar stendur fyrir hér eystra frá árinu 2002. Í fyrstu voru námskeiðin ætluð kirkjukórum, en fljótlega var ákveðið að hafa þau opin öllu söngfólki. Áhuginn reyndist það mikill.

Að sögn Óskars hefur aðsókn verið tiltölu jöfn öll árin, frá svona 50 og upp í 70 manns þegar mest lætur. Þátttakan í ár er á svipuðu róli og áður og telur gospgelkór kvöldsins liðlega sextíu manns. Þátttakendur eru af öllu Austurlandi.

Á dagskránni eru 15 frábær gospellög, sem sýnir að mati Óskars vel þann kraft sem býr hér í fólki. „Ekki er óalgengt að kórar æfi um 15 lög á hverri starfsönn. Hér æfum við dagskrána upp á einni helgi, sem er alveg frábær frammistaða.“

Raddþjálfarar á námskeiðinu eru líkt og undanfarin ári Hrönn Svansdóttir og Fanný Kristín Tryggvadóttir. 

Það er svo hinn geðþekki söngvari Páll Rósinkranz sem kemur fram með kórnum í kvöld. Auk Ósakrs Einarssonar, verður undirleikur á hendi þeirra Jóns Hilmars Kárasonar, Þorláks Ægis Ágústssonar, Johanns Geirs Árnasonar og Þórðar Sigurðarsonar.

Tónleikarnir hefjast kl. 16:00  

Fleiri myndir:
Gospel í Tónlistarmiðstöð Austurlands
Tónlistarmennirnir Þorlákur Ægir, Jóhann Geir, Jón Hilmar og Þórður ásamt Páli Rósinkranz rétt fyrir æfingunaí dag.
Gospel í Tónlistarmiðstöð Austurlands
Þátttakendur að stilla upp kór kvöldsins fyrir lokaæfinguna í dag.