mobile navigation trigger mobile search trigger
08.01.2018

Íslenska Gámafélagið heimsækir íbúa Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð stígur nú enn eitt framfaraskrefið í átt að umhverfisvænna samfélagi og hefur söfnun á lífrænum heimilisúrgangi í sveitarfélaginu. Til að kynna framkvæmd verksins mun starfsfólk frá Íslenska Gámafélaginu heimsækja íbúa Fjarðabyggðar dagana 10-13 janúar. Þá gefst íbúum tækifæri til að fræðast um endurvinnslu og flokkunarmál í sveitarfélaginu.

Kynningarbækling með helstu upplýsingum má nálgast hér: Við hugsum áður en við hendum