mobile navigation trigger mobile search trigger
20.09.2016

Tillaga að deiliskipulagi Hlíðarenda ásamt umhverfiskýrslu

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar auglýsir hér með að nýju tillögu að deiliskipulagi Hlíðarenda á Eskifirði ásamt umhverfisskýrslu samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið afmarkast frá sjó vestan lóðar Strandgötu 64, ofan strandgötu, ofan ofanlóða varna í Ljósá og Hlíðarendaá, ofan og austur fyrir Svínaskálahlíð og til sjávar. Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi lóðir og lóðarstærðir á svæðinu verði afmarkaðar ásamt nýjum lóðum fyrir Gömlu-búð og Jensenshús austast á skipulagssvæðinu, skilgreinir öruggar umferðarleiðir fyrir, akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur, skilgreinir safnasvæði sjóminja og ofanflóðavarnir í Ljósá og Hlíðarendaá.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð og í þjónustugátt bókasafnsins á Eskifirði frá og með 22. september 2016 til og með 3. nóvember 2016. Athugasemdarfrestur er til sama tíma.

Tillagan verður einnig til sýnis á heimasíðu Fjarðabyggðar, fjardabyggd.is.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð.

Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.