mobile navigation trigger mobile search trigger
24.05.2017

Tillaga að deiliskipulagi Söxu

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Söxu við Stöðvarfjörð, samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan felur meðal annar í sér að gert er ráð fyrir áningarstöðum, bílastæðum og göngustígum til að auka aðgengi og öryggi við sjávarhverinn Söxu.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð og í þjónustugátt bókasafnsins á Stöðvarfirði frá og með 25. maí 2017 til og með 6. júlí 2017. Athugasemdarfrestur er til sama tíma.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð.

Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.

Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Fjarðabyggð