mobile navigation trigger mobile search trigger
28.07.2015

123. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 123. fundur
haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 27. júlí 2015
og hófst hann kl. 16:30


Fundinn sátu:
Jón Björn Hákonarson formaður, Ragnar Sigurðsson, Svanhvít Yngvadóttir, Einar Már Sigurðarson, Esther Ösp Gunnarsdóttir, Valur Sveinsson.

Fundargerð ritaði: Valur Sveinsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Dagskrá:

1. 1507119 - 730 Austurvegur 23 - Byggingarleyfi - veggur á lóðamörkum
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Þórólfs Jóns Egilssonar, dagsett 20. júlí 2015, þar sem sótt er um leyfi til að steypa vegg á lóðarmörkum Austurvegs 21 og 23. Samþykki nágranna liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

2. 1507121 - 735 Leirukrókur 5 - umsókn um lóð
Lagður fram tölvupóstur Páls Snorrasonar fh. Eskju hf, dagsettur 22. júlí 2015, þar sem sótt er um lóðina Leirukrók 5 á Eskifirði til að byggja upp frekari starfsemi tengda fyrirtækinu. Einnig er sótt um að deiliskipulag Leiru 1 verði breytt þannig að lóðirnar við Leirukrók 5, 7, 9 og 11 verði sameinaðar í eina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta Eskju hf lóðinni að Leirukróki 5 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Nefndin samþykkir jafnframt að breyta deiliskipulagi Leiru 1.

3. 1507122 - 735 Leirukrókur 7 - umsókn um lóð
Lagður fram tölvupóstur Páls Snorrasonar fh. Eskju hf, dagsettur 22. júlí 2015, þar sem sótt er um lóðina Leirukrók7 á Eskifirði til að byggja upp frekari starfsemi tengda fyrirtækinu. Einnig er sótt um að deiliskipulag Leiru 1 verði breytt þannig að lóðirnar við Leirukrók 5, 7, 9 og 11 verði sameinaðar í eina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta Eskju hf lóðinni að Leirukróki 7 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Nefndin samþykkir jafnframt að breyta deiliskipulagi Leiru 1.

4. 1411072 - 740 Beiðni um stækkun lóðar, Strandgötu 62
Lagt fram bréf Hjörleifs Gunnlaugssonar, dagsett 13. júlí 2015, vegna umsóknar um stöðuleyfi fyrir gáma sem eru hluti uppsetningar steinvinnslu við íbúðarhúsið að Strandgötu 62 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hafnar stöðuleyfinu þar sem gámar standa utan lóða og stangast á við skipulag svæðisins auk þess að vera á skilgreindu ofanflóðhættusvæði. Nefndin ítrekar að gámar og annar búnaður utan lóðar verði fjarlægður sbr. bókun nefndarinnar frá 9. maí 2015.


5. 1404026 - Helgustaðanáma framkvæmdir
Aðeins eitt tilboð barst í framkvæmdir við Helgustaðanámu og var það 51,8% yfir kostnaðaráætlun. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hafnar tilboðinu og vísar áframhaldandi vinnslu málsins til sviðsstjóra.

6. 1501001 - Kerfisáætlun 2015-2024 - Matsáætlun
Lagt fram til kynningar.

7. 1411134 - 740 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027, breyting á þéttbýlisuppdrætti fyrir Norðfjörð vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, þéttbýlisuppdráttur fyrir Norðfjörð, vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn, skipulagsuppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla, dagsett 27. júlí 2015.
Málsmeðferð verði í samræmi við 32. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.

8. 1502131 - 740 Breyting á deiliskipulagi Naust 1 vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á deiliskipulagi Naust 1, Norðfjarðarhöfn og nágrenni, vegna afmörkunnar nýrra lóða á landfyllingu, skipulagsuppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla, dags. 27. júlí 2015.
Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.

9. 1507128 - Sjóhús í Eskifjarðarkrók
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Sveins Sveinssonar fh. Vegagerðarinnar, dagsett 24. júlí 2015, þar sem sótt er um leyfi til að rífa tvö sjóhús neðan Norðfjarðarvegar við Eskifjarðarkrók.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00