mobile navigation trigger mobile search trigger
05.05.2015

13. fundur landbúnaðarnefndar

Landbúnaðarnefnd - 13. fundur  

haldinn í Molanum, þriðjudaginn 5. maí 2015

og hófst hann kl. 13:00 

Fundinn sátu Sigurður Baldursson, Halldór Árni Jóhannsson, Ármann Elísson, Þórhalla Ágústsdóttir, Marsibil Erlendsdóttir í síma, Guðmundur Elíasson og Anna Katrín Svavarsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1.

1502072 - Kortlagning beitarsvæða í Fjarðabyggð

Lagt fram minnisblað um úthlutun og gjaldtöku á leigulandi í landi Fjarðabyggðar, drög að samningi um leiguland í landi Fjarðabyggðar og reglum um leigulönd. Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti eftirfarandi fyrirkomulag en vísar málinu aftur til framkvæmdasviðs til frekari vinnslu.

 

2.

1503191 - Umsóknum afnota af landi til að efla æðarvarp í landi Fjarðabyggðar

Frá 422. fundir bæjarráðs. Framlagt bréf Gunnars B. Ólafssonar þar sem óskað er afnota af landi Fjarðabyggðar í botni Reyðarfjarðar frá landamerkjum Sléttu og Fjarðabyggðar og út á Bjargareyri við norðanverðan Reyðarfjörð. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til umsagnar. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar. Bæjarráð óskar eftir við landbúnaðarnefnd að við umsögn hennar verði heildstætt hugað að ráðstöfun nytja og hlunninda lands í eigu sveitarfélagsins. Landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í ráðstöfun lands í eigu Fjarðabyggðar til nytja og hlunninda og felur framkvæmasviði að gera tillögu að reglum og gjaldtöku. Nefndin felur framkvæmdasviði að svara umsókn Gunnars B. Ólafssonar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:15.