mobile navigation trigger mobile search trigger
23.11.2015

132. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 132. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 23. nóvember 2015 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson, Ragnar Sigurðsson, Svanhvít Yngvadóttir, Einar Már Sigurðarson, Esther Ösp Gunnarsdóttir og Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri er jafnframt ritaði fundargerð.

Marinó Stefánsson sat fundinn undir liðum 1 og 17

Valur Sveinsson sat fundinn undir liðum 2 til 11

Helga Guðrún Jónasdóttir sat fundinn undir lið 17

Páll Björgvin Guðmundsson sat fundinn undir liðum 12 og 17

Jón Björn Hákonarson vék af fundi undir lið 12

 

Dagskrá:

 

1.

1511117 - Lóðamörk Hlíðargötu 21 og 23

Lagður fram tölvupóstur frá Jónínu Hörpu Njálsdóttur og Birki Rafni Stefánssyni eigendum eftri hæðar að Hlíðargötu 21 Norðfirði, dagsettur 20. nóvember 2015, varðandi lóðarmörk milli húsa við Hlíðargötu 21 og 23 og bílastæði. Erindi vegna bílastæða við Hlíðargötu 21 var tekið fyrir á fundi nefndarinnar 31. desember 2010. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að nýr lóðarleigusamningur verði gerður vegna Hlíðargötu 21 og hann látinn falla að lóð Hlíðargötu 23. Bílastæði fyrir Hlíðargötu 21 verði leyst innan lóðarinnar.

 

2.

1402076 - Geymslusvæði fyrir gáma í Fjarðabyggð

Kynnt staða aðgerða vegna stöðuleyfisskyldra lausafjármuna. Verkefnið hefur verið kynnt íbúum og fyrirtækjum með auglýsingum. Einnig er búið að senda um 170 bréf á lóðarhafa þar sem stöðuleyfisskildir lausafjármunir eru innan lóðar. Búið er að veita 25 stöðuleyfi á iðnaðar og athafnalóðum. Búið er að veita tvö stöðuleyfi á skipulögðum gámasvæðum. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur framkvæmdasviði að vinna áfram að verkefninu og senda þeim lóðarhöfum sem ekki hafa enn brugðist við ítrekun um að sækja þurfi um stöðuleyfi ella verði úrræðum, sbr. gr. 2.6.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012, beitt. Byrjað verði á íbúðahverfum.

 

3.

1510154 - 735 Deiliskipulag Leira 1, breyting - sameining lóða

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, tillögu að breytingu á deiliskipulagi Leiru 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu, skipulagsuppdráttur með greinargerð, dags. 18. nóvember 2015 og felur meðal annars í sér sameiningu lóða við Leirukrók 5,7,9,11,14, 16 og 18 í eina, Leirukrók er skipt upp og gatan gerð að tveimur botnlöngum, númer lóða breytast ofl. Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.

 

4.

1511096 - 735 Hátún 11 - Bílastæðamál

Lagður fram tölvupóstur Bergs Óskars Ólafssonar, dagsettur 16. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir umráðarétti á 3-4 bílastæðum á götu neðan steypts veggjar á lóðarmörkum húss hans að Hátúni 11 á Eskifirði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki fallist á að íbúar hafa einkastæði á götum sveitarfélagsins. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að ræða við bréfritara.

 

5.

1511072 - 740 Nesgata 38 - Byggingarleyfi - viðbygging

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Guðmundar Skúlasonar, dagsett 3. nóvember 2015, þar sem sótt er um leyfi að byggja 22,8 m2 og 64 m3 sólstofu við hús hans að Nesgötu 38 á Norðfirði. Aðalhönnuður er Sigurjón Hauksson hjá Eflu verkfræðistofu. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

6.

1511094 - 740 Þiljuvellir 11 - Byggingarleyfi - Verönd

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Theódóru Alfreðsdóttur fh. Listasmiðju Norðfjarðar, dagsett 16. nóvember 2015, þar sem sótt er um leyfi að byggja 10,1 m2 og 56,4 m3 verönd við vesturgafl hús Listasmiðjunnar að Þiljuvöllum 11 á Norðfirði. Aðalhönnuður er Steindór Hinriksson. Samþykki Minjastofnunar liggur fyrir. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

7.

1511081 - Þiljuvellir 13 - byggingarleyfi - fluttingur á húsi.

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Marinós Stefánssonar fh. Fjarðabyggðar, dagsett 12. nóvember 2015, þar sem sótt er um leyfi að flytja Gamla Lúðvíkshúsið af núverandi lóð á Eyrargötu á nýja lóð að Þiljuvöllum 13 á Norðfirði. Samþykki Minjastofnunar liggur fyrir. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin. Grenndarkynning nái til Þiljuvalla 11, 12, 14 og 19 og Miðstrætis 6, 8a og 10.

 

 

8.

1509171 - 750 Deiliskipulag urðunarstaðar í Þernunesi

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi urðunarstaðarins í Þernunesi ásamt greinagerð og umhverfisskýrslu dagsett 19. nóvember 2015. Deiliskipulags tillagan er um 31,1 ha að stærð. Þar er gert ráð fyrir urðun á allt að 4.000 tonnum á ári á tveimur urðunarsvæðum, Mýrdal annars vegar, þar sem gert er ráð fyrir að urða almennan úrgang, og Auratúni hins vegar, þar sem timbur er urðað. Urðun hefur átt sér stað á svæðinu samkvæmt starfsleyfi sem rennur út 1. júlí 2018. Óheimilt er að urða fljótandi úrgang, hjólbarða, brotajárn eða spilliefni á urðunarsvæðunum. Aðkoma frá Vattarnesvegi (955). Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan ásamt greinagerð og umhverfisskýrslu verði kynnt íbúum og hagsmunaðilum á opnum fundi eigi síðar en 4. desember 2015.

 

9.

1511031 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhleðslu og bakkavarna í Sléttuá

Lögð fram framkvæmdarleyfisumsókn Sigurðar Baldurssonar, dagsett 31. október 2015, þar sem óskað er eftir heimild til að bakkaverja Sléttuá í Reyðarfirði með fyrirhleðslu. Fyrirhugað er að sprengja hluta af neðsta klettabeltinu í Fossá og nýta efni þaðan í framkvæmdina. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir sína parta og að öðrum leyfum uppfylltum.

 

10.

1409085 - Málefni Eskifjarðarvallar

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Stefáns Más Guðmundssonar fh. Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar, dagsett 1. nóvember 2015, þar sem sótt er um leyfi að byggja 300 sæta stúku við Eskjuvöll á Eskifirði samkvæmt teikningum TPZ teiknistofu. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

11.

1511100 - Folf völlur í Neskaupstað

Lagt fram bréf frá Höskuldi Björgúlfssynir og William Geir Þorsteinssyni þar sem óskað er eftir leyfi sveitarfélagsins til að koma upp folf velli við skógræktina í Neskaupstað. Auk þess er óskað eftir aðkomu sveitarfélagsins við framkvæmdina. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið en fyrst skal leitað umsagnar Skógræktarfélags Norðfjarðar. Málið verður tekið fyrir að nýju þegar umsögn Skógræktarfélagsins liggur fyrir.

 

12.

1103156 - Vatnsveita Fjarðabyggðar - vatnsból Norðfirði

Niðurstaða nefndar færð í trúnaðarmálabók.

 

13.

1409178 - lóð undir nýja sorpmóttöku gámavöll.

Lagt fram bréf frá íbúasamtökum Eskifjarðar, dagsett 17. nóvember 2015, varðandi lóð undir nýjan sorpmóttöku gámavöll. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur mannvirkjastjóra að svara bréfritara.

 

14.

1511098 - Mat á framtíðar vatnsbóli á Eskifirði

Lagt fram bréf frá íbúasamtökum Eskifjarðar, dagsett 17. nóvember 2015, varðandi mat á framtíðar vatnsból á Eskifirði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur mannvirkjastjóra að svara bréfritara á grundvelli umræðu í nefndinni.

 

15.

0903071 - Snjóflóðavarnir Tröllagili Norðfirði

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 68. verkfundi sem haldinn var 29. október 2015.

 

16.

1510014 - Stofnun starfshóps um göngu- og hjólreiðastíga

Lögð fram þau kort sem til eru hjá framkvæmdasviði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd mun skoða gögnin og mun taka fyrir að nýju á næsta fundi.

 

17.

1511102 - Framskrið í Helgustaðahreppi nóv 2015

Lögð fram til kynningar gögn sem varða framskrið í Helgustaðahreppi. Auk þess kom Hjalti Sigurðsson inn á fundinn og fór yfir þær mælingar sem gerðar eru í þessu samhengi.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.