mobile navigation trigger mobile search trigger
02.05.2016

144. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 144. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 2. maí 2016  og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson formaður, Ragnar Sigurðsson, Svanhvít Yngvadóttir, Einar Már Sigurðarson, Esther Ösp Gunnarsdóttir, Valur Sveinsson Skipulags- og byggingarfulltrúi og Marinó Stefánsson sviðstjóri framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs.

Fundargerð ritaði Valur Sveinsson skipulags- og byggingarfulltrúi.

Dagskrá:

1.

1604031 - Eyðing Lúpínu í Fjarðabyggð

Umhverfisstjóri fer yfir þau verkefni sem eru framundan til kynningar fyrir Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd s.s. vinnuskólan og eyðingu ásækinna plantna.

 

2.

1602039 - Almenningssamgöngur 2016

Lagðar fram til kynningar fundargerðir starfshóps SSA varðandi framtíðarfyrirkomulag almenningssamgangna á Austurlandi. Einnig lagt fram minnisblað verkefnastjóra varðandi samninga vegna almennings-samgangna. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur verkefnastjóra á framkvæmdasviði að vinna áfram að málinu á grundvelli umræðana á fundinum.

 

3.

1510008 - Umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2015

Lagt var fram minnisblað varðandi úthlutun úr Framkvæmdsjóði Ferðamannastaða vorið 2016.
Fjarðabyggð fékk úthlutað 9,0 mkr. vegna áframhaldandi uppbyggingu við Hólmaness, og 2,4 mkr. til hönnunar og skipulagsvinnu við Fólkvanginn í Neskaupstað.
Einnig fékk Minjastofnun Íslands úthlutað 1,35 mkr. til þess að bæta öryggi við skipsflakið Tanga í Mjóafirði, en sveitarfélagið er samstarfsaðili í því verkefni.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur framkvæmdasviði að vinna málið áfram og undirbúa framangreind verkefni þannig að þau komist á framkvæmdastig.

 

4.

1508030 - Skilti og merkingar

Lögð eru fram tvö minnisblöð verkefnisstjórnar varðandi skilti í Fjarðabyggð. Annars vegar varðandi úrelt skilit í sveitarfélaginu, sem lagt er til að verði fjarlægð. Hins vegar varðandi tillögu um forgangsröðun og endurnýjun á upplýsingarskiltum í Fjarðabyggð.

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd lýst vel á framkomnar hugmyndir verkefnastjórnar og felur honum að vinna málið áfram.

 

 

5.

1604154 - Fyrirlestur um öryggismál, hönnun og viðhald vega í núinu og til framtíðar

Hjólafélagar bjóða upp á fyrirlestur um öryggismál, hönnun og viðhald vega sem verður haldinn á Reyðarfirði. Ólafur Guðmundsson heldur fyrirlesturinn á vegum hjólafélaga. jafnfram er óskað eftir framlagi til átaksins upp á 20.000kr.  Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur Sviðstjóra framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs að ganga frá umbeðnu framlagi til hjólavina og einnig að sækja fyrirlesturinn.

 

6.

1601270 - Egilsbúð - viðhaldsmál

Opnuð voru tilboð í verkið "Egilsbúð, klæðningar og gluggaskipti mars 2016" þriðjudaginn 26 apríl.  Þrjú tilboð bárust í verkið, öll yfir kostnaðaráætlun. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að ganga til samninga við lægst bjóðanda.

 

7.

1306026 - 740 - Deiliskipulag Kirkjuból, hesthúsa og búfjársvæði

Lagðar fram tillögur að nýjum vegtengingum við Norðfjarðarveg.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að vinna áfram með tillögu sem gerir ráð fyrir aðkomu í gegnum hesthúsa og búfjársvæði. Tilagan verði kynnt forsvarsmönnum Hestamannafélagsins Blæs.

 

8.

1604157 - Umsókn um lóð

Lögð fram lóðarumsókn Marinós Stefánssonar fh. Fjarðabyggðar, dagsett 28. apríl 2016, þar sem sótt er um lóð fyrir aðstöðuhús ofan við Norðfjarðarvöll.  Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að breyta deiliskipulagi miðbæjar Neskaupstaðar þannig að gert sé ráð fyrir aðstöðuhúsi ofan Norðfjarðarvallar. Farið verði með breytinguna sem óverulega og hún grenndarkynnt íbúum Mýrargötu 2 sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að grenndarkynningu lokinni verði umsóknin tekin fyrir að nýju.

 

9.

1408071 - 730 - Hraun 1 byggingarleyfi - 620 stjórnunarbygging

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Halldórs Eiríkssonar, TBL architects fh. Alcoa Fjarðaál sf, dagsett 28. apríl 2016, þar sem sótt er um samþykki reyndarteikninga fyrir 620 Stjórnunar- og skrifstofubyggingar fyrirtækisins að Hrauni 1 á Reyðarfirði.  Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

10.

1509147 - 730 Hraun 1 - Byggingarleyfi 341 kerskálastjórnstöð

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Halldórs Eiríkssonar, TBL architects fh. Alcoa Fjarðaál sf, dagsett 15. apríl 2016, þar sem sótt er um samþykki reyndarteikninga fyrir 341 Kerskálastjórnstöð fyrirtækisins að Hrauni 1 á Reyðarfirði.  Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

11.

1604143 - 730 Hafnargata 6 - Byggingarleyfi, dyraskýli

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jóns Ólafs Eiðssonar, Trévangi ehf fh. Machinery ehf, dagsett 26. apríl 2016, þar sem sótt er um leyfi til að setja opið dyraskýli við austur inngang að húsi fyrirtækisins að Hafnargötu 6 á Reyðarfirði.  Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

12.

1604166 - Breyting og endurnýjun á þaki að Starmýri 11 - 740

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Sindra Karls Sigurðssonar, dagsett 27. apríl 2016, þar sem sótt er um leyfi til að framlengja þak að norðanverðu á húsi hans að Starmýri 11 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

13.

1510182 - 750 Notkun fjöleignarhússins að Búðavegi 35

Lagt fram til kynningar álit kærunefndar húsamála í máli 53/2015 dagsett 11. apríl 2016. Lagt fram til kynningar bréf eiganda neðri hæðar Búðavegs 35, dagsett 21. apríl 2016.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara bréfi eiganda neðri hæðar Búðavegar 35 og jafnframt að kalla eftir áliti eigenda efri hæðar Búðavegar 35 á fram komnu áliti kærunefndar húsamála.

 

14.

1402076 - Geymslusvæði og stöðuleyfi fyrir gáma og lausafé í Fjarðabyggð

Kynnt staða aðgerða vegna stöðuleyfisskyldra lausafjármuna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna áfram að verkefninu og senda þeim lóðarhöfum íbúðarlóða, sem ekki hafa enn brugðist við ítrekun um að sækja þurfi um stöðuleyfi, bréf um lausafjármunir verði fjarlægðir, sbr. úrræði í gr. 2.6.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Nefndin samþykkir einnig að lóðarhöfum iðnaðarlóða, sem ekki hafa enn brugðist við bréfum um stöðuleyfisskyldu lausafjármuna, verði send ítrekun um að sækja þurfi um stöðuleyfi.

 

15.

1604033 - Aðgengið að ós við Norfjarðará

Lagt fram erindi frá Kristni V. Jóhannssyni, dagsett 6. apríl 2016, þar sem óska er eftir að hlið og skilti sem sett hefur verið á akstursleiðina út á eyrina utan við Norðfjarðarflugvöll verði fjarlægt hið fyrsta.Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með bréfritara um að aðgengi þurfi að vera að eyrinni og ósi Norðfjarðarár. Sviðsstjóra falið að finna lausn í samráði við Isavía.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.