mobile navigation trigger mobile search trigger
16.06.2016

146. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 146. fundur
haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 30. maí 2016
og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson formaður, Ragnar Sigurðsson, Svanhvít Yngvadóttir, Einar Már Sigurðarson, Esther Ösp Gunnarsdóttir, Valur Sveinsson Skipulags- og byggingarfulltrúi, Marinó Stefánsson sviðstjóri framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs.

Fundargerð ritaði: Valur Sveinsson, Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. 1502042 - 735 - Deiliskipulag Hlíðarenda
Lagðar fram til kynningar hugmyndir Kömmu Daggar Gísladóttur að safnasvæði með lifandi tengingu við samfélagið og hugmyndavinna nemenda og kennara í safnafræði um framtíð og skipulag safnastarfs á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd lýst vel á framkomnar tillögur og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið milli fundi.

2. 1605146 - 730 Vallagerði 15 - Byggingarleyfi,sólpallur
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Andra Martins Sigurðssonar fh. Ísaks Fannars Sigurðssonar, dagsett 23. maí 2016, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 50 m2 sólpall/stækkun svala við hús hans að Vallargerði 15 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

3. 1605130 - 735 Túngata 8 - Byggingarleyfi,bílskúr
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Björgvins Björgvinssonar, dagsett 23. maí 2016, þar sem sótt er um leyfi til að klæða bílskúr hans að Túngötu 8 á Eskifirði að utan með báruklæðningu og einangra.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

4. 1605096 - 750 Skólavegur 84 Byggingarleyfi - Sólpallur
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Birgis Kristmundssonar, dagsett 16. maí 2016, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 12.5 m2 sólpall/stækkun svala við hús hans að Skólavegi 84 á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

5. 1605136 - Umsókn um stöðuleyfi - gámur
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Björgvins Sveinssonar fh. Útgerðarfélagsins Þórs ehf, dagsett 24. maí 2016, þar sem óskað er eftir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir gám undir hákarlaverkun ofan Norðfjarðarvegar við Naustahverfi á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að stöðuleyfi verði veitt til allt að 8 mánaða eða þegar verkun hákarls likur. Leyfið er einnig skilyrt því að umhverfi gámsins verði gert snyrtilegt og ella verði leyfið afturkallað.

6. 1510182 - 750 Notkun fjöleignarhússins að Búðavegi 35
Lagt fram til kynningar bréf eiganda efri hæðar Búðavegar 35, dagsett 24. maí 2016, vegna álits kærunefndar húsamála í máli 53/2015.

7. 1301195 - 735 Strandgata 12 - lóðamál
Lagt fram til kynningar bréf vegna lóðarmála Strandgötu 12 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til bæjarráðs til umfjöllunar.

8. 1605125 - Eskjutún - tenging við rafmagn
Íbúasamtök Eskifjarðar óska eftir gengið verði frá rafmagni við Eskju túnið svo hægt sé að nýta það fyrir viðburði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til úrvinnslu hjá sviðstjóra framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs.

9. 1605156 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - eigna-,skipulags og umhverfisnefndar
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmda-umhverfis- og veitusviðs að lista upp verkefni sem nefndin hefur rætt um að setja í forgang.

10. 1602074 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands árið 2016
Lögð fram til kynningar

11. 1605124 - Setubekkur við göngustíg á Eskifirði
Íbúasamtök Eskifjarðar óska eftir í samvinnu við Fjarðabyggð að setja upp setubekk við göngustíg
meðfram sjónum, fyrir utan lögreglustöðina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til úrvinnslu hjá sviðstjóra framkvæmda-umhverfis og veitusviðs.

12. 1510008 - Umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2015
Lagðir voru fram tveir samningar við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna Fólkvangsins í Neskaupstað annars vegar og Hólmanes - Fólkvangur og friðland hins vegar.

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samningana fyrir sitt leyti og felur sviðstjóra að koma þeim í framkvæmd.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að skoða framtíðar skipulaga Fólkvangsins og friðlandsins í Hólmanesi og umsjón þeirra.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00