mobile navigation trigger mobile search trigger
09.02.2017

168. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 168. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,

9. febrúar 2017 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson Formaður, Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður, Einar Már Sigurðarson Aðalmaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður, Ragnar Sigurðsson Varaformaður, Valur Sveinsson Embættismaður, Marinó Stefánsson Embættismaður og Anna Berg Samúelsdóttir Embættismaður.

Fundargerð ritaði Valur Sveinsson.

Dagskrá: 

1.

1610078 - Leigulönd í Fjarðabyggð

Fundur var haldinn með hestamönnum 2. febrúar síðastliðinn vegna reglna um leigulönd í Fjarðabyggð. Farið yfir efni fundarins.
Nefndin samþykkir að formaður ásamt Einari Má og umhverfisstjóra fari yfir málin og leggi fyrir nefndina að nýju.

2.

1701233 - Landbrot - gömlu ruslahaugarnir í Hólmanesi

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að meta kostnað við sjóvarnargarð á svæðinu og fyrirkomulag styrkja hjá Vegagerðinni vegna landbrots af sjó.

3.

1606126 - Landsáætlun og Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að svara Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga um þær áherslur sem nefndin telur vanta í áætunina fyrir árið 2017 en þær eru deiliskipulagsvinna fyrir Klifurbrekkufossa í Mjóafirði og landvörð með starfstöð í sveitarfélaginu.

4.

1612066 - Tjaldsvæði Fjarðabyggð 2017

Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um rekstur tjaldstæða í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra og umhverfisstjóra að taka saman frekari upplýsingar og leggja fyrir nefndina að nýju.

5.

1602108 - Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir

Lögð fram niðurstaða um útboð ofanflóðaframkvæmda við Ljósá frá Framkvæmdasýslu ríkisins. Eitt tilboð barst að upphæð 212.742.842 kr. frá Héraðsverki og MVA.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu Framkvæmdasýslunnar um að tilboði verði tekið.

6.

1702054 - Ljósleiðaralagning í dreifbýli - Vatnsveita Fannardalur

Fjarðabyggð hefur ákveðið að unnið verði að umsókn um styrk til Fjarskiptasjóðs til ljósleiðaralagningar í dreifbýli. Fyrstu áfangar verkefnisins eru áformaðir á árinu 2017 með lagningu ljósleiðara frá Heyklifi í Stöðvarfirði, inn Fáskrúðsfjörð sunnanverðan um Daladal, gegnum Fáskrúðsfjarðargöng inn að Áreyjum ásamt Norðfjarðarsveitinni.
Verði farið í þessar framkvæmdir samþykkir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að tekin verði ljósleiðaratengin að viðkomandi mannvirkjum.

7.

1702053 - Ljósleiðaralagning í dreifbýli - Vatnsveita Eskifjarðardalur

Fjarðabyggð hefur ákveðið að unnið verði að umsókn um styrk til Fjarskiptasjóðs til ljósleiðaralagningar í dreifbýli. Fyrstu áfangar verkefnisins eru áformaðir á árinu 2017 með lagningu ljósleiðara frá Heyklifi í Stöðvarfirði, inn Fáskrúðsfjörð sunnanverðan um Daladal, gegnum Fáskrúðsfjarðargöng inn að Áreyjum ásamt Norðfjarðarsveitinni. Verði farið í þessar framkvæmdir samþykkir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að tekin verði ljósleiðaratengin að viðkomandi mannvirkjum.

8.

1702052 - Ljósleiðaralagning í dreifbýli - Kirkjumelur

Fjarðabyggð hefur ákveðið að unnið verði að umsókn um styrk til Fjarskiptasjóðs til ljósleiðaralagningar í dreifbýli. Fyrstu áfangar verkefnisins eru áformaðir á árinu 2017 með lagningu ljósleiðara frá Heyklifi í Stöðvarfirði, inn Fáskrúðsfjörð sunnanverðan um Daladal, gegnum Fáskrúðsfjarðargöng inn að Áreyjum ásamt Norðfjarðarsveitinni. Verði farið í þessar framkvæmdir samþykkir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að tekin verði ljósleiðaratengin að viðkomandi mannvirkjum.

9.

1604014 - Samningur Veraldarvinir í Fjarðabyggð

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra ásamt umhverfisstjóra að endurnýja samning við Veraldavini.

10.

1702038 - Gjaldskrá 2017 samþykkt - Strætisvagnar Austurlands

Lögð fram til kynningar gjaldskrá Strætisvagna Austurlands.

11.

1701237 - Varðar auknar sýnatökur af neysluvatni sem er geislað

Varðar auknar sýnatökur af neysluvatni sem er geislað. Fjölgun reglubundinna sýna í geisluðu vatni. Á fundi heilbrigðisnefndar sem haldinn var 7.12.2016 var samþykkt tillaga um að kynna rekstaraðilum neysluvatnsveitna sem nota geislatæki til að hreinsa neysluvatnið tillögu um að fjölga sýnatökum lítillega.  

Ástæða virðist vera til að vakta betur geislað vatn heldur en borholuvatn. Í flestum tilfellum er neysluvatn sem þarf að geisla tekið út brunnum eða yfirborðsvatn notað og í ljós hefur komið að geislatæki eru viðkvæm fyrir sveiflum í rafstraumi o.fl. Af hálfu HAUST hafa sýni af neysluvatnsveitum verið tekin skv. kröfum neysluvatnsreglugerðar nr. 536/2001 (sjá töflu sem fylgir). Um er að ræða lágmarksfjölda sýna, ekki síst þar sem veiturnar sjálfar eru ekki að taka sýni sem hluta af innra eftirliti veitnanna. Í tillögunni er gert ráð fyrir að fjölga sýnum um eitt þar sem taka ber tvö sýni árlega og um tvö þar sem taka ber fjögur sýni árlega.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd lýsir ánægju með fjölgun sýnatöku úr vatnsveitum.

12.

1701199 - Skipulagslýsing Breiðdalshrepps

Lögð fram til umsagnar skipulagslýsing vegna nýs aðalskipulags fyrir Breiðdalshrepp 2016-2036.  
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við lýsinguna.

13.

1611050 - 755 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 breyting, þéttbýlisuppdráttur fyrir Stöðvarfjörð, reitur I1

Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulags fyrir Stöðvarfjörð, reitur I1.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að breytingartillagan verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum í samræmi við skipulagslýsingu.

14.

1701099 - 735 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027. - breyting, stækkun hafnarsvæðis á Eskifirði

Lögð fram skipulags- og matslýsing vegna breytingar á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulags fyrir Eskifjörð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skipulags- og matslýsingu fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.

15.

1701100 - Deiliskipulag Leira 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu - breyting, stækkuna hafnarsvæðis

Lögð fram skipulags- og matslýsing vegna breytingar á deiliskipulagi Leiru 1, iðnaðar og hafnarsvæðis sunnan Strandgötu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skipulags- og matslýsingu fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.

16.

1701140 - 740 Nesbakki 3, Byggingarleyfi - Svalalokun

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Magnúsar Bjarkasonar, dagsett 2. febrúar 2017, þar sem sótt er um leyfi til að byggja yfir hluta af svölum og fjarlægja núverandi gluggaveggi í stofu í íbúð hans að Nesbakka 3 á Norðfirði. Samþykki annarra eiganda hússins liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

17.

1702027 - 735 Strandgata 88 - byggingarleyfi - sjóhús

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Berglindar Steinu Ingvarsdóttur, dagsett 30. janúar 2017, þar sem sótt er um leyfi til að gera upp og færa hús hennar að Strandgötu 88 á Eskifirði sunnar og vestar á lóðinni ásamt því að gera íbúð á 2. hæð samkvæmt teikningum frá AVH, arkitektúr, verkfræði, hönnun.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

18.

1702028 - 735 Strandgata 122 - byggingarleyfi - utanhúss klæðning

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Sævars Guðjónssonar fh. Ferðaþjónustunnar á Mjóeyri, dagsett 28. janúar 2017, þar sem sótt er um leyfi til að einangra- og klæða eldri smáhýsi ferðaþjónustunnar, að Strandgötu 122 á Eskifirði, að utan með báruáli líkt og nýrri hús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

19.

1701186 - 735 Strandgata 12 - stálgrindarhús - byggingarleyfi

Lögð fram umsókn Stefáns Ingvarssonar um byggingaráform fh. Egersund hf, dagsett 17. janúar 2017, þar sem sótt er um leyfi til að reisa dúkklætt stálgrindarhús á lóð fyrirtækisins að Strandgötu 12 á Eskifirði. Húsið mun verða reist á núverandi sökklum sem eru 20x36m með um 6m vegghæð. Aðkoma yrði frá Hafnargötu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti áætlaða vegghæð en vísar endanlegri afgreiðslu til bæjararstjórnar í samræmi við 4. gr. almennra skipulags- og byggingarskilmála með deiliskipulagi svæðisins.
Nefndin samþykkir áætlaða stærð byggingar en getur ekki fallist á að stálgrind verði dúkklædd þar sem það samræmist ekki 4. gr. almennra skipulags- og byggingarskilmála með deiliskipulagi.

20.

1702061 - 740 Marbakki 5, Byggingarleyfi - garðhús

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Sigurðar Kára Jónssonar, dagsett 7. febrúar 2017, þar sem sótt er um leyfi til að staðsetja garðhús innan lóðarar hans að Marbakka 5 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar samþykki nágranna og öll tilskilin gögn liggja fyrir.

21.

1701067 - 735 Bleiksárhlíð 56 - Endurnýjun á lóðarleigusamning

Lögð fram beiðni Fjarðabyggðar um að lóðarleigusamningur Bleiksárhlíðar 56 á Eskifirði verði endurnýjaður. Lagt fram nýtt lóðarblað fyrir Bleiksárhlið 56.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.

22.

1701066 - 740 Blómsturvellir 26-32 - Endurnýjun á lóðaleigusamning

Lögð fram beiðni Fjarðabyggðar um að gerður verði lóðarleigusamningur fyrir Blómsturvelli 26-32 á Norðfirði. Lagt fram nýtt lóðarblað fyrir Blómsturvelli 26-32.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði gerður í samræmi við lóðarblað.

23.

1702035 - 755 Hvalnes við Stöðvarfjörð - Beiðni um framkvæmdarleyfi v. grjótnáms

Lögð fram ódagsett framkvæmdarleyfisumsókn Sveins Sveinssonar fh. Vegagerðarinnar þar sem óskað er eftir leyfi til að vinna um 6.000 m3 af föstu efni í grjótnámu við Hvalnes í Stöðvarfirði til viðgerðar á brimvörn á Breiðdalsvík. Einungis verður unnið stórt grjót úr námunni og er áætlað að um 4.000m3 af lausu efni verði eftir í námunni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið.

24.

1611016 - Ný reglugerð um heimagistingu, gististaði og skemmtanahald - verkferlar ofl.

Lögð fram til kynningar drög að verklagsreglum vegna umsagna til Sýslumanns í tengslum við nýja reglugerð um heimagistingu, gististaði og skemmtanahald. Jafnframt lögð fram fundargerð fundar byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits Austurlands um sama efni.

25.

1701149 - Drög að reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit

Lögð fram til kynningar drög að reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur slökkviliðsstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa að yfirfara drögin og leggja fyrir nefndina ef þurfa þykir.

26.

1702018 - Búðavegur 35 - stefna

Lögð fram til kynningar stefna vegna Búðavegar 35
Vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

27.

1508067 - Kauptilboð - Skólavegur 98-112 grunnur Fáskrúðsfirði.

Fylkir ehf óskar eftir viðræðum um lengingu á tímafrestum sem ákveðnir voru og vonast eftir því að geta útfært slíkt nánar í samráði og samvinnu við Fjarðabyggð.
Bæjarstjóri hefur fundað með forráðamönnum Fylkis ehf og leggur til að framlengja efni kaupsamnings um frest verkefnis til 15. mars 2017 enda munu allar verk- og vinnuteikningar liggja fyrir á þeim tíma.  Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu bæjarstjóra og að Fylki ehf verði gert að ganga frá lóð þannig að slysa- og fokhætta verði ekki á lóðunum.

Anna Berg Samúelsdóttir umhverfisstjóri sat fundarliði 1-4

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45.