mobile navigation trigger mobile search trigger
12.11.2015

18. fundur menningar- og safnanefndar

Menningar- og safnanefnd - 18. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, fimmtudaginn 12. nóvember 2015 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu Björn Hafþór Guðmundsson varaformaður, Pálína Margeirsdóttir, Elías Jónsson, Björgvin V Guðmundsson, Kristinn Þór Jónasson. Einnig sátu fundinn Pétur Þór Sörensson, Helga Guðrún Jónasdóttir og Gunnlaugur Sverrisson er jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

 

1.

1306017 - Menningarstefna

Verkefnastjóri atvinnu- og þróunarmála sat þennan lið fundarins. Drög að Menningarstefnu Fjarðabyggðar lögð fram til kynningar. Reiknað er með að stefnan verði tekin til endanlegrar afgreiðslu fyrir áramót en að því loknu verður stefnunni vísað til bæjarráðs. Stýrihópur hefur ekki fjallað um drögin á fundi en gerir það á næstu dögum.

 

2.

1510181 - East Iceland Summer Academy 2016

Verkefnastjóri atvinnu- og þróunarmála sat þennan lið fundarins. Härjedalens Kulturcentrum, Flavia Devonas hefur sótt um 7.000 evra styrk ( um 1 milljón ISK) frá Fjarðabyggð, til að halda viðburð í formi 10 daga vinnustofu sumarið 2016 í Neskaupstað. Búið er að sækja um styrk til Kultur Kontakt Nord. Nefndin tekur vel í erindið en hefur ekki fjármuni til að leggja í verkefnið og vísar því til bæjarráðs með ósk um framlag til þess, verði af því.

 

3.

1503052 - Áfangastaðurinn Austurland - kynning

Verkefnastjóri atvinnu- og þróunarmála sat þennan lið fundarins. Framlagt til kynningar erindi frá Austurbrú um áfangastaðinn Austurland og skipulagsvinnu. FAUST hefur skuldbundið sig til að sækja fjármagn til yfirstjórnar (Daniel Byström) verkefnisins á árinu 2016 - 2017 í samstarfi við Austurbrú. Óskað er eftir samvinnu við sveitarfélögin. Menningar- og safnanefnd samþykkir að tilnefna markaðs- og upplýsingafulltrúa í rýnihóp vegna stefnumótunar og framtíðarsýnar og formann menningar- og safnanefndar til vara.

 

4.

1510147 - Menningarlandið 2015 - málþing um tölfræði menningar og skapandi greina

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um málþing sem haldið var í Reykjavík í gær.

 

5.

1511011 - Minjar úr Norðfjarðargöngum

Erindi Sigga Jenssonar er varðar hugmyndir um sýningu á ýmsum minjum í tengslum við undirbúning og gerð Norðfjarðarganga. Menningar- og safnanefnd þakkar bréfritara erindið en telur ekki grundvöll fyrir sýningu af þessu tagi á vegum sveitarfélagsins.

 

6.

1511041 - Stuðningur við Snorraverkefnið 2016

Ósk um stuðning við Snorraverkefnið 2016. Menningar- og safnanefnd hafnar erindinu.

 

7.

1510104 - Styrkbeiðni - Leikfélag Norðfjarðar

Leikfélag Norðfjarðar óskar eftir styrk fyrir húsaleigu vegna sýninga félagsins á Benedikt Búálfi. Menningar- og safnanefnd vísar beiðni til úthlutunar styrkja í byrjun næsta árs.

 

8.

1510200 - Umsókn um styrk til að halda hernámsdaginn 2016

Erindi íbúasamtakannna á Reyðarfirði þar sem óskað er eftir styrk til að halda hernámsdaginn og bryggjuhátíð með breyttu og stærra sniði á næsta ári. Menningar- og safnanefnd líst vel á hugmyndir um sameinaða hátíð og felur forstöðumanni Safnastofnunar og markaðs- og upplýsingafulltrúa, að fara betur yfir framkvæmd með íbúasamtökunum.

 

9.

1509028 - Uppgröftur í Stöð

Framlögð til kynningar fornleifaskráning Bjarna F. Einarssonar ásamt pósti frá Björgvin Val Guðmundssyni um fornleifarannsóknir á Stöð í Stöðvarfirði. Forstöðumanni Safnastofnunar var á síðasta fundi falið að kanna ferilinn og mögulegar leiðir til að fjármagna verkefnið þannig að hefja megi rannsóknir á svæðinu. Fjármögnun hefur verið tryggð af Fjarðabyggð og úr Uppbyggingarsjóði Austurlands, auk þess sem bæjarráð hefur ábyrgst forvörslu á þeim munum sem kunna að finnast til áramóta. Bjarni mun hefja framkvæmdir seinni hluta nóvembermánaðar. Menningar- og safnanefnd fagnar verkefninu.

 

10.

1511070 - Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2015 - 24.nóvember

Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga verður haldinn þriðjudaginn 24. nóvember kl.14:00 í Gamla Kaupfélaginu á Breiðdalsvík. Menningar- og safnanefnd tilnefnir formann menningar- og safnanefndar til setu á aðalfundinum og forstöðumann Safnastofnunar til vara.

 

11.

1506139 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016

Bréf bæjarstjóra til menningar- og safnanefndar, sent milli umræðna í bæjarstjórn. Lagt fram til kynningar.

 

12.

1510062 - Íbúafundur á Eskifirði 9.október

Framlögð gögn til kynningar vegna samstarfsverkefnis Sjóminjasafns Austurlands og safnafræðisviðs Háskóla Íslands og Kömmu Daggar Gísladóttur um uppbyggingu og skipulag safnasvæðis í útbænum á Eskifirði. Skýrsla er væntanleg í desember nk.

 

13.

1510201 - Beiðni um að halda hátíð 1-3.júlí

Erindi íbúasamtakanna á Reyðarfirði er varðar sameinaða hátíð hernámsdagsins og bryggjuhátíðar dagana 1. til 3. júlí 2016. Óskað er eftir upplýsingum um hvert áætlað rástöfunarfé hátíðarinnar verður. Menningar- og safnanefnd líst vel á hugmyndir um sameinaða hátíð og felur forstöðumanni Safnastofnunar og markaðs- og upplýsingafulltrúa, að fara betur yfir framkvæmd með íbúasamtökunum.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.