mobile navigation trigger mobile search trigger
01.10.2017

186. fundur eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 186. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, 25. september 2017 og hófst hann kl. 16:00 

Fundinn sátu:

Jón Björn Hákonarson formaður, Svanhvít Yngvadóttir aðalmaður, Einar Már Sigurðarson aðalmaður, Ragnar Sigurðsson varaformaður, Kristjana Guðmundsdóttir aðalmaður, Valur Sveinsson embættismaður, Marinó Stefánsson embættismaður, Anna Berg Samúelsdóttir embættismaður og Þorsteinn Sigurjónsson embættismaður.

 

Fundargerð ritaði:  Marinó Stefánsson

Dagskrá:

1.

1709155 - Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, umsóknir, framvinda og framkvæmd 2017

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna að umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og leggja þær fram til samþykktar hjá nefndinni fyrir 9. október nk. Umsóknarfrestur Framkvæmdasjóðsins er til 25. október 2017.

2.

1709112 - Efnistaka við Eyri allt að 520.000.m3

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir engar athugasemdir við tillögu að matsáætlun á efnisnámi á allt að 520.000 m3 efnis utan netlagna við Eyri í Reyðarfirði.

3.

1704067 - Umhverfisstefna 2017-2020

Umhverfisstjóri leggur fram drög að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2018 -2020 til kynningar. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd ræddi umhverfisstefnuna og tekur hana fyrir aftur á næsta fundi.

4.

1709037 - Umhverfisviðurkenning 2017

Umhverfisstjóri kynnti fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fyrirkomulag umhverfisviðurkenningar Fjarðabyggðar 2017. Tilnefningar og úrvinnslu þeirra ásamt fyrirkomulagi dómnefndar og dagsetningu afhendingar viðurkenninganna. Úrslit verða gerð kunn á afhendingardaginn sem er áætlaður fimmtudaginn 12 okótber.

5.

1606146 - Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla

Sviðstjóri veitna fór yfir og kynnti tilboð í rekstur og uppsetningu hleðslustöðva sem kemur frá Austurbrú. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd telur rétt að hleðslustöðvar séu í eigu sveitarfélagsins í byrjun og felur sviðstjóra veitna að vinna málið áfram í samstarfi við Fljótsdalshérað og Fljótsdalshrepp.

6.

1709098 - Vatnsból Lambeyrardal

Kynning á stöðu vatnsbóla í Lambeyrardal á Eskifirði og hugsanlegar endurbætur. Sviðstjóra veitusviðs falið að vinna að málinu áfram og koma í framkvæmd úrbótum.

7.

1411139 - Afnotasamningur við landeigendur Skíðasvæðisins í Oddsskarði

Lögð fram drög að nýjum samningi um leigu á landi undir starfsemi Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði en landeigendur Högnastaða og Sellátra hafa óskað eftir endurskoðun núverandi samninga. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 14. september 2017, ásamt tillögu að afmörkun skíðasvæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarráðs. Jafnframt samþykkir nefndin, að höfðu samráði við landeigendur, að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið.

8.

1702115 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2017

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 136. fundi Heilbrigðiseftirlits Austurlands

9.

1709081 - Framtíðarnýting gömlu vélsmiðjunnar

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að láta lagfæra þak hússins fyrir veturinn til að fyrirbyggja frekara foktjón.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að yfirfara deiliskipulag Neseyrar.

10.

1703119 - Útboð á viðhaldsmálum grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

Vinna við skólamiðstöðina á Fáskrúðsfirði hefur gengið vel og mun verktakinn ljúka við verkið að innan á næstu vikum. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að útfæra áframhald framkvæmdana með tilliti til fjárheimilda ársins.

11.

1709065 - 735 Strandgata 12 - athugasemd vegna byggingar

Lagt fram bréf íbúa húsanna við Strandgötu 3a og 3b, dagsett 11. september 2017, þar sem gerðar eru athugasemdir vegna byggingar sem er risin er á lóðinni við Strandgötu 12 á Eskifirði. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 11. september 2017, vegna útgáfu byggingarleyfis að Strandgötu 12 á Eskifirði og skipulagsskilmála svæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindinu á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs og annarra gagna málsins.

12.

1610200 - 755 Sævarendi 1 - byggingarleyfi, breyting á húsi

Lögð fram að nýju byggingarleyfisumsókn Alberts Ó. Geirssonar fh. kross ehf, dagsett 31. október 2016, þar sem óskað er eftir áliti nefndarinnar á breytingu á hluta hússins að Sævarenda 1 á Stöðvarfirði í íbúðir. Erindið var áður tekið fyrir á 158. fundi nefndarinnar 2. nóvember 2016. Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 hefur nú verið breytt þannig að hægt er að gera ráð fyrir íbúðum að Sævarenda 1.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að íbúðir verði gerðar í húsinu við Sævarenda 1 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

13.

1110069 - 740 Egilsbraut 9, byggingarleyfi - Bílskúr

Farið yfir stöðu mála við Egilsbraut 9.

14.

1709128 - 755 Óseyri - byggingarleyfi, breytt notkun

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Hrefnu Dagbjartar Arnardóttur, dagsett 19. september 2017, þar sem sótt er um að breyta notkun íbúðarhúsnæðis hennar og hlöðu m/súgþurrkun að Óseyri við Stöðvarfjörð í atvinnuhúsnæði þar sem gert verður ráð fyrir gistiskála.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að breyta skráningu þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

15.

1708167 - 740 Melagata 11 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi

Lagt fram bréf Júlíu Sigrúnar Ásvaldsdóttur, dagsett 31. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Melagötu 11 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.

16.

1709151 - 730 Sléttuá - Framkvæmdaleyfi, efnistaka

Lagt fram erindi Guðjóns Magnússonar fh. Vegagerðarinnar, dagsett 22. september 2017 þar sem óskað er eftir heimild til að vinna 2.500- til 3.000 m3 af efni úr Sléttuá innan við ármót Stuðlaár. Gert er ráð fyrir að flytja efnið úr eyrinni upp á árbakka norðan ár þar sem það verður malað og haugsett. Efni verður þvegið við vinnsluna. Skolvatn vegna þvottar verður hreinsað með því að veita því í 3-4 settjarnir þar sem fínefni setjast til áður en vatninu er veitt út í farveg Sléttuár.
Fyrirhugað efnistökusvæði er í samræmi við Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og
byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

17.

1704021 - Aðstöðuhús við Mjóeyrarhöfn

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Marinós Stefánssonar fh. Fjarðabyggðarhafna, dagsett 25. september 2017, þar sem sótt er um leyfi til að flytja 65,7 m2 lausa kennslustofu sem staðið hefur við Blómsturvelli 26-32 á Norðfirði að Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði. Húsið fengi hlutverk sem vakthús við hlið inn á athafnarsvæði Mjóeyrarhafnar.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00