mobile navigation trigger mobile search trigger
19.11.2015

190. fundur bæjarstjórnar

Bæjarstjórn - 190. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, fimmtudaginn 19. nóvember 2015 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar, Pálína Margeirsdóttir, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, Eydís Ásbjörnsdóttir, Esther Ösp Gunnarsdóttir, Einar Már Sigurðarson, Kristín Gestsdóttir, Valdimar O Hermannsson, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Gunnar Jónsson bæjarritari og Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Gunnar Jónsson.

Forseti bæjarstjórnar bar upp dagskrártillögu þess efnis að lið 7 í fundargerð menningar- og safnanefndar verði vísað til bæjarráðs og samþykkti bæjarstjórn tillöguna með 9 atkvæðum.

Dagskrá:

 

1.

1511004F - Bæjarráð - 451

Fundargerðir bæjarráðs, nr. 451 og 452, teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman. Til máls tóku: Páll Björgvin Guðmundsson, Valdimar O Hermannsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Esther Ösp Gunnarsdóttir, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Einar Már Sigurðarson, Jón Björn Hákonarson. Fundargerð bæjarráðs frá 9. nóvember s.l. staðfest með 9 atkvæðum.

1.1.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar Trúnaðarmál.

1.2.

1511045 - Hjúkrunarheimilin í Fjarðabyggð

1.3.

1409085 - Málefni Eskifjarðarvallar

1.4.

1012090 - Rekstur Egilsbúðar

1.5.

1503052 - Áfangastaðurinn Austurland - kynning

1.6.

1502053 - Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2015

1.7.

1510154 - 735 Deiliskipulag Leira 1, breyting - sameining lóða

1.8.

1403026 - Ofanflóðavarnir Eskifirði. Verkhönnun árfarvega

 

2.

1511010F - Bæjarráð - 452

Fundargerðir bæjarráðs, nr. 451 og 452, teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman. Til máls tóku Fundargerð bæjarráðsfrá 16.nóvember 2015 staðfest með 9 atkvæðum.

2.1.

1503049 - Rekstur málaflokka 2015 - TRÚNAÐARMÁL

2.2.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar - Trúnaðarmál

2.3.

1510117 - Gjaldskrár í íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar 2016

2.4.

1508076 - Starfs- og fjárhagsáætlun 2016 í íþrótta- og tómstundamálum

2.5.

1510013 - Gjaldskrár í fræðslumálum 2016

2.6.

1508025 - Starfs- og fjárhagsáætlun 2016 í fræðslumálum

2.7.

1506139 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016

2.8.

1506140 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017 - 2019

2.9.

1511080 - Umsókn um styrk til flutnings tónlistar fyrir aldraða á aðventunni

2.10.

1503148 - Aðstöðuhús við smábátahafnir

2.11.

1510140 - Gjaldskrá safna 2016

2.12.

1506017 - Sóknaráætlun Austurlands 2015 - 2019

2.13.

1511054 - Þjónustusamningur milli Austurbrúar og Fjarðabyggðar 2015

2.14.

1501273 - Fundargerðir barnaverndarnefndar 2015

2.15.

1511003F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 131

2.16.

1511005F - Hafnarstjórn - 156

2.17.

1511006F - Fræðslunefnd - 22

2.18.

1511007F - Menningar- og safnanefnd - 18

2.19.

1511008F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 16

 

3.

1511003F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 131

Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Einar Már Sigurðarson, Kristín Gestsdóttir, Dýrunn Pála Skaftadóttir. Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 9. nóvember s.l. staðfest með 9 atkvæðum.

3.1.

1406056 - 735 Ofanflóðvarnir í Hlíðarendaá

3.2.

1511039 - Breyting á áningastað við Kirkjuból

3.3.

1511004 - Ofanflóðavarnir, Nesgil og Bakkagil - Norðfjörður. Beiðni um umsögn

3.4.

1511005 - Ofanflóðavarnir, Urðarbotn og Sniðgil - Norðfjörður - beiðni um umsögn

3.5.

1508030 - Skilti og merkingar

3.6.

1510042 - Skipulags- og öryggismál á Heiðarvegi 7

3.7.

1409192 - Steypuveggur við Kvíabólsstíg 4

3.8.

1510014 - Stofnun starfshóps um göngu- og hjólreiðastíga

3.9.

1510199 - Umsókn um leyfi til að setja upp minigolfvöll

3.10.

1506181 - Þjónustuhús við Sómastaði

3.11.

1506139 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016

 

4.

1511005F - Hafnarstjórn - 156

Enginn tók til máls. Fundargerð hafnarstjórnar frá 10. nóvember s.l. staðfest með 9 atkvæðum.

4.1.

1111100 - Umhverfisstefna hafna

4.2.

1501066 - Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2015

4.3.

1501065 - Fundargerðir CI á árinu 2015

4.4.

1510044 - Aðalfundur Fiskmarkaður Austurlands 2015

4.5.

1508072 - Ósk um að gerður verði rampur fyrir neðan húsnæði Sjósportsklúbbs Austurlands

4.6.

1507017 - Áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum.

4.7.

1310127 - Verkefnastjóri í atvinnumálum í Fjarðabyggð

4.8.

1508040 - Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2016 ásamt langtímaáætlun

4.9.

1410021 - Kynning á Bláfánaverkefni Landverndar

4.10.

1503131 - Norðfjörður - Fylling og stálþil á þróunarsvæði

4.11.

1510187 - Umsókn um styrk til endurgerðar sjóhússbryggjunnar við Kaupvang - Fáskrúðsfirði

4.12.

1511047 - Uppbygging sýningarsvæðis í útbæ Eskifjarðar

4.13.

1506139 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016

 

5.

1511006F - Fræðslunefnd - 22

Til máls tóku: Pálína Margeirsdóttir, Einar Már Sigurðarson. Fundargerð fræðslunefndar frá 11. nóvember s.l. staðfest með 9 atkvæðum.

5.1.

1511071 - Kynning skólastjórnenda

5.2.

1510143 - Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2015

5.3.

1406128 - Samstarf skóla á Austurlandi um bættan námsárangur nemenda í læsi og stærðfræði

5.4.

1511001 - Dagur leikskólans 6. febrúar 2016

5.5.

1510094 - Breytingar á aðalnámskrá grunnskóla, kaflar 9.4, 9.5 og 18.4

5.6.

1511037 - Breyting á aðalnámskrá framhaldsskóla

5.7.

1510165 - Ungt fólk 2015 - Grunnskólar 5-7.bekk

5.8.

1509070 - Framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2016

5.9.

1509071 - Framlög vegna nýbúafræðslu 2016

5.10.

1510013 - Gjaldskrár í fræðslumálum 2016

5.11.

1506139 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016

5.12.

1508025 - Starfs- og fjárhagsáætlun 2016 í fræðslumálum

 

6.

1511007F - Menningar- og safnanefnd - 18

Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Dýrunn Pála Skaftadóttir. Fundargerð menningar- og safnanefndar 12. nóvember s.l. staðfest með 9 atkvæðum utan liðar 7 sem bæjarstjórn vísar til bæjarráðs.

6.1.

1306017 - Menningarstefna

6.2.

1510181 - East Iceland Summer Academy 2016

6.3.

1503052 - Áfangastaðurinn Austurland - kynning

6.4.

1510147 - Menningarlandið 2015 - málþing um tölfræði menningar og skapandi greina

6.5.

1511011 - Minjar úr Norðfjarðargöngum

6.6.

1511041 - Stuðningur við Snorraverkefnið 2016

6.7.

1510104 - Styrkbeiðni - Leikfélag Norðfjarðar

Forseti bæjarstjórnar bar upp dagskrártillögu þess efnis að lið 7 í fundargerð menningar- og safnanefndar verði vísað til bæjarráðs og samþykkti bæjarstjórn tillöguna með 9 atkvæðum.

 

6.8.

1510201 - Beiðni um að halda hátíð 1-3.júlí

6.9.

1510200 - Umsókn um styrk til að halda hernámsdaginn 2016

6.10.

1509028 - Uppgröftur í Stöð

6.11.

1511070 - Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2015 - 24.nóvember

6.12.

1506139 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016

6.13.

1510062 - Íbúafundur á Eskifirði 9.október

 

7.

1511008F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 16

Til máls tóku: Kristín Gestsdóttir, Esther Ösp Gunnarsdóttir, Páll Björgvin Guðmundsson, Jón Björn Hákonarson. Hulda Sigrún Guðmundsdóttir yfirgaf fund bæjarstjórnar kl. 17:45 Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 12. nóvember s.l. staðfest með 8 atkvæðum.

7.1.

1510165 - Ungt fólk 2015 - Grunnskólar 5-7.bekk

7.2.

1511034 - Akstur milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar vegna sundæfinga

7.3.

1506139 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016

7.4.

1510117 - Gjaldskrár í íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar 2016

7.5.

1508076 - Starfs- og fjárhagsáætlun 2016 í íþrótta- og tómstundamálum

 

8.

1501273 - Fundargerðir barnaverndarnefndar 2015

Enginn tók til máls. Fundargerð barnaverndarnefndar frá 2.nóvember s.l. staðfest með 8 atkvæðum.

 

9.

1506139 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016

Seinni umræða um fjárhags- og starfsáætlun 2016. Bæjarstjóri fylgdi úr hlaði fjárhags- og starfsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2016 og breytingum milli umræðna. Til máls tóku: Valdimar O Hermannsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson. Niðurstöður fjárhagsáætlunar 2016 fyrir Fjarðabyggð og stofnanir með áorðnum breytingum eru eftirfarandi: Tölur í þús.kr. Rekstrarniðurstaða Fjárfestingar Afborganir langtímalána og leiguskuldbindinga Samstæða A -hluta   96.936   366.000  1.023.612 Samstæða B-hluta  317.545  444.500    289.223 Samstæða A B hl    414.481    810.500 1.312.835 Bókun Fjarðalistans á fundi bæjarstjórnar nr. 190, liður 9. Bæjarfulltrúar Fjarðalistans samþykkja fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 en vekja athygli á mörgun óvissuþáttum bæði hvað varðar tekjur og útgjöld. Þar vega mest afleiðingar af innfluttningsbanni Rússa hvað varðar tekjur og hinsvegar ófrágengnir kjarasamningar við hluta af starfsfólki sveitarfélaga. Þá vekja bæjarfulltrúar Fjarðalistans athygli á að enn er að mestu ólokið vinnu við tillögur sem framkomu í skýrslu KPMG Fjarðabyggð til framtíðar. Það er ljóst að endurskoða þarf áætlunina og er æskilegt að það gerist sem fyrst þegar fyrir liggja nauðsynlegar upplýsingar varðandi óvissuþætti og samþykktir í framhaldi af tillögum KPMG. Bæjarstjórn samþykkir fjárhags- og starfsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2016 með 8 atkvæðum.

 

10.

1506140 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017 - 2019

Seinni umræða um þriggja ára fjárhagsáætlun 2017-2019. Bæjarstjóri fylgdi úr hlaði þriggja ára áætlun Fjarðabyggðar og stofnana. Til máls tóku: Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson. Bókun Fjarðalistans á fundi bæjarstjórnar nr. 190, liður 10. Bæjarfulltrúar Fjarðalistans samþykkja fjárhagsáætlun næstu þriggja ára en vekja athygli á mörgum óvissuþáttum bæði hvað varðar tekjur og útgjöld. Þar vega mest afleiðingar af innfluttningsbanni Rússa hvað varðar tekjur og hinsvegar ófrágengnir kjarasamningar við hluta af starfsfólki sveitarfélaga. Þá vekja bæjarfulltrúar Fjarðalistans athygli á að enn er að mestu ólokið vinnu við tillögur sem framkomu í skýrslu KPMG Fjarðabyggð til framtíðar. Það er ljóst að endurskoða þarf áætlunina og er æskilegt að það gerist sem fyrst þegar fyrir liggja nauðsynlegar upplýsingar varðandi óvissuþætti og samþykktir í framhaldi af tillögum KPMG. Bæjarstjórn samþykkir þriggja ára áætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árin 2017 - 2019 með 8 atkvæðum.

 

11.

1510113 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016 - fasteignagjaldaálagning

Bæjarstjóri fylgdi tillögu að álagningarstofnum fasteignagjalda 2016 og afsláttum af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega. Enginn tók til máls. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 8 atkvæðum að fasteignagjöld ársins 2016 verði sem hér segir: Fasteignaskattur A verði 0,50 % af húsmati og lóðarhlutamati. Fasteignaskattur B verði 1,32 % af húsmati og lóðarhlutamati. Fasteignaskattur C verði 1,65 % af húsmati og lóðarhlutamati. Lóðarleiga íbúðarhúsnæðis verði 0,70 % af lóðarhlutamati. Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis verði 3,00% af lóðarhlutamati. Vatnsgjald verði 0,28 % af húsmati. Holræsagjald verði 0,32 % af húsmati. Sorphreinsunargjald verði 23.788 kr. á heimili. Sorpeyðingargjald verði 11.290 kr.á heimili. Fjöldi gjalddaga verði átta, mánaðarlega frá 1. febrúar. Eindagi fasteignagjalda verður síðasti virki dagur gjalddagamánaðar. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn samhljóða með 8 atkvæðum að afsláttur á fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega verði sem hér segir: a) Hámarks afsláttur af fasteignaskatti fylgi breytingum fasteignamatsstofns og verði kr. 55.431 á árinu 2016. b) Afsláttur fasteignaskatts er tekjutengdur og miðast við árstekjur ársins 2015 samanber álagningu skattstjóra á árinu 2016 og skulu tekjumörk vera sem hér segir:. Einstaklingar: Brúttótekjur allt að kr. 2.879.126 100 % afsláttur Brúttótekjur yfir 3.807.578 0 % afsláttur Hjón og samskattað sambýlisfólk: Brúttótekjur allt að kr. 4.373.026 100 % afsláttur Brúttótekjur yfir 5.226.532 0 % afsláttur

 

12.

1510112 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016 - útsvarsálagning

Forseti bæjarstjórnar fylgdi tillögu að álagningarhlutfalli útsvars úr hlaði. Enginn tók til máls. Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars verði hámarksútsvar, þ.e. 14,48% af útsvarsstofni, að viðbættri hækkun sem kveðið verður á um í lögum um tekjustofna sveitarfélaga á grundveli fyrirhugaðs samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um endurmat á yfirfærslu þjónusta við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Gengið er út frá að lagabreyting þessa efnis verði afgreidd fyrir lok haustþings. Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 8 atkvæðum.

 

13.

1506139 - Breytingar á gjaldskrám Fjarðabyggðar

Forseti bæjarstjórnar fylgdi úr hlaði tillögu bæjarráðs um gjaldskrárbreytingar. Enginn tók til máls. Tillaga bæjarráðs frá fundi 16. nóvember sl., um hækkun á gjaldskrám þjónustugjalda Fjarðabyggðar um 3,2% í 4,3% þar sem það á við staðfest með 8 atkvæðum af bæjarstjórn.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20.