mobile navigation trigger mobile search trigger
10.11.2017

190. fundur eigna-skipulags og umhverfisnefndar

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 190. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,

6. nóvember 2017 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson formaður, Svanhvít Yngvadóttir aðalmaður, Einar Már Sigurðarson aðalmaður, Ragnar Sigurðsson varaformaður, Kristjana Guðmundsdóttir aðalmaður, Valur Sveinsson embættismaður, Marinó Stefánsson embættismaður, Anna Berg Samúelsdóttir embættismaður og Ragna Dagbjört Davíðsdóttir embættismaður.

Fundargerð ritaði Valur Sveinsson.

Dagskrá: 

1.

1708170 - Jarðgerð í Fjarðabyggð - innleiðing

Verkefnastjóri umhverfismála kynnti fyrir nefndinni nokkrar útgáfur af flokkunar ílátum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur verkefnisstjóra umhverfismála að senda hugmyndir af flokkunarílátum til forstöumanna stofnuna Fjarðabyggar og leggja fyrir nefndina að nýju.

2.

1612066 - Tjaldsvæði Fjarðabyggð 2017

Lögð fram drög umhverfisstjóra að útboði í rekstur tjaldsvæða í Fjarðabyggð ásamt verklýsingu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlögð drög umhverfisstjóra á útboði í rekstur tjaldsvæða Fjarðabyggðar. Umhverfisstjóra falið að bjóða reksturinn út í samræmi við útboðsgögn.

3.

1710186 - Samningur við Veraldarvini í Fjarðabyggð 2017

Lagður fram til kynningar samstarfsamningur milli Fjarðabyggðar og Veraldarvina 2017.

4.

1711025 - 740 - Norðfjarðarvegur - Byggingarleyfi - leyfi til að rífa hesthús

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 3. nóvember 2017, þar sem sótt er um leyfi til að rífa gamalt hesthús sem stendur ofan Norðfjarðarvegar, ofan Naustahverfis á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

5.

1710166 - 730 - Slétta - Umsókn um byggingarleyfi

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Þuríðar Lillý Sigurðardóttur, dagsett 26. október 2017, þar sem sótt er um leyfi til að reisa 218,7 m2 og 701,6 m3 einbýlishús á bújörðinni Sléttu á Reyðarfirði. Aðalhönnuður er Ómar Pétursson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

6.

1710017 - 735 Lambeyrarbraut 6 byggingarleyfi

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Vilborgar Ölversdóttur, dagsett 4. október 2017, þar sem sótt er um leyfi til að byggja forstofu stækka pall og gera lokaða geymslu undir palli við hús hennar að Lambeyrarbraut 6 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

7.

1710155 - 730 Austurvegur - Umsókn um lóð

Lögð fram lóðarumsókn Ástu Ásgeirsdóttur, dagsett 25. október 2017, þar sem sótt er um lóð undir einbýlishús austan við Austurveg 70 á Reyðarfirði. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 3. nóvember 2017, um skipulagsmál austast á Austurvegi á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu umsóknarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara.

8.

1709192 - 715 Fjörður 1 - Krafa um að óleyfisframkvæmdir sé fjarlægðar

Lagt fram bréf lögmanns húseiganda Fjarðar 1 í Mjófirði, dagsett 25. október 2017, þar sem kröfum um að mannvirki verði fjarlægð er mótmælt. Jafnframt er vísað í fyrri andmæli vegna málsins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að Ólafi Arnari Sveinssyni, kt. 130581-5289, og Sesselju Maríu Sveinsdóttur, kt. 010575-5169, verði gert að fjarlægja rafstöðvarhús og geymslubyggingu við Fjörð 1 og að afmá jarðrask vegna bygginganna, sbr. 55. og 56. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010. Með afmáningu jarðrasks er vísað til þess að öll nýleg byggingarefni verði fjarlægð, en eldri ummerki húsatótta geti staðið, sbr. geymsluhúsið.
Frestur til að vinna verkið er til loka júlí 2018. Með vísan til 2. mgr. 56. gr. mannvirkjalaga skulu dagsektir að fjárhæð kr. 25.000,-, falla á eigendur mannvirkjanna hafi þær lagfæringar sem krafist er, ekki farið fram innan þess tíma. Þá verði byggingarfulltrúa veitt heimild til að láta vinna umræddar framkvæmdir á kostnað eigenda mannvirkja, eftir 1. ágúst 2018, sbr. 3. mgr. 56. gr. mannvirkjalaga.
Dagsektir og kostnað vegna aðgerða á vegum byggingarfulltrúa má innheimta með fjárnámi og hefur sveitarfélagið Fjarðabyggð lögveð fyrir kröfu sinni í eignarhluta eigenda mannvirkja í jörðinni Firði 1, landnr. 158124.
Nefndin samþykkir einig að Ólafi Arnari Sveinssyni, kt. 130581-5289, og Sesselju Maríu Sveinsdóttur, kt. 010575-5169, verði gert að fjarlægja veg sem liggur frá Mjóafjarðarvegi að íbúðarhúsi Fjarðar 1 lóð og afmá jarðrask vegna hans, sbr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með afmáningu jarðrasks er vísað til þess að vegsvæði verði lækkað þannig að það liggi jafnhátt og land umhverfis veg. Jafnframt að malarefni verði flutt burt, þar sem því hefur verið jafnað út á gróið land.
Frestur til að vinna verkið er til loka júlí 2018. Með vísan til 54. gr. skipulagslaga skulu dagsektir að fjárhæð kr. 25.000,-, falla á eigendur mannvirkja hafi þær lagfæringar sem krafist er ekki farið fram innan þess tíma. Þá verði skipulagsfulltrúa veitt heimild til að láta vinna umræddar framkvæmdir á kostnað eigenda mannvirkja, eftir 1. ágúst 2018, sbr. 54. gr. skipulagslaga.
Dagsektir og kostnað vegna aðgerða á vegum skipulagsfulltrúa má innheimta með fjárnámi og hefur sveitarfélagið Fjarðabyggð lögveð fyrir kröfu sinni í eignarhluta eigenda mannvirkja í jörðinni Firði 1, landnr. 158124.

9.

1402076 - Geymslusvæði og stöðuleyfi fyrir gáma og lausafé í Fjarðabyggð

Farið yfir stöðu mála varðandi stöðuleyfi og stöðuleyfisskylda lausafjármuni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að taka saman lista með frekari gögn í málinu.

10.

1710175 - Endurmat hættumatslína vegna ofanflóða

Varnarmannvirki vegna ofanflóða hafa verið tekin í notkun við Tröllagil á Norðfirði, við Bleiksá og Hlíðarendaá á Eskifirði og við Nýjabæjarlæk á Fáskrúðsfirði. Áætlað er að framkvæmdum vegna ofanflóðavarna við Ljósá á Eskifirði ljúki í lok þessa árs og yfirborðsfrágangi á næsta ári.
Hættumat vegna ofanflóða þar sem framkvæmdum er lokið hefur ekki verið endurskoðað eða hættumatslínur færðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltruúa að senda inn fyrirspurn til Veðurstofunnar varðandi þau svæði sem búið er að verja og hugsanlegar byggingarlóðir.

11.

1605076 - Aðalfundur SSA 2017

Ályktanir aðalfundar SSA frá 29. og 30. september síðastliðnum lagðar fram til kynningar.

12.

1711040 - Norðfjarðargöng, viðbragðsáætlun

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar, dagsett 6. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir umfjöllun á Viðbragðsáætlun Norðfjarðarganga.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við viðbragðsáætlunina fyrir sitt leyti. Nefndin leitar jafnframt umsagnar slökkviliðs og lögreglu vegna viðbragðsáætlunarinnar.

13.

1710046 - Ársfundur Umhverfisstofnunar,náttúrverndarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofa

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar varðandi ársfund náttúruverndarnefnda, Umhverfisstofnunar og forstöðumanna náttúrustofu 2017 en 9. nóvember 2017 verður haldinn 20. ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofa.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að sækja fundinn ásamt formanni nefndarinnar. Umhverfisstjóra er jafnframt falið að skila inn ársskýrlsu vegna starfa nefndarinnar og stöðu friðlýstra svæða í sveitarfélaginu.

14.

1711003F - Afgreiðslur byggingafulltrúa - 78

Samþykkt

14.1

1710184 - 730 Hjallaleira 1 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45.