mobile navigation trigger mobile search trigger
27.04.2017

221. fundur bæjarstjórnar

Bæjarstjórn - 221. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,

27. apríl 2017 og hófst hann kl. 16:00 

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar, Pálína Margeirsdóttir aðalmaður, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir aðalmaður, Elvar Jónsson aðalmaður, Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður, Jens Garðar Helgason aðalmaður, Valdimar O Hermannsson aðalmaður, Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir varamaður, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Gunnar Jónsson embættismaður.

Fundargerð ritaði Gunnar Jónsson. 

Dagskrá: 

1.

1703164 - Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2016

Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2016 til síðari umræðu í bæjarstjórn ásamt ábyrgðar- og skuldbindingayfirliti ársins 2016.
Til máls tóku: Páll Björgvin Guðmundsson, Jón Björn Hákonarson, Jens Garðar Helgason, Elvar Jónsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2016 og áritar ársreikninginn. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn einnig fyrirliggjandi ábyrgða- og skuldbindingaryfirlit vegna ársins 2016.

2.

1704004F - Bæjarráð – 517

Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jens Garðar Helgason, Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 10.apríl sl. staðfest með 9 atkvæðum.

2.1

1611104 - Húsnæðisstefna Fjarðabyggðar

2.2

1702215 - Bleiksárhlíð 56 - sala (gamla Hulduhlíð)

2.3

1703051 - Evrópa Unga fólksins #getActive

2.4

1704039 - Nýtt hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð

2.5

1704031 - Forkaupsréttur Barða NK 120

2.6

1210091 - Mjóeyrarhöfn 2.áfangi - stækkun

2.7

1703189 - 306.mál til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði),

2.8

1703150 - Aðalfundur Sparisjóðs Austurlands - 4.apríl 2017

2.9

1703213 - Fundagerðir - samtök orkusveitarfélaga 2017

2.10

1704013 - Fundarboð - Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs

3.

1704008F - Bæjarráð - 518

Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 24.apríl sl. staðfest með 9 atkvæðum.

3.1

1612045 - Umsögn vegna frumvarps til laga um skipulag haf- og strandsvæða

3.2

1704050 - Sveitarfélög sem reka HAUST

3.3

1608100 - Áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum

3.4

1704071 - Kaupvangur - beiðni um styrk 2017 vegna endurgerðar hússins

3.5

1704074 - Öryggismál og eldvarnir jarðganga

3.6

1704078 - Upplýsingaskilti við minnisvarða um franska fiskimenn við Íslandsstrendur

3.7

1704080 - Norræna ráðherranefndin - samstarfsverkefni um sjálfbæra þróun í bæjum og borgum á Norðurlöndum

3.8

1702215 - Bleiksárhlíð 56 - sala (gamla Hulduhlíð)

3.9

1611104 - Húsnæðisstefna Fjarðabyggðar - TRÚNAÐARMÁL

3.10

1702051 - Ráðning sviðstjóra veitusviðs

3.11

1704100 - Hraðakstur við leikskólann Dalborg Eskifirði

3.12

1704075 - Fundur almannavarnarnefndar 19.apríl 2017

3.13

1702019 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2017

3.14

1702036 - Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2017

3.15

1701220 - Barnaverndarfundagerðir 2017

3.16

- Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 173

3.17

- Hafnarstjórn - 177

3.18

- Hafnarstjórn - 178

4.

1704006F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 173

Til máls tóku:Jón Björn Hákonarson, Jens Garðar Helgason.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 10. apríl staðfest með 9 atkvæðum.

4.1

1703068 - Seeds 2017

4.2

1701232 - Refa- og minkaveiði fyrirkomulag 2017

4.3

1606146 - Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla

4.4

1701186 - 735 Strandgata 12 - stálgrindarhús - byggingarleyfi

4.5

1602082 - Lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð - nr. 325/1999

4.6

1703090 - Grjótnáma Kappeyri

4.7

1611016 - Ný reglugerð um heimagistingu, gististaði og skemmtanahald - verkferlar ofl.

4.8

1603068 - 730 Hraun 3 - umsókn um framlengingu á stöðuleyfi

4.9

1703137 - 204.mál til umsagnar frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög),

4.10

1703219 - 730 Hafnargata 1 - byggingarleyfi - útisvæði

4.11

1703205 - Húsnæðisáætlun fyrir allt Austurland

4.12

1703190 - 307.mál til umsagnar frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld),

4.13

1609128 - Þjónustu- og framkvæmdamiðstöð

4.14

1703202 - Minnisvarði um sveitarsamkomur í Norðfjarðarsveit

4.15

1606084 - 740 Urðarbotnar, Nes- og Bakkagil - ofanflóðavarnir

4.15

1602108 - Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir

5.

1704005F - Hafnarstjórn - 177

Fundargerðir hafnarstjórnar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 10. apríl s.l.staðfest með 9 atkvæðum.

5.1

1704025 - Ósk um heimild til að koma upp landtengingu

5.2

1704026 - Aðalfundur Cruise Iceland í Reykjavík þann 19. maí 2017

5.3

1210091 - Mjóeyrarhöfn 2.áfangi - stækkun

6.

1704007F - Hafnarstjórn – 178

Fundargerðir hafnarstjórnar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 18. apríl staðfest með 9 atkvæðum.

6.1

1609128 - Þjónustu- og framkvæmdamiðstöð

6.2

1701008 - Fundargerðir Hafnasamband Íslands 2017

6.3

1701009 - Fundargerðir CI á árinu 2017

6.4

1702078 - Afmörkun hafnasvæða - réttindi og skyldur

6.5

1704060 - 740 Frágangur svæðis ofan safnabryggju

6.6

1704061 - Smábátahöfn Stöðvarfiðir - stækkun

7.

1701220 - Barnaverndarfundagerðir 2017

Enginn tók til máls.
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 72 frá 12.apríl 2017, staðfest með 9 atkvæðum.

8.

1702223 - Breytingar á samþykkt um fráveitu

Forseti bæjarstjórnar fylgdi tillögu að breytingu á samþykkt um fráveitu úr hlaði.
Breytingar á samþykkt um fráveitu Fjarðabyggðar eru til síðari umræðu.
Enginn tók til máls.  Bæjarstjórn samþykkir breytingar á samþykkt um fráveitu Fjarðabyggðar með 9 atkvæðum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:52.