mobile navigation trigger mobile search trigger
05.10.2016

26. fundur menningar- og safnanefndar

Menningar- og safnanefnd - 26. fundur  haldinn í Molanum fundarherbergi 3,

miðvikudaginn 5. október 2016 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu Dýrunn Pála Skaftadóttir formaður, Björn Hafþór Guðmundsson varaformaður, Sigrún Júlía Geirsdóttir aðalmaður, Elías Jónsson aðalmaður, Gunnar Jónsson og Pétur Þór Sörensson embættismenn.

Fundargerð ritaði Gunnar Jónsson

Björgvin Valur Guðmundsson boðaði forföll og ekki náðist í varamann hans.

Dagskrá:

 

1.  

1605178 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - Menningar- og safnanefnd

Framlögð drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokkinn menningarmál fyrir árið 2017. Jafnframt lögð fram drög að starfsáætlun.
Fjárhagsáætlun er innan úthlutaðs fjárhagsramma.
Menningar- og safnanefnd samþykkir drög að fjárhagsáætlun og starfsáætlun og vísar til bæjarráðs.
Nefndin leggur jafnframt til við bæjarráð að fjárheimildir málaflokksins verði auknar þannig að þær rúmi eftirtalin verkefni.
Að á árinu 2017 verði hrint í framkvæmd tillögu um stofnun Menningarstofu Fjarðabyggðar með þeirri fjárveitingu sem til þarf auk samþykktar menningarstefnu. Nefndin leggur ennfremur til að á árinu 2017 verði tilnefndur bæjarlistamaður og haldin menningarmessa.
Lögð er áhersla á að Sköpunarmiðstöðinni verði veitt fjármagn aukalega á árinu 2017 til starfsemi sinnar sbr. erindi forsvarsmanna miðstöðvarinnar.
Nefndin telur mikilvægt að þá sé stutt við fornleifauppgröft í Stöð á Stöðvarfirði þannig að verkefnið geti haldið áfram.

 

2.  

1610061 - Gjaldskrá bókasafna 2017

Farið yfir gjaldskrár safna.
Menningar- og safnanefnd leggur til að gjaldskrár bóka- og minjasafna verði óbreyttar á milli ára. Nefndin leggur til að fram haldið verði gjaldfrjálsum afnotum fyrir íbúa Fjarðabyggðar að minjasöfnum líkt og var á árinu 2016.
Vísað til staðfestingar bæjarráðs.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.