mobile navigation trigger mobile search trigger
09.11.2016

27. fundur menningar- og safnanefndar

Menningar- og safnanefnd - 27. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, 9.nóvember 2016 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Dýrunn Pála Skaftadóttir Formaður, Björn Hafþór Guðmundsson Varaformaður, Sigrún Júlía Geirsdóttir Aðalmaður, Elías Jónsson Aðalmaður, Björgvin V Guðmundsson Aðalmaður, Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður og Pétur Þór Sörensson Embættismaður er vék af fundi kl. 17:00.

Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson.

Dagskrá:

1.

1611025 - Menningarmiðstöðvar á Austurlandi

Heimsókn frá Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs. Unnar Geir Unnarsson sat þennan lið fundarins og kynnti starfsemi Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs og Sláturhússins á Egilsstöðum.

2.

1611001 - Styrkumsókn vegna jólatónleika í dvalarheimili aldraðra

Beiðni um styrk frá Erlu Dóru Vogler vegna tónleikahalds á aðventunni, á sjúkrahúsinu í Neskaupstað og á dvalarheimilunum Hulduhlíð og Uppsölum, lögð fram til afgreiðslu. Menningar- og safnanefnd samþykkir að styrkja tónleikahaldið um 200.000 kr.

3.

1610073 - Stuðningur við Snorraverkefnið 2017

Beiðni um árlegan stuðning við Snorraverkefnið. Menningar- og safnanefnd getur því miður ekki orðið við beiðni um stuðning þetta árið.

4.

1602127 - Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2016

Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 26.september 2016, lögð fram til kynningar.

5.

1610137 - Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2016 - 3.nóvember

Varaformaður gerði grein fyrir aðalfundi Hérðasskjalasafns Austfirðinga sem fram fór 3. nóvember sl.

6.

1601127 - Málefni Kirkju- og menningarmiðstöðvarinnar 2016

Rætt um þjónustusamning Kirkju- og menningarmiðstöðvarinnar við Eskifjarðarkirkju. Menningar- og safnanefnd telur rétt að stjórn Kirkju- og menningarmiöstöðvarinnar segi upp eða fari fram á endurskoðun á samningi milli Eskifjarðarkirkju og Kirkju- og menningarmiðstöðvarinnar. Jafnframt skorar menningar- og safnanefnd á stjórn Kirkju- og menningarmiðstöðvarinnar að sjá til þess að heiti miðstöðvarinnar verði breytt í Tónlistarmiðstöð Austurlands með hliðsjón af hlutverki hennar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.