mobile navigation trigger mobile search trigger
08.02.2017

29. fundur menningar- og safnanefndar

Menningar- og safnanefnd - 29. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,

8. febrúar 2017 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Dýrunn Pála Skaftadóttir Formaður, Björn Hafþór Guðmundsson Varaformaður, Sigrún Júlía Geirsdóttir Aðalmaður, Elías Jónsson Aðalmaður, Björgvin V Guðmundsson Aðalmaður, Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður og Pétur Þór Sörensson Embættismaður.

Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson.

Dagskrá: 

1.

1306017 - Menningarstefna Fjarðabyggðar

Lagt fram til afgreiðslu samstarfssamningur milli Tónlistarmiðstöðvar Austurlands og Fjarðabyggðar og starfslýsing starfsmanns Menningarstofu. Jafnframt lögð fram Menningarstefna Fjarðabyggðar en hún var áður á dagskrá nefndarinnar í apríl 2016. Menningar- og safnanefnd samþykkir samstarfssamning milli Tónlistarmiðstöðvar Austurlands og Fjarðabyggðar, starfslýsingu starfsmanns Menningarstofu og Menningarstefnu Fjarðabyggðar. Málinu vísað til bæjarráðs og endanlegrar samþykktar í bæjarstjórn.

2.

1605155 - Framtíðarmöguleikar Sköpunarmiðstöðvarinnar

Framlenging og áframhald samnings um rekstur Sköpunarmiðstöðvarinnar. Bæjarráð hefur staðfest framlenginu á samningi en 2.000.000 voru áætlaðar til miðstöðvarinnar á árinu 2017 til viðbótar við styrk vegna fasteignagjalda.

3.

1701124 - Eistnaflug 2017

Bæjarráð hefur staðfest samning við Millifótakonfekt vegna framkvæmdar Eistnaflugs 2017. Ákvæði samnings eru nánast þau sömu og á síðasta ári.

4.

1701017 - Bætt tónlistaraðstaða fyrir ungmenni

Frá bæjarstjórnarfundi ungmenna á fundinum var umræða um möguleika unglingahljómsveita til að æfa sig í Fjarðabyggð og hvort megi efla tónlistarskólana t.d. með því að bjóða upp á kennslu á fleiri hljóðfæri. Menningar- og safnanefnd felur forstöðumanni að kanna möguleika á að nýta félagsheimilin sem æfingaaðstöðu fyrir hljómsveitir.

5.

1701129 - Umsókn um styrk vegna húsaleigu í tengslum við leiksýningu í Egilsbúð

Beiðni um styrk vegna húsaleigu í tengslum við sýningu Leikfélags Norðfjarðar í Egilsbúð. Tekið fyrir á næsta fundi í tengslum við úthlutun menningarstyrkja.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.