mobile navigation trigger mobile search trigger
09.12.2016

30. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

haldinn í Molanum fundarherbergi 1, 8. desember 2016 og hófst hann kl. 16:30

 Fundinn sátu:

Þórdís Mjöll Benediktsdóttir Formaður, Jón Kristinn Arngrímsson Varaformaður, Sigríður Margrét Guðjónsdóttir Aðalmaður, Þorvarður Sigurbjörnsson Aðalmaður, Stefán Már Guðmundsson Varamaður, Anna Margrét Sigurðardóttir Varamaður, Einar Sverrir Björnsson Varamaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir Varamaður

 Starfsmenn: Bjarki Ármann Oddsson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Þóroddur Helgason, fræðslustjóri

 Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson

 Dagskrá:

 

1.

1611084 - Ósk um aðild að rekstrar- og uppbyggingarsamning

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar forsvarsmönnum Sjósportklúbbs Austurlands fyrir kynninguna á starfsemi félagsins. Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti aðkomu Sjósportklúbbs Austurlands að rekstrar- og uppbyggingarsamningum Fjarðabyggðar og vísar málinu til bæjarráðs.

2.

1611121 - Vinna við forvarnir fyrir árið 2017

Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir vinnu við forvarnir í Fjarðabyggð. Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur, í samstarfi við forstöðumenn stofnana, verið að skrá forvarnarverkefni sem framkvæmd hafa verið á fjölskyldusviði árið 2016. Í framhaldi af þeirri vinnu verður gerð áætlun yfir sameiginleg forvarnarverkefni sem ætlunin er að framkvæma á árinu 2017 og síðan verður bætt inn þeim verkefnum sem hver og ein stofnun hyggst standa fyrir. Skráningin er liður í að gera áætlanagerð auðveldari og forvarnarstarfið markvissara í samræmi við Fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar.

3.

1604052 - Heilsueflandi samfélag - Fjarðabyggð

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir tillögu að skipan þverfaglegs stýrihóps um verkefni Heilsueflandi samfélags.

4.

1611130 - Íþróttamaður Fjarðabyggðar 2016

Borist hafa tilnefningar frá íþróttafélögum í Fjarðabyggð vegna kjörs á íþróttamanni Fjarðabyggðar. Íþrótta- og tómstundanefnd fór yfir tilnefningarnar. Tilkynnt verður hver hlýtur nafnbótina Íþróttamaður Fjarðabyggðar 2016 við hátíðlega athöfn á Fáskrúðsfirði, fimmtudaginn 29. desember kl. 17:00.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00