mobile navigation trigger mobile search trigger
28.06.2017

32. fundur menningar- og safnanefndar

Menningar- og safnanefnd - 32. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,

28. júní 2017 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Dýrunn Pála Skaftadóttir Formaður, Björn Hafþór Guðmundsson Varaformaður, Elías Jónsson Aðalmaður, Björgvin V Guðmundsson Aðalmaður, Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir Varamaður, Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður og Pétur Þór Sörensson Embættismaður. 

Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson.

Dagskrá: 

1.

1705194 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra er varðar fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018 til 2022, reglur um Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018-2021 og drög fjármálastjóra að römmum til úthlutunar fyrir fjárhagsáætlun ársins 2018.
Fara þarf yfir og gera tillögu að starfsáætlun 2018, máta áætlað umfang þjónustu fyrir árið 2018 inn í ramma ársins, meta hvort tækifæri er til að lækka úthlutaðan bráðabirgðaramma fyrir 2018, fara yfir mögulegaar áherslubreytingar á starfsemi ásamt tillögum að breytingum á þjónustu og að lokum að meta hvort eitthvað í þjónustunni muni ekki rúmast innan úthlutaðs bráðabirgðaramma.
Menningar- og safnanefnd felur bæjarritara að hefja undirbúning að fjárhagsáætlunarvinnu og leggja fyrir nefndina.

2.

1706119 - Gjaldskrá safna 2018 og 2019

Lögð fram tillaga forstöðumanns Safnastofnunar um gjaldskrá safnanna fyrir árin 2018 og 2019 auk samantektar um gjaldskrá nokkurra safna á landinu. Gjaldskrá safnanna hækkaði ekkert milli 2016 og 2017. Menningar- og safnanefnd samþykkir tillögu forstöðumanns um að aðgangseyrir að Frakkar á Íslandsmiðum verði kr. 2.000 árið 2018 og kr. 2.100 árið 2019 og að aðgangseyrir að öðrum söfnum verði kr. 1.500 árið 2018 og kr. 1.600 árið 2019. Vísað til staðfestingar bæjarráðs.

3.

1706096 - Áskorun frá stýrihóp um Heilsueflandi Samfélag í Fjarðabyggð

Bréf frá Stýrihóp um heilsueflandi Samfélag í Fjarðabyggð. Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Fjarðabyggð hvetur nefndir sveitarfélagsins að halda gildum Heilsueflandi samfélags á lofti við komandi fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2018. Menningar- og safnanefnd þakkar bréf stýrihópsins.

4.

1706038 - Beiðni um styrk til útgáfu á tónlist eftir Þórhall Þorvaldsson

Beiðni Þórhalls Þorvaldssonar um styrk vegna útgáfu á geisladisk. Menningar- og safnanefnd samþykkir að veita kr. 80.000 styrk.

5.

1705166 - Ferða- og markaðsmál

Lagt fram til kynningar minnisblað upplýsinga- og kynningarfulltrúa og atvinnu- og þróunarstjóra um þjónustu Fjarðabyggðar og ferðaþjónustuaðila gagnvart ferðamönnum sem sækja Fjarðabyggð heim, m.a. þjónustu á tjaldsvæðum, opnunartíma stofnana og safna, afþreyingu o.fl. Menningar- og safnanefnd óskar eftir að minnisblað verði kynnt í fastanefndum sveitarfélagsins.

6.

1706037 - Call out for creatives - Neskaupstaður Art Attack 2017

Kynning á verkefninu Neskaupstaður Art Attack Residency. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt að taka þátt í verkefninu með það sem að nefndinni snýr. Nefndin fól sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og skipulags- og byggingarfulltrúa að útfæra svæði og fleti í samstarfi við forsvarsmenn verkefnisins. Bæjarráð hefur jafnframt samþykkt að styrkja verkefnið um allt að 1 milljón. Bæjarráð hvetur áhugasama aðila í öðrum bæjarhlutum að horfa til verkefnisins með þátttöku í huga.

7.

1705146 - 100 ára fullveldisafmæli

Gert er ráð fyrir hátíðarhöldum allt næsta ár víðs vegar um landið, til að fagna aldarafmæli fullveldis Íslands. Öld er liðin frá því er íslenskt ríki, sjálfstætt, frjálst og fullvalda, var á ný stofnað með sambandslögunum 1918. Í júlí á næsta ári verða liðin 100 ár frá því samningum um fullveldið var lokið. Sambandslögin öðluðust svo gildi 1.desember 1918 og þar með varð Ísland fullvalda. Bæjarráð vísar máli til menningar- og safnanefndar og óskar eftir umræðu og tillögum nefndarinnar um hvernig minnast skuli afmælisins. Tekið fyrir á næsta fundi.

8.

1306017 - Menningarstefna

Forstöðumaður menningarstofu kemur til starfa í næsta mánuði. Huga þarf að framkvæmd og útfærslu menningarstefnu Fjarðabyggðar og tímasetja einstaka þætti í stefnunni.

9.

1706140 - Forvarsla og frágangur ljósmyndasafns Vilbergs Guðnasonar

Minnisblað forstöðumanns Safnastofnunar er varðar forvörslu
Ljósmyndasafns á Eskifirði. Menningar- og safnanefnd er sammála um að ráðast í vinnu við forvörslu og felur forstöðumanni að ganga frá samkomulagi við verktaka. Reiknað er með að kostnaður við verkið verði um kr. 4.000.000 og falli til nokkuð jafnt á þessu og næsta ári. Forstöðumanni Safnastofnunar falið að finna kostnaði á árinu 2017 stað innan fjárhagsáætlunar ársins en kostnaði kr. 2.000.000 á næsta ári vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2018.

10.

1706156 - Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2017

Fundargerðir stjórnar frá 20.maí og 19.júní lagðar fram til kynningar auk fjárhagsáætlunar 2018 og áætlunar um rekstrarframlög til safnsins á árinu 2018. Forstöðumanni safnastofnunar falið að fara yfir áætlað framlag Fjarðabyggðar til safnsins á næsta ári.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.