mobile navigation trigger mobile search trigger
13.09.2017

34. fundur menningar- og safnanefndar

Menningar- og safnanefnd - 34. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, 13. september 2017 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Dýrunn Pála Skaftadóttir Formaður, Sigrún Júlía Geirsdóttir Aðalmaður, Elías Jónsson Aðalmaður, Magni Þór Harðarson Varamaður, Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður og Pétur Þór Sörensson Embættismaður. 

Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson. 

Dagskrá: 

1.

1709029 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Menningar- og safnanefnd

Fjárhagsáætlun ársins 2018 - úthlutun fjárhagsramma.
Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða málaflokks menningarmála verði um 214,5 milljónir.
Lagt fram bréf bæjarstjóra þar sem fram kemur að skil á launaáætlun er 29.september, skil á starfsáætlun og áætlun einstakra málaflokka er 16.október og reiknað er með að formaður nefndarinnar fundi með bæjarráði í byrjun október. Lögð voru fram drög að starfsáætlun ársins 2018 auk draga að sundurliðun á fjárhagsramma málaflokksins. Samkvæmt fyrstu drögum er fjárvöntun í málaflokknum. Menningar- og safnanefnd mun taka málið fyrir aftur á næsta fundi.

Gestir

Gunnar Jónsson bæjarritari - 17:00

2.

1705146 - 100 ára fullveldisafmæli

Gert er ráð fyrir hátíðarhöldum um allt næsta ár víðs vegar um landið, til að fagna aldarafmæli fullveldis Íslands. Í byrjun september opnar vefsíðan www.fullveldi1918.is og þá verður kallað eftir verkefnum sem veitt verður fjármagn til. Viðmið um mat á verkefnum verður að finna á síðunni ásamt umsóknarformi sem verður rafrænt. Menningar- og safnanefnd felur forstöðumanni menningarstofu að kanna með samstarf menningarmiðstöðvanna þriggja í tengslum við fullveldisafmælið.

3.

1708151 - Menningarstyrkir 2018

Forstöðumaður menningarstofu kynnti á fundi menningar- og safnanefndar 30.ágúst sl., hugmyndir um útvíkkun á menningarstyrkjum Fjarðabyggðar á árinu 2018. Bæjarráð hefur fengið hugmyndir til skoðunar. Frestað til næsta fundar.

4.

1709069 - Beiðni um styrk vegna kvikmyndagerðar

Beiðni Ólafs Freys Ólafssonar um styrk vegna gerðar stuttmyndar sem tekin verður í Fjarðabyggð. Óskað er eftir styrk vegna flugferða og uppihalds. Forstöðumanni falið að óska eftir nánari upplýsingum um verkefnið, þ.m.t. fjárhagsáætlun.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55.