mobile navigation trigger mobile search trigger
12.10.2017

35. fundur menningar- og safnanefndar

Menningar- og safnanefnd - 35. fundur  

haldinn í Molanum, 12. október 2017 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Björn Hafþór Guðmundsson Varaformaður, Elías Jónsson Aðalmaður, Björgvin V Guðmundsson Aðalmaður, Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður, Pétur Þór Sörensson Embættismaður og Gunnar Jónsson Embættismaður.

Dýrunn Pála Skaftadóttir og Sigrún Júlía Geirsdóttir boðuðu forföll og ekki náðist að boða varamenn í þeirra stað.

Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson. 

Dagskrá: 

1.

1709029 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Menningar- og safnanefnd

Fjárhagsáætlun ársins 2018 - úthlutun fjárhagsramma - Framhald frá síðasta fundi. Lögð hafa verið fram drög að starfsáætlun ársins 2018 og drög að sundurliðun á fjárhagsramma málaflokksins. Drög að verkefnum og fjárhagsútgjöldum og styrkjum menningarstofu lögð fram til kynningar. Menningar- og safnanefnd samþykkir drög að starfsáætlun og vísar til afgreiðslu bæjarráðs. Menningar- og safnanefnd telur að hækkun fjárhagsramma málaflokks menningarmála milli áranna 2017 og 2018 taki ekki fyllilega tillit til þess að Menningarstofa Fjarðabyggðar var sett á laggirnar á árinu. Nefndin leggur því til við bæjarráð að fjárheimildir málaflokksins verði endurskoðaðar með þetta í huga.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20.