mobile navigation trigger mobile search trigger
09.06.2017

36. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

haldinn í Molanum fundarherbergi 1, 8. júní 2017 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu:

Þórdís Mjöll Benediktsdóttir Formaður, Jón Kristinn Arngrímsson Varaformaður, Sigríður Margrét Guðjónsdóttir Aðalmaður, Þorvarður Sigurbjörnsson Aðalmaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir Varamaður, Þóroddur Helgason og Bjarki Ármann Oddsson Embættismenn.

Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson

Dagskrá: 

1.

1706017 - Heimsókn í íþrótta- og tómstundamannvirki á Reyðarfirði

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar Reyðarfjarðar fyrir góðar móttökur.

2.

1705237 - Ástandsskýrsla - Íþróttahús Eskifjarðar

Á 178. fundi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar var óskað eftir því við íþrótta- og tómstundanefnd að tekin yrði umræða um framtíðarnýtingu íþróttahús Eskifjarðar með tilliti til íþróttagreina. Íþrótta- og tómstundanefnd fjallaði um ástandsskýrsluna og ræddir voru framtíðarmöguleikar húsnæðisins. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

3.

1702203 - Úthlutunarreglur íþróttastyrkja uppfærðar 2017

Fyrir liggja drög að breytingum á reglum um íþróttastyrki. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að óska eftir umsögnum frá íþróttafélögunum varðandi breytingarnar.

4.

1706018 - Starfs- og fjárhagsáætlun 2018 íþrótta- og tómstundanefnd

Sviðstjóri gerði grein fyrir ferli við fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2018. Fjárhagsrömmum fastanefnda verður úthlutað í júní og gert er ráð fyrir að fyrsta tillaga að starfsáætlun verði lögð fyrir fastanefndir að sumri, þar sem fram koma áherslubreytingar á starfsemi ásamt tillögum að breytingum á þjónustu. Mánaðarmótin ágúst/september úthlutar bæjarráð fjárhagsrömmum. Tilgangurinn er að ná fram betri upplýsingum fyrir úthlutun fjárhagsramma til fastanefnda. Íþrótta- og tómstundanefnd ræddi breytingar á rekstri í málaflokknum og hugsanlegar framkvæmdir fyrir árið 2018.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50