mobile navigation trigger mobile search trigger
22.06.2017

37. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

haldinn í Molanum fundarherbergi 1, 21. júní 2017 og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu:

Þórdís Mjöll Benediktsdóttir Formaður, Jón Kristinn Arngrímsson Varaformaður, Þorvarður Sigurbjörnsson Aðalmaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir Varamaður, Guðmundur Arnar Guðmundsson Varamaður, Þóroddur Helgason og Bjarki Ármann Oddsson Embættismenn.

Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson

Dagskrá:

 

1.

1604052 - Heilsueflandi samfélag - Fjarðabyggð

Fyrir liggur önnur fundargerð stýrihóps um Heilsueflandi samfélag í Fjarðabyggð. Íþrótta- og tómstundanefnd tekur heilshugar undir áskorun stýrihópsins til eigna-, skipulags og umhverfisnefndar að fara vel yfir göngu- og hjólaleiðir til og frá leik- og grunnskólum sveitarfélagsins.

2.

1706096 - Áskorun frá stýrihóp um Heilsueflandi Samfélag í Fjarðabyggð

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar framtaki Stýrihóps um Heilsueflandi samfélag í Fjarðabyggð og tekur undir með hópnum og hvetur aðrar nefndir sveitarfélagsins að halda gildum Heilsueflandi samfélags á lofti við komandi fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2018. Íþrótta- og tómstundanefnd mun leggja sig fram um að halda gildum Heilsueflandi samfélags á lofti.

3.

1705194 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018

Sviðstjóri gerði grein fyrir ferli við fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2018. Rædd voru drög að fjárhagsramma íþrótta- og tómstundanefndar. Mánaðarmótin ágúst/september úthlutar bæjarráð fjárhagsrömmum. Tilgangurinn er að ná fram betri upplýsingum fyrir úthlutun fjárhagsramma til fastanefnda.

4.

1706018 - Starfs- og fjárhagsáætlun 2018 íþrótta- og tómstundanefnd

Íþrótta- og tómstundanefnd ræddi breytingar á rekstri í málaflokknum og áherslur nefndarinnar í starfsáætlun fyrir árið 2018 sem og hugsanlegar framkvæmdir næstu ára. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að gera minnisblað í samræmi við umræður á fundinum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30