mobile navigation trigger mobile search trigger
06.07.2015

434. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 434. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, mánudaginn 6. júlí 2015

og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson varaformaður, Eydís Ásbjörnsdóttir, Valdimar O Hermannsson, Gunnar Jónsson bæjarritari og Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Gunnar Jónsson.

Dagskrá:

1.

1507013 - Kvikmyndasýsing á Frönskum Dögum

Kvistur film stendur fyrir tónleikum og sýningu heimildarmyndarinnar "Fáskrúðsfjörður -"Brot úr sögu Bæjar" á Frönskum dögum 2015. Þess er farið á leit við menningar- og safnanefnd Fjarðabyggðar að Franskir dagar 2015 sjái um vínveitingaleyfi að hluta þ.e. frá og með fimmtudagskvöldinu. Sýningartímar heimildarmyndarinnar eru áætlaðir á fimmtudeginum og föstudeginum 23. og 24. júlí og verða sýningar í Félagsheimilinu Skrúði. Jafnframt er óskað eftir að húsaleiga vegna sýningar heimildarmyndarinnar verði felld niður sem hluti af styrk við verkefnið. Bæjarráð vísar erindinu til undirbúningshóps Franskra daga til að samræma sýninguna hátíðarhöldum á vegum félagsins. Jafnframt samþykkir bæjarráð að styrkja sýninguna sem nemur húsaleigu Félagsheimilisins Skrúðs þessa daga. Tekið af liðnum óráðstafað 21-690.

 

2.

1507029 - Skíðasvæðið í Oddsskarði - útvistun rekstrar

Bæjarráð samþykkti á fundi 29. júní sl. að láta auglýsa starfsemi skíðamiðstöðvarinnar til útvistunar með samningskaupaleið. Framlögð drög að samningskaupalýsingu fyrir rekstur á Skíðasvæðinu í Oddsskarði. Bæjarráð samþykkir samningskaupalýsinguna og að hún verði auglýst. Frestur til að skila inn umsóknum er til 15. ágúst nk. Bæjarráð mun vega og meta tilboðin og taka ákvörðun um framhaldið.

 

3.

1402008 - Efling millilandaflugs um Egilsstaðaflugvöll

Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Austurbrú um stöðu markaðssetningar á millilandaflugi frá Egilsstöðum.

 

4.

1506173 - Fasteignamat 2016

Framlagt bréf og listi yfir breytingu á fasteigna- og lóðamati á milli áranna 2015 til 2016 frá Þjóðskrá Íslands. Vísað til umræðu við fjárhagsáætlunargerð 2016.

 

5.

1411074 - Umsókn til Byggðastofnunar vegna Stöðvarfjarðar

Þennan lið dagskrár sat verkefnastjóri atvinnumála. Framlagt bréf Byggðastofnunar vegna þátttöku Stöðvarfjarðar í verkefninu Brothættar Byggðir. Stöðvarfjörður verður ekki tekinn inn í verkefnið núna og framhald verkefnisins verður metið þegar líður á árið. Fjarðabyggð mun áfram vinna að því þróunarverkefni sem sett var af stað vegna Stöðvarfjarðar og hefur verið í vinnslu í verkefnahóp sem skipaður var.

 

6.

1507022 - 788.mál til umsagnar frumvarp til laga um húsnæðisbætur

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög) - 788. mál. Á vegum velferðarráðuneytisins hefur á undanförnum árum farið fram mikil vinna í samráði við hagsmunaaðila að því er varðar húsnæðismál á Íslandi. Hefur sjónum m.a. verið beint að húsnæðisstuðningi hins opinbera sem felst annars vegar í húsaleigubótum og hins vegar í vaxtabótum og hvernig jafna megi stuðning þessara tveggja húsnæðisstuðningskerfa við ólík búsetuform. Vísað til félagsmálanefndar.

 

7.

1501271 - Fundargerðir stjórnar SSA 2015

Framlagðar fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 21. apríl, 10. maí og 23 júní sl.

 

8.

1507030 - Umsögn Sambandsins um undanþágur frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða

Umsögn sambandsins um þrjú erindi sem varða undanþágur frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða. Lagt fram til kynningar. Vísað til félagsmálanefndar og stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands.

 

9.

1501273 - Fundargerðir barnaverndarnefndar 2015

Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 55 frá 26. júní sl. lögð fram og samþykkt í umboði bæjarstjórnar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30.