mobile navigation trigger mobile search trigger
22.09.2015

443. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 443. fundur
haldinn í Molanum fundarherbergi 3, mánudaginn 21. september 2015
og hófst hann kl. 08:30


Fundinn sátu:
Jens Garðar Helgason formaður, Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson, Gunnar Jónsson, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson.


Dagskrá:

1. 1509084 - Atvinnulausir og sundstaðir
Framlagt bréf frá Alþýðusambandi Íslands um afnot atvinnulausra af sundlaugum sveitarfélaga án endurgjalds.
Bæjarráð tekur vel í erindi Alþýðusambands Íslands og vísar því til fjölskylusviðs til útfærslu og umsagnar.

2. 1509051 - Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016
Drög að umsóknum um byggðakvóta fyrir Fjarðabyggð lagðar fyrir fundinn.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda umsóknirnar inn.

3. 1509093 - Umhverfismál og skilti
Framlagt bréf Ásmundar Ásmundssonar í nokkrum liðum um ýmiss málefni.
a)Hefting á lúpínu í Búðarárgili á Reyðarfirði.
b)Uppsetningu á fuglaskilti við Andapollinn á Reyðarfirði.
c)Merkingu surtarbrandsnámu neðan við Innri Jökulbotna í Reyðarfirði
d)Skilti við Svínaskálahlíð á Eskifirði um hvalstöð.
Bæjarráð vísar erindum til framkvæmdasviðs liðum a og til stjórnsýslu og þjónustusviðs liðum b, c og d.

4. 1509099 - Fundur með sveitarstjórnum haustið 2015
Framlagt bréf fjárlaganefndar Alþingis þar sem sveitarstjórnum er gefin kostur á fundum með nefndinni í september og október um málefni er varðar fjármálasamskipti ríkis og sveitarfélaga.
Samþykkt að fá fund með fjárlaganefnd að morgni 23. september.

5. 1509053 - Islands.is og samstarf um rafræna upplýsingaveitu
Framlagt og kynnt minnisblað stjórnsýslu- og þjónustusviðs um rafræna stjórnsýslu sveitarfélagsins og samstarfs- og þróunarmöguleika.

6. 1509131 – Íbúaþróun
Fram lögð greining á íbúaþróun og atvinnuleysi í Fjarðabyggð.
Íbúum Fjarðabyggðar hefur fjölgað um 28 á fyrstu mánuðum ársins sem er í takt við þróun síðasta árs.
Vísað til félagsmálanefndar til skoðunar vegna atvinnuleysistalna og samsetningar atvinnuleysis.

7. 1509129 - Afnot af íþróttahúsi á Neskaupstað v/árshátíðar Síldarvinnslunnar
Fram lagt bréf Hljóðkerfaleigu Austurlands þar sem óskað er eftir afnotum íþróttahússins í Neskaupstað 17. október fyrir árshátíð Síldarvinnslunnar.
Bæjarráð samþykkir afnot af húsinu og felur íþrótta-og tómstundanefnd útfærslu ásamt forstöðumanni.

8. 1508035 – Jafnlaunaúttekt
Fram lagt minnisblað um vinnslu jafnlaunaúttektar hjá Fjarðabyggð.
Ákveðið að semja við PWC um gerð úttektarinnar á grundvelli verðfyrirspurnar.
Bæjarstjóra falið að undirrita samning um verkefnið.

9. 1509122 - Skýrsla um áhrif innflutningsbanns Rússsa
Liðurinn fjallar um áhrif innflutningsbanns Rússa á Fjarðabyggð samkvæmt skýrslu Byggðastofnunar. Byggðastofnun hefur unnið skýrslu um byggðarleg áhrif innflutningsbanns Rússa á einstök byggðarlög. Í niðurstöðu skýrslunnar kemur fram að áhrifin eru ætluð "Mikil áhrif" í Fjarðabyggð eða Neskaupstað, Eskifirði og Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð ítrekar fyrri bókun sína um áhrif viðskiptabanns á Rússland enda eru heildaráhrif bannsins á Fjarðabyggð metin á annað hundruð milljónir kr. Í ljósi umræðu síðustu daga um viðskiptaþvinganir og bönn hljóta íslensk stjórnvöld að íhuga alvarlega þessi áhrif.

10. 1509075 - Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 25.september
Fram lagt til kynningar fundarboð ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum föstudaginn 25. september n.k. kl 13:30 í tengslum við fjármálaráðstefnu Sveitarfélaga á Hilton Reykjavík Nordica.
Þar sem fulltrúar Fjarðabyggðar verða fjarverandi af fjármálaráðstefnunni á föstudaginn kemur vegna síðustu sprengingar í Norðfjarðargöngum felur bæjarráð Kristni Jónassyni bæjarstjóra Snæfellsbæjar að vera fulltrúi Fjarðabyggðar á fundinum.

11. 1509115 - Drög frumvarps um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga til umsagnar
Fram lagt til kynningar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði). Fjallar um að Jöfnunarsjóður á árunum 2015, 2016 og 2017 greiði sveitarfélögum sérstakt framlag sem tekið skal af tekjum sjóðsins skv. a-lið 1. mgr. 8. gr. a áður en tekjunum er ráðstafað samkvæmt ákvæði 9. gr. Árlegt heildarframlag sjóðsins samkvæmt þessu skal á hverju þessara ára samsvara 2,12% af tekjum ríkissjóðs það ár af sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum nr. 155/2010, með síðari breytingum.Til viðbótar við sérstakt framlag ársins 2015 skv. 1. mgr. skal bætast framlag Jöfnunarsjóðs sem samsvarar 1,06% af tekjum ríkissjóðs á árinu 2014 af sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum nr. 155/2010, með síðari breytingum.
Bæjarráð felur fjármálatjóra að yfirfara frumvarpið og veita umsögn.

12. 1509120 - Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga
Fram lagt bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um tímabundna breytingu verkaskiptingar og framlengingu á gildistíma viðauka við samkomulag rikis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til námsins á móti framlögum sveitarfélaga vegna annarra verkefna ríkisins.
Bæjarráð telur að vegna framlaga til jöfnunar á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms þurfi að leiðrétta þann mismun sem er vegna raunkostnaðar sveitarfélagsins til tónlistarskóla sem taka við nemendum frá Fjarðabyggð og þeirra framlaga sem koma frá Jöfnunarsjóði. Sveitarfélagið á að fá miðað við núverandi reglur úthlutað frá Jöfnunarsjóðs að hámarki 50% kostnaðarins greiddan rúmist hann innan fjárheimilda sjóðsins vegna málaflokksins, þ.e. 7. greinar. Er að mati bæjarráðs með öllu óviðunandi að ekki sé að fullu tryggt fjármagn vegna þeirra nemenda sbr. reglur en framlag hefur ekki náð tilgreindum 50%.

13. 1509105 - Boð á IX.Umhverfisþing 9.október 2015
Fram lagt bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytis um boðun á umhverfisþing 9. október 2015 sem haldið verður á Grand Hótel Reykjavík.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.

14. 1501235 - Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2015
Framlögð til kynningar fundargerð 7. stjórnarfundar Náttúrustofu Austurlands.
Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00