mobile navigation trigger mobile search trigger
28.09.2017

46. fundur fræðslunefndar

haldinn í Molanum fundarherbergi 1, 27. september 2017 og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu:

Pálína Margeirsdóttir Formaður, Elvar Jónsson Aðalmaður, Kjartan Glúmur Kjartansson Aðalmaður, Guðlaug Dana Andrésdóttir Varaformaður, Aðalheiður Vilbergsdóttir Aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði: Þóroddur Helgason, fræðslustjóri

 

Dagskrá:

1.

1709007 - Heimsókn skólastjóra til fræðslunefndar haustið 2017

Skólastjórar Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar og Grunnskóla Reyðarfjarðar gerðu fræðslunefnd Fjarðabyggðar grein fyrir skólastarfinu og svöruðu spurningum nefndarmanna. Fræðslunefnd þakkar skólastjórum fyrir greinargóðar upplýsingar.

2.

1709028 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Fræðslunefnd

Til umræðu voru drög að starfsáætlun fyrir 2018 og bráðabirgða niðurstöður launaáætlunar fyrir fræðslumál. Fræðslustjóra falið að vinna áfram í fjárhagsáætlunargerðinni.

3.

1706147 - Stúdentaskipti milli Fjarðabyggðar (Fáskrúðsfjarðar) og Gravelines

Formaður fræðslunefndar og fræðslustjóri gerðu grein fyrir fundi með stjórnendum vinabæjarins Gravelines í Frakklandi um að leita Evrópustyrkja og koma á fót ungmennasamskiptum milli sveitarfélaganna.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:40