mobile navigation trigger mobile search trigger
11.07.2016

481. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 481. fundur  

haldinn í Egilsbraut 1, Neskaupstað, mánudaginn 11. júlí 2016

og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson formaður, Elvar Jónsson, Valdimar O Hermannsson, Gunnar Jónsson bæjarritari og Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri.  Fundargerð ritaði Gunnar Jónsson.

Dagskrá:

1.

1602052 - Rekstur málaflokka 2016 - TRÚNAÐARMÁL

Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlagt sem trúnaðarmál málaflokkayfirlit um rekstur málaflokka og framkvæmdir janúar - maí 2016, launakostnað og skatttekjur janúar - júní 2016.

 

2.

1606043 - 715 Þingholtsvegur 5 - kauptilboð

Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlagt kauptilboð og samþykkt gagntilboð í Þinghólsveg 5 í Mjóafirði að fjárhæð 4 milljónir kr. Bæjarráð samþykkir sölu fasteignarinnar og felur bæjarstjóra að undirrita gögn tengd sölunni. Eignin er seld með kvöð um að hún verði ekki flutt af núverandi staðsetningu sinni.

 

3.

1607013 - Kostnaður við vinnu lögfræðings vegna samþykkta um umgengni og þrifnað...

Framlagt bréf framkvæmdastjóra HAUST þar sem upplýst er að Heilbrigðisnefnd Austurlands samþykkir að greiða helming í lögfræðikostnaði vegna vinnu við samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar.

 

4.

1607014 - Skipulagning og þróun verndarsvæða í byggð

Erindi Minjastofnunar Íslands er varðar styrki vegna þróunar verndarsvæða í byggð. Vísað til úrvinnslu sviðsstjóra framkvæmda-, umhverfis og veitusviðs og til kynningar í menningar- og safnanefnd og eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.

 

5.

1602108 - Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir

Þennan lið dagskrár sat sviðsstjóri framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs. Farið yfir forsendur útboðs vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Ljósá á Eskifirði vegna ofanflóðavarna.

 

6.

1301195 - 735 Strandgata 12 - lóðamál

Þennan lið dagskrár sat sviðsstjóri framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til bæjarráðs til umfjöllunar. Lagt fram til kynningar bréf vegna lóðarmála að Strandgötu 12 á Eskifirði til lóðarhafa. Fjallar um nýtingu lóðarinnar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti ráðstafanir í lóðarmálum.

 

7.

1410115 - Norðfjarðarflugvöllur - klæðning

Þennan lið dagskrár sat sviðsstjóri framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs.
Kynntar viðræður við tilboðsgjafa um endurbætur á flugvelli í Neskaupstað og verkáætlanir vegna framkvæmdanna.
Bæjarráð samþykkir með vísan til samþykktar bæjarstjórnar frá 9. júní s.l. drög að samningi um framkvæmdir við Norðfjarðarflugvöll og felur bæjarstjóra að útfæra samning og undirrita.

 

8.

1201079 - Tilkynning um fyrirhugaða 4.000 tonna laxeldisstöð Laxar fiskeldis ehf. í sjókvíum í Fáskrúðfirði

Framlögð beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn vegna matsáætlunar fyrir fyrirhugaða 4.000 tonna ársframleiðslu á laxi í eldisstöð Laxa fiskeldis ehf. í sjókvíum í Fáskrúðfirði.
Vísað til skipulags- og byggingarfulltrúa og framkvæmdastjóra hafna.

 

9.

1204107 - Félagsstarf eldri borgara á Fáskrúðsfirði

Framlagður samningur til staðfestingar vegna félagsstarfs aldraðra á Fáskrúðsfirði og minnisblað deildarstjóra búsetuþjónustu.
Bæjarráð staðfestir samning.

 

10.

1605087 - Hraðbanki á Stöðvarfirði

Framlagt til kynningar bréf bankastjóra Landsbankans frá 30.júní s.l. er varðar hraðbanka og reiðufjárafgreiðslu á Stöðvarfirði auk bréfa bæjarstjóra til forsvarsmanna bankans sama efnis frá 13.júní.
Bæjarráð ítrekar fyrri samþykkir sínar um mikilvægi hraðbankaþjónustu á Stöðvarfirði.

 

11.

1603017 - Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2016

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 841, lögð fram til kynningar.

 

12.

1607001F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 148

Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 148, lögð fram til staðfestingar í umboði bæjarstjórnar.
Fundargerð staðfest af bæjarráði.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.