mobile navigation trigger mobile search trigger
09.06.2017

524. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 524. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, 9. júní 2017 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jens Garðar Helgason Formaður, Jón Björn Hákonarson Varaformaður, Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður, Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður og Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson. 

Dagskrá: 

1.

1705194 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra er varðar fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018 til 2022. Minnisblaði og tillögu fjármálastjóra að bráðabirgðafjárhagsrömmum vísað til fastanefnda.

2.

1706039 - Fjárhagsáætlun 2017 - viðauki 5

Framlagður viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar. Viðaukinn er til samantektar á afgreiðslu bæjarráðs um viðhald á skólahúsnæði og leiðréttingar á viðauka 2 og upphaflegri fjárhagsáætlun ársins 2017. Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 5 með breytingum sbr. 5.fundarlið. Viðauka nr. 5 vísað til samþykktar í bæjarstjórn.

Gestir

Fjármálastjóri - 08:55

3.

1701089 - Fjármál 2017 - TRÚNAÐARMÁL

Lagður fram listi yfir 200 stærstu birgja Fjarðabyggðar á árinu 2016 vegna umræðu um innkaup Fjarðabyggðar. Vísað til bæjarstjóra og sviðsstjóra til frekari skoðunar.

Gestir

Fjármálastjóri - 09:15

4.

1705245 - Innkaupareglur Fjarðabyggðar - endurskoðun 2017

Lögð fram samantekt fjármálastjóra um innkaupareglur bæjarins. Með vísun til nýrra laga um opinber innkaup nr. 120/2016, er þörf á endurskoðun innkaupareglna Fjarðabyggðar frá grunni. Vísað til fjármálastjóra til frekari skoðunar.

Gestir

Fjármálastjóri - 09:27

5.

1705108 - Tillaga um endurnýjun tækja 2017

Lögð fram tillaga sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að tækjakaupum og sölu ársins 2017. Bæjarráð fór yfir tillöguna og er sammála um að áætlun verði lækkuð úr 11 milljónum í 4 milljónir.

6.

1703037 - Blómsturvellir 26-32 - sala (leikskólinn Sólvellir)

Tilboð vegna sölu Blómsturvalla 26-32 í Neskaupstað. Eitt tilboð barst frá Leigufélaginu Stöplum að fjárhæð 10 milljónir kr. Bæjarráð fór yfir tilboðið og er sammála um að taka ekki tilboði. Fjármálastjóra falið að auglýsa eignina á almennum markaði.

Gestir

Fjármálastjóri - 09:34

7.

1705160 - Ársreikningur Uppsala 2016

Framlagður ársreikningur Uppsala fyrir árið 2016. Félagsmálanefnd vísaði ársreikningi til bæjarráðs og vekur athygli á ábendingum og athugasemdum endurskoðanda í kjölfar könnunar á ársreikningi félagsins árið 2016. Vísað til fjármálastjóra til áframhaldandi skoðunar í samráði við forstöðumann og félagsmálastjóra.

Gestir

Fjármálastjóri - 09:38

8.

1705167 - Ársreikningur 2016 - Hulduhlíð

Framlagður ársreikningur Hulduhlíðar fyrir árið 2016. Félagsmálanefnd vísaði ársreikningi til bæjarráðs og vekur athygli á ábendingum og athugasemdum endurskoðanda í kjölfar könnunar á ársreikningi félagsins árið 2016. Vísað til fjármálastjóra til áframhaldandi skoðunar í samráði við forstöðumann og félagsmálastjóra.

Gestir

Fjármálastjóri - 09:42

9.

1705243 - Nytjaréttur af æðarvarpi á jörðinni Búlandsborg á Norðfirði

Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. Óskað er staðfestingar bæjarráðs á auglýsing um leigu nytjaréttar af æðarvarpi á jörðinni Búlandsborg í Norðfirði. Leigutímabilið er frá 1. október 2017 til 30. september 2022. Bæjarráð samþykkir efni auglýsingar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa nytjaréttinn.

10.

1706028 - Gatnagerð í hesthúsabyggð á Reyðarfirði

Bréf Önnu Berg Samúelsdóttur og Stefáns Hrafnkelssonar er varðar deiliskipulag hesthúsabyggðar á Reyðarfirði og gerð vegar inn í hesthúsahverfið Koll í Reyðarfirði. Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.

11.

1706037 - Call out for creatives - Neskaupstaður Art Attack 2017

Kynning á verkefninu Neskaupstaður Art Attack Residency. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt að taka þátt í verkefninu með það sem að nefndinni snýr. Nefndin fól sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og skipulags- og byggingarfulltrúa að útfæra svæði og fleti í samstarfi við forsvarsmenn verkefnisins. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um allt að 1 milljón, takist af liðnum óráðstafað. Bæjarráð hvetur áhugasama aðila í öðrum bæjarhlutum að horfa til verkefnisins með þátttöku í huga. Vísað til menningar- og safnanefndar til kynningar.

12.

1705203 - Áskorun til fræðsluyfirvalda vegna nemenda með skilgreinda fötlun

Trúnaðarmál. Ályktun nemendaverndarráðs Grunnskólans á Eskifirði frá 2.júní 2017, er varðar nemendur með skilgreinda fötlun. Vísað til fræðslustjóra og fræðslunefndar til meðferðar.

13.

1705231 - Húsnæðisáætlun sveitarfélaga

Bréf Íbúðalánasjóðs frá 24.maí þar sem sveitarfélög eru hvött til að hefjast handa við gerð húsnæðisáætlana.

14.

1608100 - Áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum

Minnisblað félagsmálastjóra er varðar breytingar á frítekjumörkum vegna húsnæðisbóta. Vísað til áframhaldandi vinnu hjá félagsmálastjóra og fjármálastjóra.

15.

1705092 - Fyrirhuguð virðisaukaskattshækkun á ferðaþjónustuna og áhugi ráðherra á Austurlandi

Lagður fram tölvupóstur framkvæmdastjóra Austurbrúar er varðar fundi á Egilsstöðum í tengslum við breytingar á virðisaukaskattskerfinu, með ráðherrum ferða- og fjármála sem haldinn var 6. júní og framkvæmdastjóra Samtaka aðila í Ferðaþjónustu ( SAF ) sem fyrirhugaður er 13.júní. Bæjarstjóri sótti fund 6.júní. Vísað til forstöðumanns stjórnsýslu.

16.

1705250 - Samningur um upplýsingamiðstöð á Stöðvarfirði

Óskað er staðfestingar bæjarráðs á samningi við Ástrós um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Brekkunni á Stöðvarfirði. Bæjarráð samþykkir samning.

17.

1702115 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2017

Fundargerð 135. fundar stjórnar Heilbrigðiseftirlits Austurlands frá 24.maí 2017, lögð fram til kynningar.

18.

1706035 - Ársreikningur 2016

Ársreikningur Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga fyrir árið 2016, lagður fram til kynningar.

19.

1706036 - Ársreikningur 2016 - Loðnuvinnslan hf.

Ársreikningur Loðnuvinnslunnar fyrir árið 2016, lagður fram til kynningar.

20.

1706032 - Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlitsins 2016

Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir árið 2016, lögð fram til kynningar.

22.

1706002F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 178

Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 95 frá 6.júní 2017, lögð fram til kynningar.

22.1

1411076 - Tjón vegna stíflu í holræsakerfi

22.2

1706016 - 735 Strandgata 2 Byggingaráform - löndunarhús og lagnir

22.3

1705173 - 730 Heiðarvegur 20 - byggingarleyfi - varmadæla

22.4

1705171 - 740 Marbakki 1 - byggingarleyfi

22.5

1705219 - 750 Skólavegur 98-112 - byggingarleyfi, nýbygging

22.6

1609156 - Leyfisveiting vegna skógræktarframkvæmda í Víkugerði

22.7

1706031 - 750 Loðnuvinnslan hf - framkvæmdaleyfi, dælulögn frá Hafnargötu 1 að 36

22.8

1704081 - 750 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027,breyting - grjótnáma kappeyri

22.9

1705243 - Nytjaréttur af æðarvarpi á jörðinni Búlandsborg á Norðfirði

22.10

1705237 - Ástandsskýrsla - Íþróttahús Eskifjarðar

22.11

1706037 - Call out for creatives - Neskaupstaður Art Attack 2017

21.

1705008F - Félagsmálanefnd - 95

Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 95 frá 30.maí 2017, lögð fram til kynningar.

21.1

1705160 - Ársreikningur Uppsala 2016

21.2

1705167 - Ársreikningur 2016 - Hulduhlíð

21.3

1608100 - Áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum

21.4

1704035 - 378.mál til umsagnar tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar

21.5

1705156 - Félagsleg ráðgjöf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:23.