mobile navigation trigger mobile search trigger
13.11.2017

542. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 542. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, 13. nóvember 2017 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jens Garðar Helgason formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Gunnar Jónsson embættismaður.

Fundargerð ritaði Gunnar Jónsson. 

Dagskrá: 

1.

1705109 - Rekstur málaflokka 2017 - TRÚNAÐARMÁL

Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur málaflokka og framkvæmdir janúar - september 2017 ásamt tekjum og launakostnaði fyrir janúar - október 2017. Einnig lagt fram deildayfirlit yfir fyrstu 9 mánuði ársins.

Gestir

Fjármálastjóri - 08:30

2.

1711034 - Ágóðahlutagreiðsla 2017

Ágóðahlutagreiðsla til Fjarðabyggðar á árinu 2017 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands er kr. 2.434.000.
Lagt fram til kynningar og vísað til fjármálastjóra.

3.

1709152 - Dragnótaveiðar innan fjarða

Lagt fram svar Hafrannsóknastofnunar við bréfi frá 10.október 2017 er varðar dragnótaveiðar innan fjarða. Í bréfi kemur fram að Hafransóknarstofnun telur að veiðar með dragnót hafi ekki neikvæð áhrif á lífríki fjarða.
Bæjarráð óskaði eftir mati stofnunarinnar vegna fyrirspurna íbúa á Norðfirði vegna dragnótaveiða. Þar af leiðandi sér bæjarráð sér ekki fært að fara með málið lengra að svo stöddu. Bæjarritara falið að svara erindi íbúanna.

4.

1702203 - Úthlutunarreglur íþróttastyrkja uppfærðar 2017

Íþrótta- og tómstundanefnd hefur unnið að breytingum á reglum um úthlutun íþróttastyrkja. Á 36. fundi íþrótta- og tómstundanefndar var íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að óska eftir umsögnum frá íþróttafélögum um drög að breytingum á reglum um íþróttastyrki. Engar umsagnir bárust. Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkti því breytingarnar á 42. fundi sínum fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs til staðfestingar.
Reglunum vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

5.

1710102 - Undirskriftarlisti um að breyta opnunartíma í Sundlaugar Eskifjarðar

Íþrótta- og tómstundanefnd hefur borist undirskriftarlisti sem legið hefur frammi í afgreiðslu Sundlaugar Eskifjarðar vegna breytinga á opnunartíma sundlaugarinnar um helgar yfir vetrartímann. Er það skoðun þeirra sem standa að undirskriftarlistanum að það sé betra að hafa opnunartímann frá kl. 10:00 eða 11:00 f.h. til kl. 16:00 eða 17:00 e.h. í stað frá kl. 13:00 til 18:00. Lagt fram minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa er tekið var saman á grundvelli umræðu í nefndinni. Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að breyta opnunartíma Sundlaugar Eskifjarðar um helgar yfir vetrartímann frá kl. 11:00 til 16:00 veturinn 2017-2018. Vísað til bæjarráðs til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir breytingarnar sem nefndin leggur til.

6.

1611104 - Húsnæðisstefna Fjarðabyggðar - TRÚNAÐARMÁL

Áframhald umræðu um húsnæðisáætlun.
Vísað til áframhaldandi vinnu.

Gestir

Fjármálastjóri 09:02

7.

1705245 - Innkaupareglur Fjarðabyggðar - endurskoðun 2017

Innkaupareglur hafa verið teknar til umfjöllunar í fastanefndum. Fastanefndir gerðu ekki athugasemdir við reglurnar, utan að hafnarstjórn gerði athugasemd við 11.gr. og hefur henni verið komið á framfæri við fjármálastjóra.
Vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Gestir

Fjármálastjóri - 09:20

8.

1710126 - Viðmiðunarreglur um úthlutun kennslutímamagns til grunnskóla í Fjarðabyggð

Frá fræðslunefnd.
Í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2018 leggur fræðslunefnd til breytingu á úthlutunarreglum kennslutímafjölda við grunnskólana í Fjarðabyggð. Breytingin varðar tímamagn til skólanna vegna tvítyngdra nemenda, þegar fjöldi nemenda er orðinn meiri en 20 nemendur í skólanum. Í stað þess að fylgi hverjum nemenda umfram 20 einn tími mun fylgja hálfur tími.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.

9.

1710016F - Fræðslunefnd - 48

Fundargerð fræðslunefndar, nr. 48 frá 8.nóvember 2017, lögð fram til kynningar.

10.

1711002F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 190

Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 190 frá 6.nóvember 2017, lögð fram til kynningar.

11.

1711005F - Menningar- og safnanefnd - 36

Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 36 frá 8.nóvember 2017, lögð fram til kynningar.

12.

1711004F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 42

Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 42 frá 9.nóvember 2017, lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30.