mobile navigation trigger mobile search trigger
11.12.2017

545. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 545. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, 11. desember 2017 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jens Garðar Helgason formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Gunnar Jónsson embættismaður. 

Fundargerð ritaði Gunnar Jónsson. 

Dagskrá: 

1.

1705109 - Rekstur málaflokka 2017 - TRÚNAÐARMÁL

Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur málaflokka og framkvæmdir janúar - október 2017 ásamt tekjum og launakostnaði fyrir janúar - nóvember 2017.

Gestir

Fjármálastjóri - 08:30

2.

1712038 - Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2017 - TRÚNAÐARMÁL

Lögð fram kynning KPMG á vinnu við endurskoðun ársreiknings Fjarðabyggðar 2017. Ráðgert er að leggja ársreikning fram á fundi bæjarstjórnar síðari hluta marsmánaðar 2018.
Vísað til bæjarstjórnar til kynningar

Gestir

Fjármálastjóri - 08:50

3.

1712040 - Rekstrarform hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð

Lögð fram til kynningar samantekt KPMG um lagaumhverfi og rekstrarform hjúkrunarheimila.
Vísað til félagsmálanefndar til kynningar og áframhaldandi umræðu í bæjarráði.

Gestir

Fjármálastjóri - 08:55

4.

1712006 - Nýtingaráætlun fyrir haf- og standsvæði í Fjarðabyggð

Lögð fram drög að endurnýjuðu erindisbréfi stýrihóps um nýtingaráætlun fyrir haf- og strandsvæði í Fjarðabyggð, stefnumörkun í fiskeldi í Fjarðabyggð og minnisblað fyrrverandi atvinnu- og þróunarstjóra vegna stefnumótunar í fiskeldismálum, dagsett 19. júní 2017.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt erindisbréfið og vísar því til staðfestingar í bæjarráði og bæjarstjórn. Hafnarstjórn hefur tilnefnt Sævar Guðjónsson og Eydísi Ásbjörnsdóttur.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti erindisbréfið og skipan stýrihópsins og vísar staðfestingu hans til bæjarstjórnar. Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að óskað verði eftir við Skipulagsstofnun að tekið verði tillit til nýtingaráætlunar sveitarfélagsins við úthlutun leyfa.

5.

1706133 - Yfirlýsing um samstarf í menntamálum

Áframhaldandi umræða um Háskólasetur Austfjarða og bókun bæjarráðs Fljótsdalshéraðs vegna samstarfs um undirbúning háskólaseturs frá 2.júlí 2017. Bæjarstjóri hefur fundað um verkefnið með stjórn Austurbrúar og SSA, og einnig með bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs.
Bæjarráð Fjarðabyggðar býður Fljótsdalshérað velkomið til samstarfs um verkefnið og aðkomu að stýrihóps vegna háskólanáms á Austurlandi með fjárframlagi. Verkefnið verði áfram unnið á grundvelli yfirlýsingar um samstarf í menntamálum frá 23.júní 2017.

6.

1706125 - Erindi frá Breiðdalshreppi - sameiningarmál

Lögð fram til kynningar önnur fundargerð samráðsnefndar um mögulega sameiningu Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar.

7.

1602039 - Almenningssamgöngur Sv-Aust ehf.

Minnisblað bæjarstjóra um aðild að SvAust ehf. Einnig lagðar fram fimmtán fundargerðir stjórnar, yfirlit yfir væntanlegan rekstur og drög að samningi milli Fjarðabyggðar og SvAust.
Bæjarráð Fjarðabyggðar telur að forsenda stofnunar félags um almenningssamgöngur á Austurlandi sé að því verði sinnt í fullu starfi enda umfang starfseminnar af þeirri stærðargráðu. Því lítur bæjarráð á að um tilraunaverkefni sé að ræða til eins árs og felur bæjarstjóra að undirrita samning með þeim fyrirvara. Þá verði 25% staða sem Samband sveitarfélaga Austurlandi fær vegna umsýslu almenningssamgangna sameinað starfinu í hinu nýja félagi SvAust.

8.

1704074 - Öryggismál og eldvarnir jarðganga

Minnisblað slökkviliðsstjóra vegna kaupa á slökkvibílum í tengslum við Norðfjarðargöng.
Bæjarráð samþykkir tillögu slökkviliðsstjóra og felur fjármálastjóra að gera viðauka vegna breytinga á fjárhagsáætlun 2019 til 2021 og leggja fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

9.

1711168 - Fjárhagsáætlun HSA fyrir árið 2018

Lagt fram bréf Heilbrigðisstofnunar Austurlands til heilbrigðisráðherra frá 24.nóvember, er varðar fjárhagsáætlunar stofnunarinnar fyrir árið 2018.
Bæjarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af ófjármagnaðri fjárþörf Heilbrigðisstofnunar Austurlands og að núverandi fjárframlög fela í sér að ekki sé hægt að halda við og efla þjónustustig stofnunarinnar eða framþróun hennar. Bæjarstjóra falið að koma bókun bæjarráðs á framfæri við heilbrigðisráðherra.

10.

1712010 - Þorrablót Reyðfirðinga 2018 - afnot af íþróttahúsi

Beiðni Þorrablótsnefndar Reyðarfjarðar um afnot af íþróttahúsinu á Reyðarfirði undir þorrablót 19.janúar 2018.
Bæjarráð heimilar afnot með sama hætti og á síðasta ári.

11.

1711121 - Eignarhald á félagsheimilinu Skrúði Fáskrúðsfirði

Framlagt bréf Hollvinasamtaka félagsheimilisins Skrúðs sem fjallar um eignarhald á húsinu. Bæjarstjóri hefur fundað með formanni hollvinasamtakanna sbr. bókun bæjarráðs frá 20.nóvember. Ekki er áhugi hjá samtökunum að taka yfir eignarhald félagsheimilisins.
Bæjarráð hefur ekki áform um breytt eignarhald félagsheimilsins Skrúðs meðan samtök heimamanna á Fáskrúðsfirði bera hag þess jafn mikið fyrir brjósti og verið hefur. Þá hefur umsjón Slysavarnardeildarinnar Hafdísar, með félagsheimilinu, verið með miklum sóma.

12.

1612047 - Nýjar persónuverndarreglur 2018

Rætt um framkvæmd og innleiðingu vegna nýrra persónuverndarreglna sem taka gildi 25.maí 2018.  Bæjarráð felur bæjarritara og forstöðumanni stjórnsýslu áframhaldandi vinnslu málsins.

Gestir

Forstöðumaður stjórnsýslu - 10:45

13.

1712003 - Í skugga valdsins

Erindi Sambandsins frá 30.nóvember er varðar umræðu í samfélaginu í kjölfar átaksins "í skugga valdsins". Sambandið hvetur sveitarstjórnir til að taka þátt í umræðu um kynferðisofbeldi og áreiti og hvernig koma megi í veg fyrir slíkt á vettangi stjórnmála og á vinnustöðum sveitarfélaga.
Sveitarfélagið hefur við staðfestingu mannauðsstefnu sveitarfélagsins afgreitt reglur vegna viðbragða við áreitni, einelti og vanliðan á vinnustað ásamt áætlun sem lýsir hvernig unnið er úr slíkum málum.
Vísað til frekari kynningar hjá starfsmönnum sveitarfélagsins.

14.

1712041 - Jafnréttis og kynjafræðsla Fjarðabyggðar

Tillaga bæjarstjóra.
Lagt er til að á grundvelli jafnréttisstefnu Fjarðabyggðar verði komið í framkvæmd jafnréttis- og kynjafræðslu þvert á allar stofnanir sveitarfélagsins á fyrri hluta ársins 2018. Þá verði lögð sérstök áhersla á að stjórnendur taki þessa fræðslu inn í árlega starfsþróun og starfsþróunarsamtöl við starfsmenn. Fjármögnun verkefnisins verði úr símenntunarsjóði 2018. Jafnframt verði lögð áhersla á þessu fræðslu meðal stjórnenda í stjórnendafræðslu 2018. Tillagan er einnig í samræmi við fjölskyldu- og mannauðsstefnu sveitarfélagsins þar sem m.a. er lögð áherslu á forvarnir og samstarf hagsmunaaðila.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

15.

1711183 - Greiðslur til áheyrnarfulltrúa foreldra í fræðslumálum

Bréf formanns Fjarðaforeldra er varðar greiðslur til áheyrnarfulltrúa foreldra á fundum fræðslunefndar.
Bæjarritara falið að taka saman yfirlit yfir fjölda áheyrnarfulltrúa í nefndum sveitarfélagsins.

16.

1712009 - Fyrirspurn vegna læknisvottorðs vegna barns

Lögð fram fyrirspurn foreldris barns í Grunnskóla Eskifjarðar sem trúnaðarmál.
Vísað til fræðslustjóra til afgreiðslu.

17.

1712019 - Reglur um starfsmannastyrk Fjarðabyggðar

Framlögð drög að reglum um starfsmannastyrk ásamt minnisblaði um reglurnar en þær fjalla um styrk til heilsueflingar starfsmanna sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.

18.

1702019 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2017

Fundargerð stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga, nr. 854, lögð fram til kynningar.

19.

1706124 - Fundargerðir framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu 2017

Fundargerð framkvæmdastjórnar frá 6.desember 2017, lögð fram til kynningar.

20.

1710134 - Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2017

Fundargerð aðalfundar, frá 6.desember 2017, lögð fram til kynningar.

21.

1706041 - Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2018

Fyrir liggur tillaga að breytingu á gjaldskrárlið vegna móttöku úrgangs sem ekki var til staðar við fyrri umfjöllun um gjaldskránna og hefur honum verið bætt inn í gjaldskránna sem nú liggur fyrir.  Hafnarstjórn hefur samþykkt gjaldskránna með breytingunum. Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2018 með þeirri breytingu sem felst í gjaldskrárlið vegna móttöku úrgangs. Með því fellur úr gildi fyrri staðfesting gjaldskrárinnar frá 27.11. sl.

22.

1709217 - Gjaldskrá fjarvarmaveitu 2018

Lögð fram tillaga sviðsstjóra veitusviðs um að gjaldskrá fjarvarmaveitu verði hækkuð um 3,7% frá 1.janúar 2018. Eigna-skipulags- og umhverfisnefnd vísar gjaldskránni til staðfestingar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2018.

23.

1709221 - Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2018

Lögð fram tillaga verkefnisstjóra á umhverfissviði um að 3. gr. gjaldskrár fyrir meðhöndlun úrgangs taki breytingum þannig að innleitt verði klippikort til notkunar á söfnunar- og móttökustöðum fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar gjaldskránni til staðfestingar bæjarráðs.  Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2018 með þeirri breytingu að innleitt verði klippikort til notkunar á söfnunar- og mótttökustöðvum. Með því fellur úr gildi fyrri staðfesting gjaldskrárinnar frá 27.11. sl.

24.

1711018F - Hafnarstjórn - 188

Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 188 frá 5.desember 2017, lögð fram til kynningar.

25.

1712001F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 192

Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 192 frá 4.desember 2017, lögð fram til kynningar.

26.

1711016F - Félagsmálanefnd - 102

Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 102 frá 27.nóvember 2017, lögð fram til kynningar.

27.

1711020F - Menningar- og safnanefnd - 37

Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 37 frá 6.desember 2017, lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00.