mobile navigation trigger mobile search trigger
16.11.2015

77. fundur félagsmálanefndar

Félagsmálanefnd - 77. fundur

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði

mánudaginn 16. nóvember 2015 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu: Hulda Sigrún Guðmundsdóttir formaður, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir, Borghildur Hlíf Stefánsdóttir, Ásmundur Páll Hjaltason og Valdimar O Hermannsson sem sátu fundinn í gegnum síma og Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri.

Fundargerð ritaði: Sigrún Þórarinsdóttir.

Dagskrá:

1.

1510153 - Ályktanir Landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar 2015.

Ályktanir frá Landsþingi Landssamtakanna Þroskahjálpar lagðar fram til kynningar. Þroskahjálp leggur mikla áherslu á að við endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustu sveitarfélaga verði tryggt að réttindi fatlaðs fólks njóti skýrrar og góðrar verndar. Landsþingið leggur áherslu á að þau réttindi og skyldur sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um, verði án frekari dráttar, innleidd í íslensk lög, reglur og stjórnsýsluframkvæmd með afdráttarlausum hætti. Landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar minnir jafnframt allar sveitarstjórnir í landinu á skyldu þeirra til að forgangsraða í fjárhagsáætlunum, fjárveitingum og allri framkvæmd í þágu mannréttinda. Gæta þarf vel að því að þjónusta við fatlað fólk hefur lögum samkvæmt það markmið að tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa því skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Þessi réttindi eru mannréttindi sem njóta viðurkenningar og verndar í alþjóðlegum mannréttindasamningum og eru sérstaklega áréttuð í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

 

2.

1511045 - Hjúkrunarheimilin í Fjarðabyggð

Framlagt minnisblað Hrannar Pétursdóttur vegna skoðunar á hjúkrunarheimilum í Fjarðabyggð samanber bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar frá. 5. október sl. Bæjarstjóri kom inn á fundinn og fylgdi málinu úr hlaði. Félagsmálanefnd mun taka málið fyrir að nýju á næsta fundi nefndarinnar.

 

3.

1510174 - Umræðu- og upplýsingafundur um stöðuna í yfirfærslu á málefnum fatlaðs fólks

Samband Íslenskra sveitarfélaga hefur boðað til umræðu og upplýsingafundar um yfirfærslu málefna fatlaðs fólks sem halda átti í byrjun nóvember í Reykjavík. Fundinum hefur verið frestað og verður kynnt að nýju þegar dagsetning liggur fyrir.

 

4.

1509168 - Umsókn um að gerast stuðningsforeldri

Lögð fram greinargerð þroskaþjálfa vegna umsóknar aðila um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda. Nefndin samþykkir framlagða umsókn á grundvelli greinargerðar og fylgigagna og felur starfsmanni úrvinnslu málsins. Bókun færð í trúnaðarbók.

 

5.

1506139 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016

Fyrir liggur undirritað bréf bæjarstjóra til félagsmálanefndar þar sem óskað er eftir því að félagsmálanefnd vinni að frekari hagræðingu og skoði m.a. reglur um liðveislu og fjárhagsaðstoð í því samhengi. Bæjarstjóri sat einnig þennan lið fundar. Nefndin mun taka fyrir á næsta fundi tillögur að breyttum reglum vegna liðveislu og fjárhagsaðstoðar.

 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.