mobile navigation trigger mobile search trigger
23.08.2016

85. fundur félagsmálanefndar

haldinn í Molanum fundarherbergi 1, þriðjudaginn 23. ágúst 2016

og hófst hann kl. 16:00

 

 

Fundinn sátu:

Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, Valdimar O Hermannsson, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir, Borghildur Hlíf Stefánsdóttir, Ásmundur Páll Hjaltason, Gréta Garðarsdóttir.

 

Fundargerð ritaði: Þóroddur Helgason, fræðslustjóri

 

Dagskrá:

 

1.

1608073 - Rekstur hjúkrunarheimilisins Hulduhlíðar

Þenna dagskrárlið sat forstöðumaður hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð. Farið var yfir rekstur Hulduhlíðar en þar stefnir í hallarekstur á seinni hluta ársins ef ekki verður gripið til aðgerða. Forstöðumaður fór yfir mögulegar aðgerðir sem bætt gætu rekstrarstöðu Hulduhlíðar. Félagsmálanefnd vísar málinu til frekari umræðu í bæjarráði.

 

2.

1605160 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - félagsmálanefnd

Framlögð tillaga að úthlutun ramma við fjárhagsáætlunargerð í samræmi við reglur um fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2017. Farið var yfir rekstrarstöðuna fyrir sjö fyrstu mánuði ársins og drög að starfsáætlun ásamt samþykktri fjölskyldustefnu. Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun 2017.

 

3.

1607064 - Landsfundur jafnréttisnefnda 2016 16. sept. og ráðstefna 15. sept.

Vakin var athygli á ráðstefnu á Akureyri um jafnréttismál. Ráðstefnan verður 15. september og er í tilefni þess að 40 ár eru frá samþykkt jafnréttislaga á Íslandi. Daginn eftir eða 16. september er landsfundur jafnréttisnefnda haldinn á Akureyri. Nefndin samþykkir að senda 2 fulltrúa á ráðstefnuna.

 

4.

1606021 - Leiðbeiningar vegna orlofsmála fatlaðs fólks

Lagðar eru fram til kynningar leiðbeiningar vegna orlofsmála fatlaðs fólks.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00