mobile navigation trigger mobile search trigger
27.02.2024

Frístundaleiðbeinendur óskast til starfa í sumarfrístund Fjarðabyggðar

Langar þig að starfa með börnum í sumar?

Í boði er sumarstarf í 100% stöðu. Bæði er hægt að fá starf frá 5. júní - 19. júlí og frá 5. júní til 20. ágúst.

Starfið í sumarfrístund byggist á útivist, hreyfingu, leikjum og fjöri. Sumarfrístund er fyrir börn sem eru að ljúka 1. - 4. bekk skólaárið 2023-2024 og börn sem eru að útskrifast úr leikskóla eiga kost á því að sækja sumarfrístund eftir sumarlokun leikskólans. Sumarfrístund er opin frá og með 10 júní til og með 16. ágúst.

Helstu verkefni:

  • Gefa börnum tækifæri til að stunda heilsusamlega hreyfingu og þroskandi leiki jafn úti sem inni.
  • Leiðbeina börnum í leik og starfi.
  • Hjálpa börnum í sumarfrístund við að skipuleggja og framkvæma verkefni við hæfi.
  • Að hafa hag og jafnrétti barnanna að leiðarljósi og sýna hverjum og einum virðingu, áhuga og umhyggju.

Hæfnis- og menntunarkröfur:

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi æskileg.
  • Áhugi á að vinna með börnum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði.
  • Skipulögð og öguð vinnubrögð.
  • Færni í samskiptum.

Starfslýsing frístundaleiðbeinandi við sumarfrístund í Fjarðabyggð

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfið hæfir jafnt konum sem körlum. Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2024

Nánari upplýsingar veitir Lilja Tekla Jóhannsdóttir forstöðumanni frístundarmála í síma 470 9015 eða í gegnum netfangið lilja.johannsdottir@fjardabyggd.is

Frétta og viðburðayfirlit